Leita í fréttum mbl.is

Ungir hvítir bandarískir karlmenn flytja sig til Donalds Trump

Ulysses S. Grant

Mynd. Repúblikaninn Ulysses S. Grant, hermaður (106 mín.) og 18. forseti Bandaríkjanna. Ég óska ykkur til hamingju með fullveldið og sjálfstæðið, þjóðhátíðardaginn 4. júlí, Bandaríkjamenn

****

Flokkadrættir bandarískra ungra júlí 2018

Bandaríkin

Hinn 72 ára Donald J. Trump hefur nú því sem næst einhent gerbylt Repúblikanaflokknum þannig að hvítir karlmenn á aldrinum 18-34 ára, svo kallaðir "millennials" eða þeir sem komu út úr skólum í kringum árþúsundskiptin, hafa flutt sig frá Demókrataflokki og yfir til Repúblikanaflokks

Árið 2016 var nær helmingur (50%) þessa hóps Demókratar, en aðeins 36 prósent Repúblikanar. Tveimur árum síðar er þetta næstum öfugt: Hvítir karlmenn í þessum aldurshópi eru nú 46 prósent Repúblikanar og aðeins 37 prósent Demókratar. Donald J. Trump er að gerbylta Bandaríkjunum (sjá frétt). Svipuð var niðurstaða könnunar sem birtis WSJ í apríl, en fór ekki hátt

Þýskaland

Ljóst er nú að Angela Merkel mætti múr 160 þingmanna í flokksbandalagi CDU/CSU á mánudag, þar sem henni var stillt upp við vegg og sagt að samþykkti hún ekki tillögur Bæjaralands, þá myndu þeir þvinga fram afsögn hennar. Hún ræður því litlu í Þýskalandi lengur og ríkisstjórn hennar enn minna

Samkomulag Merkels og Seehofers er nú að springa út sem farsi í ESB. Austurríki sagði að ekkert samráð hafi verið haft við sig, en landamæri þess liggja upp að Bæjaralandi. Það hótar nú að loka Brennerskarðinu. Því fagnar Ítalía því þá kemur lýður Merkels ekki að þeim úr norðri. Angela Merkel er að springa út í allri álfunni, sem eitt allsherjar getuleysi og klúður

Virkar

Það er afskaplega ánægjulegt að Donald Trump sé eini stjórnmálamaðurinn sem það borgar sig að horfa á - og hlusta vel og vandlega á það sem hann segir. Fox var með viðtal við hann um helgina. Ég horfði á það á YouTube. Þegar fréttamaðurinn spurði hann hvort að tollar á innflutta bíla væru ekki bara auka-skattur á neytendur, þá sagði hann. "Það verða engir tollar. Þeir verða allir framleiddir hér í Bandaríkjunum". Í gær sagði forstjóri Porsche á þá leið að þetta væri ekkert vandamál (no brainer) fyrir þá. "Það tók okkur tvær sekúndur að ákveða að best er byggja verksmiðju í Bandaríkjunum".

Sem sagt tollar Trumps á bíla eru ekki upp til samningaviðræðna, heldur verða menn að flytja verksmiðjur sínar til Bandaríkjanna. Þá er um enga tolla að ræða. Einfalt mál. Messuhald Trumps yfir ESB-ríkjum í NATO hefst svo í næstu viku. Búist er við miklum átökum og jafnvel aftökum, því til dæmis Þýskaland lýgur þar um sjálft sig fyrirfram, og heldur enn að það komist upp með slíkt

Fyrri færsla

Hýrnar yfir AfD í Þýskalandi. Kína að lokast inni - og Merkel úti


Bloggfærslur 4. júlí 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband