Leita í fréttum mbl.is

Angela Merkel laug að forseta Bandaríkjanna

Níu mínútna viðtal: Michael Pettis sker litlu gulu hænuna um Kína út í pappa og þar með einnig þess sem býður Þýskalands, sem er með stærsta viðskiptahagnað í heimi, á kostnað Bandaríkjanna. Það kæmi mér ekki á óvart ef Pettis fengi Nóbelsverðlaunin fyrir hið einstaka framlag hans til útskýringar á því hvað gerist í alþjóðavæddum heimi undir offramboði sparnaðar. Slíkar aðstæður hafa aldrei áður ríkt í hagsögu mannkyns. Hér má sjá einn heilan fyrirlestur hans á gamla vinnustað Alberts Einstein í Bandaríkjunum: Princeton, Advanced Studies

****

Í fyrradag samþykkti Angela Merkel fjárlög fyrir Þýskaland. Hún situr sem kanslari Þýskalands í ríkisstjórn með sósíaldemókrötum, sem stýra fjármálaráðuneyti landsins. Þingið mun greiða atkvæði um fjárlögin í júní. En fyrir sitt leyti hefur Angela Merkel samþykkt fjárlögin og lagt blessun sína yfir þau

En það eru tvö vandamál. Það fyrra er grafalvarlegt, en hið síðara sprenghlægilegt:

1. Hún lofaði forseta Bandaríkjanna, þegar hann las yfir hausamótum hennar í aðalstöðvum NATO, að Þýskaland myndi taka sig á svo að bandarískir skattgreiðendur þyrftu ekki að halda 75 prósent af NATO uppi með fé úr sínum vösum. Bandaríkin hafa skuldbundið sig til að koma Þýskalandi til varnar. Til að svo megi verða, hefur Þýskaland skuldbundið sig til að nota tvö prósent af virði landsframleiðslunnar í varnarmál. En það hefur Þýskaland bara ekki gert, en svikist svo heitftarlega um að landið á enga herþotu sem tekið getur þátt í NATO-aðgerðum. Þýskaland á enga herþotu sem flogið getur í myrkri. Og nú hyggst Angela Merkel lækka framlag Þýskalands til NATO enn frekar, eða úr 1,3 prósenti landsframleiðslunnar og niður í 1,23 prósent, fram til ársins 2022. Kanslarinn laug sem sagt að forseta Bandaríkjanna síðasta sumar. Og sá heitir Donald J. Trump. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun þessa máls. Í reynd er Angela Merkel orðin valdalaus í kanslarasætinu. Flokkurinn hefur tekið af henni öll völd og gert hana að ritaraínu - á skilorði

A mess

2. Hið síðara en sprenghlægilega mál er það, að ekkert, núll, nada, zero ætlar Þýskaland að gera til að standa við þær skuldbindingar sem landið gaf út á hendur sér í andrúmsloftinu sem ríkti í hlátursgasklefanum í París. Framlög Þýskalands til umhverfismála verða skorin niður! Heiðarleg var afstaða Donalds Trump forseta Bandaríkjanna. En sérgrein Þýskalands er að segja eitt, en gera allt annað. Það gildir einnig í því sem kallað er Evrópusambandið í dag, en sem í reynd er bara svartholið Þýskaland, eins og það alla tíð hefur verið frá stofnun þess 1871. Evrópa er að sogast inn í svartholið sem hún er hlekkjuð við með tilkomu esb og evru. Þetta þurfti ekki að fara svona, en hlaut að gera það. Horfið ekki til þess sem Trump segir, heldur til þess sem hann gerir

Leyf mér yfir um!

Myntbandalagið sekkur

Mynd: Segðu Sjibbólet

Fyrri færsla

RVK-vandamálafabrikka Íslands


Bloggfærslur 4. maí 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband