Leita í fréttum mbl.is

Fed setur Deutsche Bank í ruslflokk [u]

Þegar markaðir komust að því í gær að seðlabanki Bandaríkjanna hafði sett Deutsche Bank í Bandaríkjunum í ruslflokk sem kallaður er "vandræðaaðstæður" eða "troubled condition" þá pompaði móðurfélagið í Þýskalandi rúmlega 7 prósent niður í Frankfurt. Tungumálið "bankar í vandræðaaðstæðum" þýðir tómatsósuflaska sem féll á gólf og brotnaði. Það sama segir seðlabankinn um dótturfélag Deutsche Bank Trust Company Americas, sem fæst við tryggingar. Daginn áður höfðu markaðir sent móðurskipið í Þýskalandi niður um 8 prósent. Hlutabréfaverið í bankanum er nú sprengt aftur til ársins 1991. Skuldatryggingar á bankann hækkuðu samstundis um 19 prósent

Kannski Deutsche Bank sé að verða gjaldþrota og það sé þess vegna sem Hans-Werner Sinn kallar eftir gjaldeyrishöfum á evrusvæðið. Eru þýsk fyrirtæki að selja með stórtapi til útlanda til að halda sér og þýska hagkerfinu gangandi? Það kallar á að Þýskaland kveiki í enn fleiri evrulöndum, til að halda genginu niðri

Allir vita að 10 prósent fall í útflutningi þýðir 5 samdrátt í landsframleiðslu Þýskalands, því landið er svo hroðalega útflutningsháð. Þetta sást 2008 þegar Þýskaland féll bókstaflega fram af brún þegar útflutningur minnkaði. Þá tók ríkisstjórnin upp á því að greiða laun þeirra sem annars hefðu misst vinnuna og framleiðslunni var haldið áfram á kostnað skattgreiðenda, og hún sett á lager

Nú er líka komið í ljós að það er kínverska ríkisstjórnin sem heldur hlutabréfamörkuðum "stöðugum" í Kína. Verðfræðistofur kínverska kommúnistaflokksins hafa hannað nýjan veruleika handa "fjárfestum", því ekki má glitta í þann sem stakk óvart hausnum fram árið 2015. Lengi lifi stöðugleikinn

Dagblöð í Evrópu eru farin að spyrja sig þeirrar spurningar hvers vegna allir séu svona óánægðir með Evrópusambandið, nema Þýskaland. Þetta er allt Þýskalandi að kenna, segja flest blöð, nema þau þýsku, því þar er allt öllum öðrum að kenna en þeim sjálfum

Sú snilld var útfærð á Ítalíu í gær að fjármálaráðherrann sem forsetinn hafnaði með þeim rökum að hann væri ekki sammála sér um evru, hefur nú verið gerður að evrópumálaráðherra. Það er ekki einu sinni hægt að finna þetta upp, þetta gerist bara sjálfkrafa beint fyrir framan nef manns. Markaðir anda nú léttar í dag, þar sem laugardagur er á morgun. Og svo kemur sunnudagurinn sem aldrei átti að enda í þessu misfóstri sem kallar sig "Evrópusamband"

Uppfært..

Og í gær kom einn barna-kollurinn enn í DDRÚV, sem er náttúrulaus sjálfsfróunarstöð vinstrimanna, og sagði að enginn "hagnaðist" á viðskiptastríði. Fyrir það fyrsta verður ekki stríð við það að hugsa um sjálfan sig. Það er ekki bannað. Stríð hefst fyrst þegar einhver annar reynir að koma í veg fyrir að maður hugsi um sjálfan sig

En staðreyndin er sú að það ástand sem nú er orðið í heiminum vegna þess að heimsskipulagið sem komst á 1945 hefur endað og er horfið (e. Post-War Order), kallar á nýja skipan heimsmála. Já, það heimsskipulag er nú horfið. Það hefur endað! Og sú mikla breyting þýðir að þau lönd sem krónískt hafa fjármagnað viðskiptahagnað annarra ríkja, neita að gera það lengur, því það gengur ekki upp. Hvorki efnahagslega né pólitískt

Þegar þannig aðstæður skapast þá eru það viðskiptahallalöndin sem græða en hagnaðarlöndin sem tapa. Þannig hefur það alltaf verið og það verður líka núna. Þeir sem hugsa, sjá að það hlaut að koma að þessu. Nú getur til dæmis Þýskaland og önnur hagnaðarlönd reynt að bjóða heiminum upp á það sem þau lönd heimta af Bandaríkjunum: þ.e. raunverulega eftirspurn sem knýr hagvöxt í heiminum - og 50 ár af Milton Friedman í heildsölu. Er einhver sem sér slíkt gerast? Það getur til dæmis Þýskaland ekki, því það er ónýtt geggjunarland þýska elíta. Elítan hefur eyðilagt þýska hagkerfið og önnur lönd líka

Frjáls viðskipti eru ekki meitluð í stein. Þau geta til dæmis ekki orðið, ef frelsi er horfið. Frelsi til að hugsa um sjálfan sig og sína. Aðeins þannig er hægt að hugsa um aðra í leiðinni. Enginn í ESB er lengur fær um að gera hvað þá næstu götu við sjálfan sig "great again". Slíkt getur ekki gerst lengur, því allt er ónýtt og lagast ekki fyrr en sjálfsákvörðunarréttur esb-landa hefur endurheimst. Fjölþjóðaisminn (e. multilateralism) er dauður og hann hefur aldrei virkað

Fyrri færsla

Hans-Werner Sinn vill gjaldeyrishöft á evrusvæðið [u]


Bloggfærslur 1. júní 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband