Leita í fréttum mbl.is

R orðinn flokkur Trumps

Líkur fyrir Senat og House


Mynd WSJ: Líkurnar fjara undan fótum sprengju-sjokkeraðra Demókrata - í kosningunum til þings og öldungadeildar þetta árið

****

Sennilega er það rétt hjá Pat Buchanan að Repúblikanaflokkurinn sé nú orðinn flokkur Trumps. Hann var það ekki þegar Trump kom að honum og byrjaði að taka til. Út um glugga flokksins komu kreddurnar um "frjáls viðskipti" fljúgandi (sem aldrei eru frjáls viðskipti), ásamt "opnum landamærum" og þar á eftir kom kenningin um að viðskiptahalli við útlönd, sem þá hagnast, væri bara allt í lagi til lengri tíma litið, en hann er það ekki. Svo kom gjafabúðin NATO og friðþægingin fljúgandi út um gluggana sem Trump opnaði. Þar næst kom massainnflutningur á vonlausu fólki fljúgandi, og vinstrið varð að finna sér nýja skjólstæðinga til að monta góðsemi sína á kostnað annarra með. Og loks var fjölþjóðaisminn settur í hakkavélina (e. multilateralism), París pakkað saman, og þær elítur sem hafa lofslags-tekjur af honum eru nú að kafna úr hneykslun í miðju hakki

Þeir sem halda að þessi málefni snúi sér aftur til tímans fyrir Trump, eru í djúpsvæfingu loftslags sem stjórnmálaflokkar drepast úr

Hvaða lærdóm geta Íslendingar dregið af þessu í "friðsælasta landi heims" sem Bandaríkin halda einmitt friðinn fyrir. Hvar er okkar framlag til NATO. Hvar eru 2-3 prósent landsframleiðslu Íslendinga stödd í NATO? Við montum okkur af friðsemi sem ekki er okkar verk. Og þeir sem í þannig aðstöðu fastir eru í "afvopnun", eru hræsnarar á hæsta stigi. Friður á Íslandi er Bandaríkjunum að þakka, og hann kostar peninga. Mikla peninga

Fyrri færsla

Íslenski sósíalaðallinn að hrynja


Bloggfærslur 8. júní 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband