Leita í fréttum mbl.is

Deutsche Bank féll á álagsprófi bandaríska seðlabankans. Tómhent Merkel

Enn einu sinni nálgast hlutabréfaverðið í Deutsche Bank núllið í Frankfurt. Það skaust undir 9 evrur og hefur því fallið um meira en 90 prósent síðan 2007. Í gær féll bankastarfsemi Deutsche Bank í Bandaríkjunum á síðari hluta álagsprófs bandaríska seðlabankans

Í nótt sat leiðtogaráð Evrópusambandsins á fundum til klukkan hálf fimm og komst ekki að neinu samkomulagi um útlendingamál. Aðeins var sæst á röð orða sem litla eða enga meiningu gefa á jörðu niðri. Þau svífa því um loftið og fundarmenn horfðu á þau gufa því sem næst upp í dögun

Angela Merkel kemur því svo gott sem tómhent heim og þar bíður hennar fundur með bæverska leiðtoga CSU og innanríkisráðherra Þýskalands. Enginn veit hvað gerist næst. Þetta er jú ESB, þar sem ekkert virkar. Lafir Merkel áfram eða ekki. Það veit enginn enn

Hart-Brexit er nú byrjað að tifa undir þýska iðnaðinum á jörðu niðri. Það nær brátt upp í loftslög leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Staðreyndum á jörðu niðri þarf ekki að breyta þegar þær einu sinni hafa myndast, og breytt landslaginu. Aðlögun fyrirtækja að hörðu Brexit hefur þegar að miklu leyti farið fram. Andlit leiðtoga ESB eiga hins vegar eftir að aðlaga sig. Og enginn veit enn hvernig þau munu líta út á eftir, nema alveg hroðalega verri en þau líta út í dag

Fyrri færsla

ESB: Albanía tekin í skammar-notkun á ný?


Bloggfærslur 29. júní 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband