Leita í fréttum mbl.is

Á meðan Ísland er selt: "getum ekkert að gert" volið, einu sinni enn

Þetta er sama "við getum ekkert að gert" volið og var viðhaft þegar bankahrunið var að búa um sig. Sakleysi, vanræksla og kæruleysi. Þegar 1 til 51 prósent af Íslandi er komið á erlendar hendur þá verður ekki eitt látið yfir alla ganga og það verður ekki gaman, því það mun ekki ganga jafnt yfir alla. Auðmenn með ágirnd á landi í vörslu pólitískra sakleysingja ganga aldrei jafnt yfir alla, eins og sagan sýnir. Og það þýðir ekkert að reyna að hvítþvo þetta með akademískum rökum né náttúru-hitt-eða-þetta sjónarmiðum né kjölfestum "fjárfestum" alþjóðlegra peningadalla, sem enginn veit hvaða farm eru með í lestunum. Við eigum nóg af peningum sjálf og höfum ekkert að gera við sama glóballar-kjölfasta flóð- og fjöru peningadraslið og síðast

Það er merkilegt að núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins skuli svona samviskusamlega neita að standa fast með Íslandi, liggur manni við að segja, við hvert einasta tækifæri sem henni býðst til að sýna dug. Til hvers eruð þið þarna. Eruð þið kannski að verða bensínlaust jólaskraut?

Hvar ætlið þið að stöðva söluna á Íslandi. Við 1 prósent eða 90 prósent? Af hverju ekki stöðva hana strax, því allir vita að þetta verður að stöðva. Hvað er að ykkur? Ætlið þið áfram auglýsa útsölu á Íslandi um allan heim eða ekki?

Sýnið dug!

Fyrri færsla

Fjárfestar rifu fésið af Facebook Inc.


mbl.is „Eitt verður yfir alla að ganga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband