Leita í fréttum mbl.is

Bretland hefur skellt á Evrópusambandið

Ávarp Theresu May, föstudaginn 21. september 2018

****

Breski forsætisráðherrann átti erfitt með að leyna reiði sinni eftir prússneska fundinn með Evrópu-diktat-sambandinu í Salzburg í síðustu viku. Andúðin og hrokinn sem hún mætti af hálfu ESB og sérstaklega Donalds Tusk -sem steig eins og fíll til jarðar á svo kölluðum (sam)félagsmiðlum- var hreint ótrúlegur. Siðaðar þjóðir haga sér ekki svona. Aðeins ókjörnir veruleikafirrtir embættismenn í vösum annarra gera það. Og það er það sem Evrópusambandið snýst nú um

Theresa May forsætisráðherra er hér að segja að Bretland sé hætt samningaviðræðum. Þar með hefur hún líklega sameinað flokk sinn á ný að baki sér. Nú fer Bretland á fullt með að undirbúa útgöngu úr Evrópusambandinu sem þýðir tolla á til dæmis eina milljón innflutta þýska bíla á ári. Enginn alþjóðleg fjármálastofnun í Bretlandi með fullu viti vill flytja sig úr fullvalda og öruggasta stjórnarskrárbundna lýðræðislega stjórnarfari veraldar, yfir til sértrúarsafnaðar á borð við Frankfurtborg Þýskalands, eða Parísarbyltingar Frakklands, þar sem enginn er samkeppnishæfur nema í miðbæjum annarrar hvorrar þeirra borga. Áttatíu prósent allra viðskiptadómsmála sem koma fyrir breska dómstóla, innihalda málsaðila á erlendri grund. Í fjörutíu prósentum þeirra eru allir málsaðilar af erlendri grund. Bresk lög eru ómetanleg útflutningsverðmæti

Viðskipti Bretlands við fyrrum nýlendu þess sem fékk nafnið Bandaríki Norður-Ameríku, hófust árið 1784 með átta böllum af bandarískri baðmull á ári. Fimmtán árum síðar voru þeir orðnir 40 þúsund og árið 1900 voru þeir orðnir sjö milljón stykki á ári. Bretland getur selt ýmislegt bandarískt gott til breska samveldisins, sem Bandaríkin geta ekki. Singapúr, Hong Kong og Tokyo gætu einnig þurft að skerpa á bankalingum sínum þegar City of London Bretlands er komið í gírinn, með alla bresku þjóðina sér að baki, loksins lausa úr viðskiptahlekkjum ESB. Norðvestrið og norðaustur Lundúnir eru klár og að þessu sinni í sameiginlegu átaki með City, um allan heim. Evrópusambandsaðildin reyndist Bretlandi ávallt sem fleygur á milli alls baklands Bretlands og City of London. Hagsmunir Liverpool, Manchester, Aberdeen, Glasgow, Grimsby og Hull annars vegar og hins vegar City of London, fara loksins aftur saman, eins og á tímum heimsveldisins. Og Bretland er enn stærsti erlendi fjárfestir Bandaríkjanna

Nýtt skattaumhverfi fyrir alþjóðleg fyrirtæki gæti þess vegna verið í smíðum hjá frú May, sem flutt gæti fjöll frá meginlandinu yfir í virkilega alþjóðlegt viðskiptaheimsveldi Bretlands í smíðum, og sem sett verður í gang þegar útgöngunni er lokið. Viðskipta- og fjármálaleg prússnesk diktöt eins og ESB hefur lagt stund á frá því að Þýskaland sameinaðist, getur Evrópusambandið sparað handa sjálfu sér, því það mun þurfa á öllu hinu svarta rúgbrauði Þýskalands að halda á hið sísúrnandi umhverfi þeirra landa sem eftir sitja í sambandinu. Þau munu vita hvert á að leita þegar þau ætla út. Og valkosturinn við aðild að ESB er þar með kominn fyrir Danmörku, þegar Bretland er komið út, eins og Kristian Thulesen Dahl, formaður danska Þjóðarflokksins sagði á flokksfundi 8. ágúst 2018. Það eina sem við þurfum er valkostur, sagði hann. Þá leggjum við útgöngu til

Fyrri færsla

Þýska ríkisstjórnin lifði helgina af [u]


Bloggfærslur 25. september 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband