Leita í fréttum mbl.is

Óvissuferð endar: Nýja Sjáland pantar fjórar bandarískar kafbátaleitarvélar

Nýja Sjáland

Nýja Sjáland er að vakna upp við vondan kínverskan draum. Síðasti vondi draumur þess voru kommafriðarhreyfingar Vesturlanda sem KGB hannaði. Friðurinn sá hreyfðist í lokuðu kommaglasi og varð til þess að Nýja Sjáland bannaði bandarískum herskipum að koma í höfn nema að skipherrar þeirra staðfestu að þau væru kjarnorkuvopnalaus, og helst varnarlaus. Sú saga öll er nú skyndilega búin og bandarísk herskip fá að koma í nýsjálenska höfn án þess að staðfesta af né á um slík vopn, sem þau eðli málsins samkvæmt hvergi gera

En það er meira. Nýja Sjáland hefur ákveðið að festa kaup á fjórum nýjum Boeing P-8 Poseidon kafbátaleitarvélum. Flugher landsins mun sjá um leitina og reksturinn, eins og hann hefur séð um rekstur sex P-3 Orionvéla. Þetta eru nokkuð stórar fréttir frá þessu litla landi, sem telur tæplega fimm milljón manns. Kosta nýju vélarnar 1,5 milljarð Bandaríkjadala eða sem svarar til 160 milljarða króna. Nýsjálenski flugherinn var stofnaður 1913 og hefur fimm flugstöðvar í landinu

Óvissuferð Íslendinga hefst (eftir-kosninga-ferðin)

Forsætisráðherra Íslands sagðist vera að fara í óvissuferð í gær. Hún væri nefnilega að fara á NATO-fund. Skelfilegt að þurfa að líða svona sem pólitískt höfuð Íslands. Hreint skelfilegt. Fyrir bandaríska kjósendur hefur Donald J. Trump ekki verið nein óvissuferð. Hann gerir allt sem hann lofaði þeim og tístir hvernig það gengur og hvað hann ætlar að gera og segja næst og hvenær. Í gær kallaði hann bandaríska lyfjaframleiðendur á teppið, og þeim fundi í Hvíta húsinu lauk með því að fyrirhugaðar verðhækkanir á lyfjum koma ekki til framkvæmda í bráð. Mikið hefði ég viljað vera flugan á veggnum þar

WSJ: Pfizer to Roll Back Price Increases After Trump Criticism

Á meðan segja íslensk stjórnvöld kjósendum sínum að þau séu algerlega getulaus, þvert á það sem sagt var fyrir kosningar, og geti því hvorki varið landið fyrir ásókn útlendinga né neinna annarra. Skelfur nú Katrín mikla á NATO-fundi í Brussel því kommar hafa í hálft hundrað ár sagt að Bandaríkin skipti ekki lengur máli. Og Bjarni steinsofandi Benediktsson virðist ætla að leggjast héradauður og bake-off (afbakaður) í jötuna í Brussel, þvert á það sem hann sagði á Hvanneyri, fyrir kosningar. Íslendingar skulu píndir samkvæmt öllum umboðslausum reglum ESB. Má kannski bjóða þér í sanna óvissuferð í næstu kosningum, Bjarni?

Fyrri færsla

Útsala á Íslandi í hendur takmarkaðrar ábyrgðar


Bloggfærslur 11. júlí 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband