Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin skipa ESB að aflýsa flugvélasölu

Theresa May forsætisráðherra skrifar undir úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu 28. mars 2017

Mynd: Theresa May forsætisráðherra skrifar undir úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu 28. mars 2017

****

Steve Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur fyrir hönd Donalds Trump skipað Airbus flugvélaversmiðjunum að hætta við sölu á 100 flugvélum til Írans fyrir 19 milljarða evra

Kanslarína Þýskalands, Angela Merkel, sem nú er ritari CDU flokksins á skilorði, og svo kallaður leiðtogi hins... bíddu hvar var það nú aftur... jú hér kemur það... hins frjálsa heims, sagði í gær að Þýskaland gæti ekki lengur stólað á varnarregnhlíf Bandaríkjanna og að "Evrópa" (reyndar 50 ríkisstjórnir og þrjú þúsund ráðherrar í 300 stjórnmálaflokkum) yrði að taka málin í sínar hendur (lesist: hennar hendur)

Hún ætlar kannski að kaupa þá varahluti sem vantar svo að fjórar til átta Eurofighter orrustuþotur geti tekið þátt í NATO-aðgerðum og flogið í myrki. Þýskaland hefur skuldbundið sig til að hafa ávallt 82 þotur klárar í slaginn, en hefur eins og er í mesta lagi fjórar og engar til aðgerða í myrki, því þeir sem frameiða varahluti í Eurofighter eru komnir á hausinn og búnir að loka. Hænsnakofi hennar er því eins og hann er: vappar um á hanafæti á náð Bandaríkjanna, Bretlands og Póllands

Þýski varnarmálaráðherrann er nú undir fjármálastjórn sósíaldemókrata í samsteypustjórn tveggja flokka af 300 í "Evrópu Merkels". Vegna áætlana um enn frekari niðurskurð til varnarmála hefur hún hótað að segja vopnakaupasamningum við Frakkland og Noreg upp

Þetta er jú bara ríkisstjórn tveggja flokka. Bíðið bara og sjáið hvernig 300 flokkar fara að þessu. Þeir eru fleiri en pólitísk atóm alheimsins

Fyrri færsla

Samsæriskenning: Efnavopn, Rússland og ESB


Bloggfærslur 11. maí 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband