Leita í fréttum mbl.is

Eyðileggingarafl Merkels að sökkva Þýskalandi

Í nýrri skoðanakönnun Insa myndi bæverska CSU-útgáfan af íhaldslokki fá 18 prósent fylgi á landsvísu ef hann losaði sig við CDU-flokk Merkels. Slíkt blýbákn er flokkur Merkels orðinn fyrir íhaldsmenn sem varðveita vilja þýska menningu og Þýskaland. Flokkur Merkels myndi sjálfur ekki fá nema 22 prósentur. Bandalag þessara flokka mælist hins vegar með 29 prósentu blýfylgi, þ.e. fyrir neðan allar hellur hins þekkta, og nálgast nú ormabeltið

Angela Merkel hefur lagt í rúst þann draum þýskra manna að fá að lifa bærilegu lífi meðal jafningja í Evrópu. Hún neitar að verja land sitt, sama hvert litið er. Hún fyrirlítur Bandaríkin og NATO og ryksugar ESB-ríkin. Hún tortímir menningu Þýskalands og segir áhyggjufullum Þjóðverjum bara að lesa í bók í stað þess að verja allt það mikilvægasta sem menning Þjóðverja hvílir á

Konan er svo DDR-löskuð að hún á á hættu að vekja upp gamlan draug. Hún er á góðri leið með að verða sá Versalasamningur sem notaður var sem pólitískar eldspýtur síðast. Angela Merkel mun renna inn í söguna sem öflugasta tortímingarafl Evrópu á 21. öld

Kaflaskipti hafa nú orðið meðal Þjóðverja. Og þau eru ekki lítil. Það hlaut að koma að þessu, því þannig virka þjóðsvika-stjórnmál Evrópusambandsins á heilbrigt fólk, þegar upp er staðið. Spennið beltin

Fyrri færsla

Angela Merkel fékk 14 daga


Bloggfærslur 21. júní 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband