Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin endurræsa Norður-Atlantshafsflotann

CVN-78 USS Gerald R. Ford: Nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjanna: Heimahöfn Norfolk í Virginíufylki: Smíðað í Newport News í Virginíu: Er í sjóprófum og bardagauppsetningu

****

Stratfor vitnar í frétt BBC um málið í dag. Military.com ásamt CNN eru með sömu frétt. Þar segir að verið sé að endurræsa Annan flota bandaríska sjóhersins. Bæði vegna breyttra áherslna í vörnum landsins en einnig samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna

Búast má við að fleira en Rússland hangi á spýtunni, þegar nánar er hugsað. Koma orkumál og fleira upp í hugann. En þó fyrst og fremst sjálfeyðingarstefna meginlands Evrópu, sem er á leið inn í miklar ógöngur um langa framtíð

****

Flotar Bandaríkjanna

****

Philip S. Davidson aðmíráll í gær:

"So as we have seen this great power competition emerge, the Atlantic Ocean is as dynamic a theater as any and particular the North Atlantic, so as we consider high-end naval warfare, fighting in the Atlantic, that will be the 2nd Fleet responsibility."

Norður-Atlantshafsflotinn er með höfuðstöðvar sínar í Norfolk í Virginíufylki og er verið að endurræsa yfirstjórn hans þar. Ábyrgðarsvæði hans mun ná yfir helming Norður-Atlantshafs til móts við svæði Sjötta flota Bandaríkjanna sem er með aðalstöðvar sínar á Ítalíu

Norður-Atlantshafsflotinn mun ráða yfir 125 herskipum, þúsund herflugvélum og er mannaður 103 þúsund manna áhöfn

Krækjur: BBC | Military | Defence News | Varðberg

Fyrri færsla

Angela Merkel laug að forseta Bandaríkjanna


Bloggfærslur 5. maí 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband