Leita í fréttum mbl.is

Ţýski bardaginn heldur áfram: Seehofer ađvarar Merkel og ESB

Ţýskaland, Bretland og NATO

Allt sem Horst Seehofer og Angela Merkel ákváđu í vikunni hefur nú veriđ útvatnađ svo mikiđ í ţýsku ríkisstjórninni ađ um burtflogna fiskiflugu er nú ađ rćđa. AfD nuddar saman lófunum af eftirvćntingu. Ţeirra tími nálgast, ţví tími hinna virđist liđinn

Og ekki nóg međ ţađ, ţá hefur Horst Seehofer nú ritađ bréf til framkvćmdastjórnar ESB ţar sem hann segir ađ ţađ sé frumskylda ţeirra sem fara međ völd, ađ vernda líf og limi borgaranna. Ef ađ Bretland fer úr ESB án samkomulags (hart Brexit) ţá ţýđir ţađ ađ ţjóđarleiđtogi Ţýskalands, Angela Merkel, hefur brugđist borgurum landsins. Ţannig brottför Bretlands ógnar öryggi ţýskra borgara og grefur undan ţjóđaröryggi Ţýskalands. Hvorki meira né minna

Seehofer virđist vera eini mađurinn í Ţýskalandi sem hugsar. Allir hinir halda ađ ţađ gangi bara gott og blessađ vel, ţegar stćrsti markađur fyrir ţýska bíla vinkar ţeim bless frá Bretlandi

Seehofer segist ekki spila níu manna morris, heldur skák. Merekl er ţví ađ verđa mát. Stríđiđ í Ţýskalandi heldur áfram og Donald J. Trump bíđur svo Merkels á NATO fundi í Brussel eftir fimm daga. Í Bretlandi rćđir mesta herveldi Evrópu, og stćrsti lifandi markađur ţess, Brexit. Sá fundur hefst á Chequers sveitasetri breska forsćtisráđherrans í dag

Kína

Kínversk yfirvöld í ađ minnsta kosti einni stórri borg landsins eru hćtt ađ geta greitt opinberum starfsmönnum laun. Og berja ţurfti niđur mótmćli fyrrverandi hermanna kínverska hersins sem urđu er öryggisverđir réđust ađ ţeim, fyrir ţađ eitt ađ biđja um betri lífeyrir. Einrćđisherra landsins, Xi, varđ um daginn grípa til ţess neyđarúrrćđis ađ kalla alla ţá sem koma nálćgt utanríkismálum á teppiđ sitt, ţar sem bariđ var inn í höfuđ ţeirra, einu sinni enn, ađ ţeir yrđu ađ fylgja línu kommúnistaflokksins, ţ.e. hans sjálfs. Ađeins sá sem á í vandrćđum međ ađ halda völdum, ţarf ađ gera slíkt

Ţegar Kína fellur saman eins og Sovétríkin og Japan, ţá giska ég á ađ ţađ komi undan komma-jöklinum sem verandi ađeins 1/3 af ţví sem ţađ mćlist erlendis og segist sjálft vera núna. Ţá mun koma í ljós ađ stćrđ kínverska hagkerfisins er á pari viđ Japan, eđa 1/6 af stćrđ bandaríska hagkerfisins. Sovét átti ađ vera 16 prósent af heimsframleiđslunni, en kom undan komma-jöklinum sem 6 prósent stćrđ áriđ 1989. Japan átti ađ vera 17 prósent stćrđ áriđ 1989, en kom sem 6 prósent stćrđ út úr hruni ţess 1993. Ţađ er ađeins sex prósent af heimshagkerfinu í dag. Styttist nú óđum í ađ vćntingaverksmiđja kínverska kommúnistaflokksins komi ţjótandi sem búmerang í höfuđ flokksins, er almenningur gerir sér ć ljósara hve lítiđ bjó ađ baki ţví sem flokkurinn hefur haldiđ ađ honum, um stađreyndir lífsins í Kína

Ísland

Coca Cola á Íslandi virđist samkvćmt frétt í Morgunblađinu í dag vera í svo djúpum starfs- og fjárhagserfiđleikum ađ ţađ getur ekki lengur notađ hreint íslensk vatn til framleiđslu á svaladrykk. Ađ geta ekki lengur bođiđ dyggum viđskiptavinum upp á lágmarksvörugćđi međ sóma, er til marks um fallandi stöđu fyrirtćkisins. Ţađ er ekki eins og ađ Coca Cola á Íslandi sé í verri stöđu en ţegar Aage Schiöth var ađ framleiđa íslenska svaladrykki í apótekinu á Siglufirđi. Ég hélt satt ađ segja ađ svona alţjóđlegur vesalingsdómur, eins og ríkir hjá Coca Cola á Íslandi í dag, vćri ekki lengur til. En mér skjátlast greinilega

Bjarni Benediksson formađur Sjálfstćđisflokksins er kannski viđ ţađ ađ hefja lokaatrennuna gegn flokknum međ ţví ađ framkvćma endanlegt pólitískt harakiri á Sjálfstćđisflokknum. En svo gćti fariđ ef lappirnar bregđast honum aftur, međ ţeim afleiđingum ađ vélknúin farartćki verđa skattlögđ út úr íslenska draumnum, sem ţá breytist í enn verri ESB-martröđ en orđiđ er. Enn svartari en ţá martröđ sem EES-samningurinn er ađ kalla yfir Ísland. Uggandi Sjálfstćđimenn eru ađ komast í svo slćmt skap vegna ţessa máls, ađ ţeir mega varla mćla. Miđflokkurinn bíđur eftir enn einni léttu bráđinni, fljótandi í innfluttu vatni

Danmörk

Danske Bank er nú ásakađur um ađ vera stćrsta peningaţvottastöđ veraldar, ţví hann er sagđur hafa hvítţvegiđ sjö milljarđa evra fyrir rússneska ađila, sem međal annars tengjast forseta Rússlands, Vladímír Pútín. Danska fjármálaeftirlitiđ er ásakađ um vítavert gáleysi og vanrćkslu. Sagt er ađ međal annars sé um blóđpeninga ađ rćđa, fyrir morđ á pólitískum andstćđingi Pútíns. Berlingske hefur međal annarra grafiđ atriđi um ţetta mál upp: Frétt EU-Observer í gćr

Fyrri fćrsla

Ungir hvítir bandarískir karlmenn flytja sig til Donalds Trump


Bloggfćrslur 6. júlí 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband