Leita í fréttum mbl.is

Frosti: Ráðal­eysið al­gert meðan landið er selt und­an þjóðinni

Segir Frosti Sigurjónsson hér

Áfram Frosti!

Í sumarhefti Þjóðmála 2012 ritaði ég greinina; "Byggðastefna undir sjálfstæðisyfirlýsingu - Vegurinn opnaður vegna jarðarfarar?" Þar sagði ég að sú byggðastefna, eða sá skortur á henni, sem viðhöfð er á Íslandi hafi þýtt og muni þýða eftirfarandi:

Tilvitnun hefst:

Af svona byggðastefnu leiðir:

  • Verðbólga verður meiri. Það þekkja þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu því þeir hafa knúið verðbólguna áfram með eins konar hurðaskellum.
  • Bólumyndun í hagkerfinu verður eðlilega meiri.
  • Nýsköpun verður minni því of margir hugsa eins við svipaðar aðstæður.
  • Samkeppni minnkar því svæða- og héraðsöfl landsins eru orðin geld.
  • Fjölbreytni minnkar því svo fáir vita um alla möguleikana annars staðar. Þeir eru í hjörð sem bítur gras á sama bala á sama stað.
  • Fákeppni innanlands og eignaupptaka fyrir utan ferkílómetrana fáu verður ráðandi.
  • Samfélagið verður vanskapað, visnar og gæti veslast upp.
  • Landið verður tekið af okkur og aðrir munu nema það

Fólkið verður að sjá tækifæri í byggðastefnu. Það verður að gera það á sama hátt og það sá tækifærin í Reykjavík og fluttist þangað þeirra vegna. Þegar byggðastefna er nefnd á nafn í dag sér fólkið fyrir sér kjördæmapot þingmanna en ekki tækifæri. Og þegar "byggðastefna" er nefnd á nafn utan höfuðborgarsvæðisins sér landsbyggðin einungis fyrir sér brostnar vonir, svikin loforð og hræsni.

Byggðastefna til góðs eða ills

Það er hægt að nota byggðastefnu sem valdaverkfæri til að ná fram ákveðinni þróun og árangri en oftast til að ná fram öðru af tveimur markmiðum:

a) Byggðastefna er notuð til að mynda, styrkja og halda þjóðríki borgaranna saman. Þá er hún notuð sem verkfæri í þágu þjóðríkis borgaranna og til að styrkja það. Byggðastefna er þá lím (ethos) fyrir land þjóðríkis fólks (demos) sem á sér sameiginleg markmið (telos), þ.e.a.s. þann sameiginlega tilgang og markmið sem myndar þjóðríki þeirra.

b) Byggðastefna (í ESB) er notuð til þess að slökkva og til að sundra og þurrka upp þann jarðveg sem þjóðríki borgaranna getur þrifist í. Undir þannig skipulagi og lagaramma er byggðastefna notuð sem eins konar slökkvitæki og verkfæri niðurrifs. Hún kemur inn í samfélag þjóðríkisins sem tundurspillir. Þannig stefna getur einnig komið innan frá úr þjóðríkinu með aðstoð og fyrir tilstilli utan að komandi afla eins og við erum að upplifa í dag sem Evrópusambandsmartröð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Tilgangurinn er að sundra, spilla, etja fólki saman og upp á móti samfélagi sínu og koma þjóðríkinu fyrir á biðlistanum eftir engu nema þeim hægfara dauða sem ég kynntist svo vel í dreifbýli meginlands Evrópu.

Tilvitnun endar.

Eftirmáli

Varðandi verðbólguna núna; þá er hún einungis lág vegna innfluttra vinnuþræla í ferðaþjónustu, byggingum og öðru. Íslendingar eru byrjaðir að ESB-geldast og ESB-vanskapast, þökk sé EES-aftökustól ESB. Og verið er að selja landið undan þjóðinni! - þökk sé EES-tengingunni, sem orðin er að martröð. Þetta er að gerast á vakt Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem er minn flokkur. Á ég kannski að þurfa að kjósa Miðflokkinn næst?

Fyrri færsla

Viðskiptastríð ljósmæðra - og Bandaríkjanna


mbl.is Aðeins einstaklingar geti keypt jarðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband