Leita í fréttum mbl.is

Hve stórt er það Stóra-Bretland sem er að yfirgefa ESB ?

Jú það er svona stórt

1. Þegar Bretland fer þá svarar það til þess að allur mannfjöldi rúmlega þessara 15 landa Evrópusambandsins yfirgæfi sambandið á einu bretti:

Malta
Lúxemborg
Kýpur
Eistland
Lettland
Slóvenía
Litháen
Króatía
Írland
Slóvakía
Finnland
Danmörk
Búlgaría
Austurríki
Ungverjaland
Plús einn þriðji hluti Svía

2. Þegar Bretland fer, þá svarar það til þess að öll hagkerfi þessara 19 landa Evrópusambandsins yfirgæfu sambandið á einu bretti:

Malta
Kýpur
Eistland
Lettland
Litháen
Slóvenía
Króatía
Búlgaría
Lúxemborg
Slóvakía
Ungverjaland
Grikkland
Rúmenía
Tékkland
Portúgal
Finnland
Danmörk
Írland
Austurríki

Atkvæðagreiðslan í ráðherraráðinu verður frá og með þá þannig, að norður-blokkin, þar sem Þýskaland er, verður þá komin í minnihluta og suður-blokkin mun ráða (35 prósent regla Lissabon sáttmálans). Þaaaað! verður fróðlegt að sjá. Sérstaklega þegar Þýskaland og norður-blokkin, með Finnland á evru-skallanum, verður til að byrja með látin fjármagna atvinnuleysisbætur til suður-blokkarinnar. Gerið svo vel. Halló martröð Þjóðverja => TRANSFER-UNION! Svo kemur allt hitt ofan í það. Haldið þið ekki að þetta, já þetta, muni enda í hinum eilífa og sanna friði? Jú að sjálfsögðu (ekki)

Aðalatriðið fyrir veruleikafirrtar elítur Evrópusambandsins er hins vegar það, að hurðin skellist sem fastast í bakið á Bretlandi þegar það fer. Hvílíkir klappþorskar á þurru landi!

Fyrri færsla

Rússar hafa loks náð valdi yfir Mueller-heila


Bloggfærslur 20. janúar 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband