Leita í fréttum mbl.is

Þýskaland snýst gegn Angelu Merkel

Þessa dagana er pólitískt slagsmál í gangi í Þýskalandi um útlendingamálin. Og flokksbandalagsflokkarnir CDU og CSU sem heyja þá baráttu, vita að bara það eitt að vera í þessu bandalagi frá og með síðustu kosningum, er slæmt fyrir þá báða. Best er því að undirbúa sig með því að gefa ekki eftir, því annars farast báðir, saman. Best er að fá sparkið. Og ekki getur Merkel sparkað sjálfri sér, nema þá allri ríkisstjórninni í einu

Þýska pressan hefur snúist gegn Angelu Merkel, því útlendingamálin eru orðin mikilvægasta pólitíska mál í landinu, og Evrópusambandinu öllu. Pressan veit að Angela Merkel laug að þjóðinni þegar hún kom heim af næturfundum með kollegum sínum í ESB í síðustu viku. Hún sagði þjóðinni að hún væri komin heim með ESB-samkomulag um útlendingamál. Það reyndist ekki rétt. Um ekkert samkomulag var að ræða á þessum fundi. Ríkisstjórnir annarra ESB-landa hafa nú neyðst til að leiðrétta þýska kanslarann til að reyna að komast hjá því að láta hana draga sig niður á botn hins móralska hafs, sem hún liggur á. Tilgangur hennar var að bjarga sjálfri sér á kostnað annarra ríkja

Falli núverandi leiðtogi CSU, Horst Seehofer, sem er innanríkisráðherrann í ríkisstjórn Merkels, þá bíður fyrsti og næsti CSU-maður Bæjaralands, Markus Söder, og afstaða hans til útlendingamálanna er enn harðari en sú sem Seehofer reynir að koma til framkvæmda núna. Að tapa fyrir AfD í október í Bæjaralandi, er ekki ætlun Söders

Merkel þorir hvorki að vera, né fara, og hún reynir að færa SPD eitt lítið ostastykki á dag, svo hún geti haldið áfram að sarga af sér hausinn í litlu músagildrunni sem hún hefur byggt, því ekkert annað byggði hún, síðastliðin 13 ár

Minnihlutastjórn CDU með SPD kemur til greina. En hún mun tosa CDU til vinstri (eins og er að gerast með xD, sem með Bjarna Ben blaðrar nú um jöklabráðnun og þyngri umhverfishlekki á fætur hins vinnandi manns) og það þýðir endalok CDU. Merkel er enn nógu vitlaus til að reyna slíkt, eins og Bjarni Ben. Á Íslandi er hægri umferð Bjarni, annars tekur umferðin þig sjálfkrafa niður

Evrópubruninn hitnar með hverjum deginum sem líður. Hann verður ekki slökktur í bráð, því eldsneyti útlendingamálanna er óendanlegt. Fólkið kraumar af bræði

Fyrri færsla

Hvernig ætlar Þýskalands-keisarinn yfir ESB að bakka út úr þessu?


Bloggfærslur 2. júlí 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband