Leita í fréttum mbl.is

ESB og NATO ekki nóg

SUNNUDAGUR

Hvers vegna Síðari heimsstyrjöldin skiptir máli í dag: Victor Davis Hanson er einn virtasti sagnfræðingur í sögu hernaðar í heiminum og bóndi. Hér útskýrir hann Síðari heimsstyrjöldina og segir frá því hvað kom henni af stað og hvað í nútímanum getur verið skapa svipuð skilyrði fyrir nýjar hörmungar. Hvers vegna Síðari heimsstyrjöldin skiptir máli í dag, er mikilvægt að vita

****

Ismay lávarður útskýrði hlutvert NATO mjög vel: Það var stofnað til að halda Rússlandi úti, Bandaríkjunum inni og Þýskalandi niðri. Staðan á meginlandi Evrópu er hins vegar orðin sú að Rússland er inni, Þýskaland er efst og Bandaríkin að mestu komin út, því þau eru með aðeins 35 þúsund hermenn í Þýskalandi í dag, miðað við 250 þúsund árið 1985. Það voru Bandaríkjamenn sem héldu friðinn á meginlandi Evrópu, en sem Evrópusambandið er nú að rífa í tætlur

Pólland finnur vel fyrir þessari stöðu, því í síðustu viku komst pólska fréttastöðin Onet yfir þá pappíra sem pólska varnarmálaráðuneytið hefur lagt fyrir bandaríska varnarmálaráðuneytið, þess efnis að Pólland greiði allt að tvo milljarða Bandaríkjadala til uppbyggingar á nýrri bandarískri herstöð í Póllandi

Þar sem Þýskaland neitar að uppfylla skuldbindingar sínar við NATO og reynir þannig að veikja varnarbandalagið eins og það getur, þá hefur Pólland snúið sér beint til Bandaríkjanna, því Pólverjar vita að tími fjölþjóðafyrirbæra á meginlandi Evrópu er liðinn, og að þau fyrirbæri eru einnig getulaus og hafa alltaf verið. ESB virkar ekki og NATO virkar ekki, því Þýskaland er þar um borð, og Tyrkland er ekki lengur NATO-ríki nema að nafninu til. Það eina sem dugar í dag er beint samstarf á milli fullvalda ríkja

Pólland er einu sinni enn komið í klemmu á milli Þýskalands og Rússlands. Og Bandaríkin vita það. Ríkisstjórnir Póllands og Rúmeníu funduðu því beint sín á milli í síðustu viku, í fyrsta skipti, um varnarsamkomulag, sem virðist vera í burðarliðnum. Í fyrra gerðu Bretland og Pólland, beint sín á milli, samning um varnarmál. Takið eftir að ekki er um fjölþjóðasamvinnu að ræða, heldur er unnið saman beint. ESB og NATO er ekki nóg

Ég leyfi mér að benda lesendum á tvær nýlegar greinar frá Victor Davis Hanson. Þær eru:

1. The Great German Meltdown

2. The Post-War Order Is Over

Fyrri færsla

Fed setur Deutsche Bank í ruslflokk [u]


Bloggfærslur 3. júní 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband