Leita í fréttum mbl.is

Trump hækkaði skyndilega þröskuldinn í fundarlok

NATO var stofnað til að verja Evrópu gegn rússnesku stjórnarfari, sem undantekningalaust byggist á terror, innan sem utan landamæra þess, og hefur það á mismunandi hörkustigi gert svo alla tíð, með harða vinstriútgáfu þess sem þá verstu. Tilvist Rússlands hvílir á terror. Þýskaland, og stór hluti meginlandsins eru nú nær hálf í vösum Rússlands. Ættum við áfram að verja þá vasa Rússlands, spyr Donald Trump

1. Georgía þar (Anschluss)
2. Austur-Úkraína hér (Sudetenland)
3. og Krím bara sí svona (München)
4. Hvað gerist næst,
5. með Moskvu, sem fóðruð er á friðþægingu
6. Jú hún vex, eins og sögulega litlir menn með yfirvaraskegg

Það eruð þið, elíta-ESB, sem fóðrið hættuna sem þið ætlist til að Bandaríkjamenn verji ykkur gegn. Er það í lagi? Er gasleiðslan sem Þýskaland og Rússland eru að smíða saman -fyrir þann pening sem Þýskaland sparar með því að greiða ekki fyrir varnir sínar- það sem leggja mun endanlega niður NATO, spyrja Bandaríkin sig sjálf

"Ég mun fara mínar eigin leiðir" segir Trump. Já, það er mjög svo skiljanlegt, því Þýskaland er með þessu að byggja upp hernaðarmátt Rússlands. Það fóðrar Moskvu - og byggir upp ógnandi tilvistarhættu yfir höfðum Austur-Evrópu, samhliða því að reyna að lama hana sem mest úr vestri. Fimmtu deildar hegðun sem er á mörkum þess að vera þolanleg í NATO. Þetta er Ost-klukkspil Þýskalands með ESB í rassvasanum á Brandt og Schmidt sterum. Það lítur á Rússland sem næsta nágranna sinn í austri, en ekki Austur-Evrópu

Stór hluti meginlands NATO-Evrópu neitar að verja sig, en heimtar að Bandaríkin geri það. Þýskaland neitar að borga næstum því nokkuð sem helst, en mergsýgur hins vegar önnur ESB-lönd og veifar mórölskum fána framan í Suður-Evrópu, þangað sem ESB-þýskir þrýstidældu upptækt gerðu sparifé þýsks almennings, svo að Suðrið myndi á kredit spyrja eftir þýskum vörum úr norðri. Þýskaland var "hinn sjúki maður Evrópu" þegar þessi ESB-stefna landsins varð til. Móralski fáninn sem Þýskaland veifar í suðri, er og verður rammskakkur þriðji

Á NATO fundinum í síðustu viku fór Trump fram á að allir létu af hendi sinn samþykkta NATO-skerf til varnarmála, eins og menn, þ.e. tvær prósentur af þjóðarframleiðslu. En þegar Trump yfirgaf NATO-fundinn, var þolinmæði hans orðin þannig súr að hann tvöfaldaði og sagði að löndin yrðu að borga fjögur prósent til varnarmála í stað tveggja. Þá hlógu margir þeir sem illa kunna að hlægja síðast

Hvað er það sem fær Trump til að segja allt í einu fjögur prósent, en ekki bara tvö. Jú, hann er með áætlun í kollinum. Tollar verða innheimtir við kassa-eitt í Bandaríkjunum þar til viðskiptajöfnuður ESB við Bandaríkin verður ekki tvö prósent ESB í hag, eins og hann lengi hefur verið, heldur tvö prósent Bandaríkjunum í hag. Og ef þið drífið ykkur ekki múðurlaust upp í tvö prósentin og kyngið, þá loka ég líka á gasið frá Moskvu sem NATO á að verja ESB gegn. Nord-Stream2-fyrirtækin verða lokuð úti úr alþjóðaviðskiptakerfinu og Austur-Evrópa fær nýjar bandarískar herstöðvar, sem loka á gasið frá Moskvu. Þetta er ómenguð gasblanda af heilbrigðri skynsemi, sem ESB þar af leiðandi ekki skilur, en kafnar líklega í

Almenningsálitið skiptir hér engu um framvindu mála. Það er ekki mótandi afl í heiminum og hefur aldrei verið. Það er einungis blaut smókrúlletta fjölmiðla, með bara einn smók í sér

Ekkert bandarísk herskip í Persaflóa hefur nú orðið fyrir áreitni í heilt ár. En slíkt var algengt í forsetatíð Obama. Engum eldflaugum hefur Norður-Kórea þorað að hleypa á loft síðustu tæplega níu mánuði. Ástæðan er Donald J. Trump. Maðurinn í Hvíta húsinu

Það er ódýrara fyrir Trump að senda sjálfan sig út í heim, í stað þess að senda hermenn til sömu staða í kannski langdreginn dauðann. Donald J. Trump er ósérhlífinn diplómat Bandaríkjanna númer eitt. Og það er ekki bara ódýrara í mannslífum talið, heldur er sú stefna hans þess valdandi að enginn sem kaus hann, hefur skipt um skoðun á Donald Trump, en það eru hins vegar þeir sem kusu Hillary Clinton sem eru að skipta um skoðun - á Donald J. Trump. Ertu "aldrei Trump" maður? (e. never-Trump) er nú orðin spurning sem kjósendur Hillary svara oft neitandi og reiðast spyrjendum fyrir. Hún er að verða móðgun við geðheilbrigði kjósenda. Obama eyðilagði Demókrataflokkinn svo hroðalega að ekkert stendur eftir nema sviðin jörð. Kannski er Sjálfsstæðisflokkurinn að verða þannig jörð núna, mér er spurn, því öngvir fætur sjást þar enn

Fyrri færsla

Þýskir stinga áfram höfðum í nýsovéskan sand ESB


Bloggfærslur 15. júlí 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband