Leita í fréttum mbl.is

Lygaferð Pútíns að enda á vegg sanninda

Klesst

Til að gera langt mál stutt þá vísa ég á endursögn Varðbergs um þá frétt í gær að sannleiksást Pútíns Rússlandsforseta í Skrípalmálinu hafi nú klesst á vegg. Reyndar segi ég sjálfur að allt frá byrjun alls hans ferils, hafi sú ást verið komin langt fram yfir síðasta söludag. Hér má líka sjá frétt Telegraph um málið

Næst

Leiðari Morgunblaðsins vitnar í Václav Klaus annan forseta Tékkneska lýðveldisins. Sá segir að Trump sé að gera það sem þarf að gera. Svo kemur þetta hjá honum eins og hjá flestum á hinum bónuðu gólfum:

"Klaus segir að Trump sé sennilega ekki maður sem hann myndi sækjast eftir að fá sér kaffibolla eða bjórkollu með. „Stíll hans og nálgun er ekki endilega að mínum smekk. En stefnumál hans og skilningur á stöðunni var nauðsyn fyrir Bandaríkin og reyndar heiminn allan."

Sem sagt

Við hér í húsinu erum að kafna út skít, klósettið er stoppað, vaskurinn flæðir yfir og amma er hætt að geta andað því lyktin er svo hrikaleg. Píparinn er kominn, við verðum þakklát, en við getum svo sannarlega ekki drukkið með honum hvorki kaffi né bjór

Ef um Pútín hefði verið að ræða þá kæmi rullan um að "mér líkar ekki pólitík hans" en hann er svo geðþekkur maður að við dönsum samt valsinn með honum. Pútín er of landfræðilega nálægur til að fá ekki það kaffi sem Trump er neitað um, vegna þess að píparinn Trump lyktar

Hér er sama gamla evrópska friðþægingartuggan á ferð og 1930. Staðreyndin er auðvitað sú að Rússlandsforseti, sama hvert nafn hans er, mun alltaf taka allt það sem Vesturlönd leyfa honum að taka. Og inn á milli mun hann taka það með vopnum. Svo klárast kakan, kaffið er tekið af borðunum og sovétið dekkar það til með sínu stelli. Eru menn fæddir í gær, eða hvað?

Ekki minn fyrsti valkostur, en..

Um daginn kom Bandaríkjamaður í heimsókn á góðan stað og spurði hvert álit Íslendinga væri á Trump. Þá var honum sögð frá persónulegri skoðun einnar persónu: Sú sagði "hann er að gera margt gott fyrir Bandaríkin, en ég er ekki hrifinn af persónu hans" (lyktinni)

Daginn eftir sagði ég við Íslendinginn: engin persóna sem getur gert það sem Trump er að gera, getur verið það sem öllum fellur við. Það er ekki hægt. Enginn með þessa hæfileika, getu og orku mun falla í geð þeirra sem vilja fá verkgetu píparans en ekki lyktina

Ég myndi drekka kaffi með Trump alla daga ef ég gæti. Svona elítu-snobb þoli ég ekki

Svíþjóðarklessan

Enn ein Svíþjóðar-heimtunin birtist sem grein blaðamanns í Mogganum í dag. Sama er á ferðinni þar. Ekkert er að í Svíþjóð og desímaltölur þínar passa ekki. Þar náði ég þér

Allir vita að Svíþjóð er ein klessa. Landið er óþekkjanlegt miðað við 1980. Landið stiknar af hinni gömlu nasistapólitík sænskra Sósíaldemókrata, sem eins og sósíaldemókratískur rúmfélagi þeirra, gorgonsólaður borgarstjórinn í Reykjavík, rústuðu öllum meiriháttar borgum og bæjum Svíþjóðar með eyðileggingu og illvilja. Þar hefur flestu verið tortímt og þar er hið nakta torg veraldarhyggjunnar svo nakið að fólk þarf að loka sig inni á heimilum sínum til að spyrja hvað klukkan sé. Trúmal, pólitík eða allt það sem með skoðanir hefur að gera, er bannað á hinum nöktu torgum Svíþjóðar. Þar er það RÍKIÐ sem er guð. Til fjandans með þennan nýmarxisma, segi ég bara. Svona naktir ryðdallatogarar sökkva þegar á þá reynir. Svíþjóð er að sökkva og slíkt kemur aldrei fram í gagnabönkum sænsku hagstofunnar, þvi ef það gerði það þá væri heiminn ekki eins klesstur og hann varð 2008, - af öllum fjandans sérfræðingunum sem klessu honum: Jáh, það voru þeir!

Næstum allt það meginland Evrópu sem Htiler hernam ekki, var pró-nazi, þ.e. aðhylltist stefnu Hitlers, ljóst og leynt. Öll Íbería, Sviss, Svíþjóð og svo Tyrkland og stór hluti Norður-Afríku og Mið-austurlanda. Þessi Evrópa er enn sú sama og þá. Og hún er að staðfestast í gömlum gloríum í dag. Þar er flest enn vont og ekki gott. Jafnvel Þýskaland er að bakka inn í gamla og mislita fjóshauginn sinn á ný. Það er byrjað á að gefa út diktöt til hægri og vinstri á ný um; efnahagsmál, peningamál, skuldamál, stjórnarfar og hvaða skoðanir löndum leyfist að hafa eða ekki. Hver á þá að vera Píparinn þegar salernið fyllist?

Já Winston var kallaður öllum illum nöfnum og er það enn. Þannig er það með þá sem brjóta samhljóminn í heimi taparanna. Evrópa er meginland taparanna

Hmpf! Hvort er það. Gott eða slæmt?

Afstæðiskenning meginlands Evrópu, Rússlands og Kína um muninn á Guði (gott/rétt) og Djöflinum (rangt/slæmt), er að kála þeim öllum. Og sú gamla kálun 20. aldar hefur verið áratugi í smíðum. Ekkert getur stoppað afstæðiskenningar landmassa Evra-Asíu lengur. Hið opinbera torg er nakið. Þið vitið hvað kemur næst

Fyrri færsla

Bretland hefur skellt á Evrópusambandið


Bloggfærslur 27. september 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband