Leita í fréttum mbl.is

Skyndilegt sölustopp Apple í Kína

Fyrirlestur Michael Pettis um Kína á gamla vinnustað Alberts Einstein. Takið vel eftir. Pettis rak um skeið punk-bar í Kína en honum lokuðu yfirvöld

****

Er Apple kanarífuglinn í kolanámunni?

Í fyrrakvöld kom afkomuviðvörun frá Apple. Salan verður minni en áætlað var í byrjun nóvember og sem þýðir 4-5 prósentu fall í veltu á milli ára, skrifaði Tim Cook forstjóri Apple. Öll aðvörunin tengist Kína, sem hæglega gæti verið að leggjast inn á bráðamóttöku. Annars kemur Apple-árið út með hæsta EPS nokkru sinni (hagnaður á hvern hlut)

Sem sagt: Apple sat með eigendum fyrirtækisins (almennings-hluthöfum þess) og greinendum þann 1. nóvember 2018 og gerði grein fyrir síðasta fjórðungsuppgjöri á símaráðstefnu með eigendum, öllum heiminum í vefvarpi og helsti greinendum. Tim Cook kom þar með íhaldssamar leiðbeiningar um lykiltölur fyrir næsta fjórðung, sem kemur til uppgjörs í byrjun febrúar n.k. En í fyrrakvöld kom svo skyndilega afkomuaðvörun frá Tim, sem meðal annars segir þetta:

[..While we anticipated some challenges in key emerging markets, we did not foresee the magnitude of the economic deceleration, particularly in Greater China. In fact, most of our revenue shortfall to our guidance, and over 100 percent of our year-over-year worldwide revenue decline, occurred in Greater China across iPhone, Mac and iPad.]

Sem sagt: Frá 1. nóvember til og með næstu nokkrar vikur, þá rekst Apple á skyndilegt stopp? í Kína (e. sudden stop). Í byrjun desember vita þeir hjá Apple sennilega þá þegar hvað er að gerast, en bíða í nokkrar vikur til að fá það staðfest. Og þá eru tvær vikurnar fyrir jól komnar, og þá er ekki hægt að koma með aðvörun, því þá er allur markaðurinn eins og hann lagði sig kominn á klósettið í svartsýniskasti um allan heim, en sem enginn þekkir í raun og veru skýringarnar á, séu þeir heiðarlegir og viðurkenni staðreyndir. Tim bíður því þar til 2. janúar með afkomuaðvörunina. Hún mun svo taka mesta gasið úr málinu og fá eigendur (fjárfesta) Apple til að líta raunsætt á málin þegar uppgjörið kemur í febrúar. Það sem gerðist hjá Apple í Kína gerðist fyrirvaralaust. Um er að ræða einn ákveðinn viðburð, sem breytti öllu

En það er eitt sem er dálitið merkilegt. Og hvað er það Gunnar? Jú, Þann 14. nóvember skrifaði Michael Pettis eftirfarandi (Pettis veit manna mest Vesturlendinga um kínverska hagkerfið, enda kennir hann Finance (fjármál) við Pekingháskólann og er búinn að reyna að vara Vesturlönd við því sem er að gerast í Kína árum saman. Hann skrifaði þetta:

[.. As long as the countrys bubble economy can be prolonged, Singles Day will continue to grow and break sales records. But as nervousness deepens in China and as economic worries spread, Singles Day itself will be threatened. In fact, while this years 22 percent increase in sales may seem impressive, at least part of this increase may simply reflect the fact that many new vendors joined the program; if so, the sales these newcomers would have made anyway will have been added to the Singles Day total as if they represent new economic activity.

One year on November 11, maybe next year or maybe in a few years, the dizzying sales growth of Singles Day will suddenly reverse. At that point, the exuberance of Chinas bubble economy will almost certainly have ended and, as that happens, young Chinese people will probably increasingly reject the extraordinary commercialization of Singles Day as the very symbol of what went wrong in China”..]

Þetta er það sem er að gerast. Eins og Tim benti óbeint á, þá hefur 11-nóvember bóla einhleypra ungmenna sprungið einmitt þann 11. síðasta nóvember. Eða - aðeins 10 dögum eftir að Tim Cook gerði grein fyrir síðasta fjórðungsuppgjöri á símaráðstefnu með eigendum, öllum heiminum og greinendum - og leiðbeindi þeim líka um nánustu framtíð í meðal annars Kína. Tíu dögum síðar klessir Kína á vegg einhleypra ungmenna

Það er engan veginn hægt að kenna viðskiptastríði um klessukeyrslu kínverska hagkerfisins undanfarin mörg ár. Mjög mörg erlend stórfyrirtæki á borð við Pegatron, Samsung, Suzuki, Nikon og Panasonic sem eru að yfirgefa Kína, voru þegar með það á átætlun sinni löngu áður en Trump var kjörinn forseti. Kína er að úldna að innan og rotnuninni er stýrt innan frá. Fyrir utan 11. nóvember klikkunina í Kína, þá er allt annað hagkerfislegt fyrir langa löngu sprungið innvortis í því landi. Og nú sprakk 11. nóvember bólan líka og neytandinn með

Samsetningarfyrirtækið Foxconn sem Apple notar í Kína, er á leið út úr Kína, til Víetnam, sem Bandaríkin eru að byrja að vernda gegn einmitt Kína, því að Víetnam óttast Kína

Michael Pettis á skilið Nóbelsverðlaunin í hagfræði fyrir kenningar sínar um hvað gerist í alþjóðavæddum heimi undir offramboði sparifjár. Slíkt ástand er algerlega nýtt í sögunni

Heimurinn er dauður. Það er að segja: eftirstríðsheimurinn er dauður. Hann er farinn. Enginn veit enn hvaða og hvernig uppsetning hans tekur við. En það sjást samt vissar útlínur í þokunni

Fyrri færsla

10. stærsti banki Ítalíu settur í handjárn


Bloggfærslur 4. janúar 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband