Leita í fréttum mbl.is

Ísland viðurkenni Taívan

Tsai Ing-wen forseti Taívan talar við Donald Trump

Mynd: Tsai Ing-wen forseti Taívan talar í síma við Donald J. Trump, forseta Bandaríkjanna

****

Öngþveiti og leiðrétting

Hvaða leiðréttingarkerfi slær inn þegar ný stefna er að leysa gamla stefnu af hólmi á heimsvísu. Jú, þá er það öngþveitið sem slær inn, sem hið sjálfgefna leiðréttingarkerfi. Öðruvísi gerast breytingar ekki. En nú er þokunni byrjað að létta. Það leiðréttingarkerfi sem sló inn þegar árið 2008 sló heiminum næstum út, er byrjað að skila niðurstöðum. Það sem við sjáum í dag eru síðustu krampaköst hins gamla heims sem hófst árið 1945. Á næstu örfáum árum er hann svo farinn. Í staðinn verður margt af því sem gagnaðist nítjándu öldinni nógu vel, tekið í notkun á ný og endurbætt. Flestir ismar 20. aldarinnar voru sannkölluð plága fyrir mannkynið og þar með talinn er glóbal-isminn, sem var síðasta isma öskur hins gamla heims sem til varð árið 1945

Og nú er búið að fóðra kommúnista-Kína á öllu því sem hægt var að fóðra það á áratugum saman. En ekkert hefur samt breyst. Landið er eina ferðina enn sokkið enn dýpra niður í það einræðis- og alræðisstjórnarfar sem einkennt hefur Kína frá því að fámenn glæpaklíka kommúnistaflokks tók þar völd og hrakti síðustu réttkjörnu ríkisstjórn landsins frá völdum og út í eyjuna Taívan, þar sem sæti hennar er enn þann dag í dag. Tók svo kommúnistaklíkan til við að tortíma lífum allt að 60 milljónum manna af sínu eigin fólki uppi á meginlandinu. Það klíkufólk kommúnistaflokksins er nú að sauma sér herafla utan um það fé sem Vesturlönd fóðruðu það á, og sem byrjað er að beita á nágrannaríkin, langt út á höf og þar á meðal með Rússum í Eystrasalti

Af hverju hefur Ísland ekki viðurkennt Taívan sem sjálfstætt Kína og ríki á ný, eins og við gerðum fram til ársins 1971. Og af hverju hefur Ísland ekki tekið upp stjórnmálasamband við landið? Þetta er frekar óskiljanlegt í ljósi þess sem gerðist við Eystrasalt þegar kommúnistamúr Evrópu féll. Á Taívan er þó lýðræði og kosið er til bæði forsetaembættis og löggjafarsamkundu, með fjöldann allan af glæsilegum stjórnmálaflokkum og forsetaefnum í framboði

Í Kínverska lýðveldinu á Taívan búa tæplega 25 milljón manns með miklar tekjur og tæknikunnáttu og tæknigetu. Taívan er sjöunda stærsta hagkerfi Asíu og hagtölur þess eru þar að auki réttar. Samvinna við þá í til dæmis sameiginlegu átaki með Bandaríkjunum, gæti jafnvel að hluta til leyst af hólmi þann ferðamannaiðnað sem hér er byrjaður að anda út sem kólnandi hamskiptur óborgari

Ísland ætti að ráðfæra sig við sinn besta bandamann í þessu máli: þ.e. Bandaríki Norður-Ameríku. Margt bendir til að þau séu að endurskoða afstöðu sína til kommúnista-Kína, alveg niður í kjölinn og jafnvel enn dýpra. Það eru ekki bara tollar sem Bandaríkin eru með í smíðum á Kína, heldur einnig heilir hafstraumar af viðurlögum og breiðsíðum

Hér gæti Ísland orðið fyrst til, í stað þess að reyna að vera fyrst til með gamla rauðgræna alræðisstefnu í samgöngumálum, sem á endanum mun kosta okkur borgarana dýrmætt ferðafrelsið og enn meira

Þingmenn frá Taívan komu hingað í heimsókn árið 1998 og varaforseti Taívans kom hingað árið áður og ræddi við íslenska ráðamenn. Það ferli ætti að setja í gang á ný. Árið 1971 er liðið

Fyrri færsla

Eyðileggjandi fólksflutningar að rústa Evrópu 


Bloggfærslur 30. september 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband