Leita í fréttum mbl.is

Evran að verða sértrúarmynt. Að reikna sig í hel

Sjálfspyntingar evrulanda

Níu af hverjum tíu gjaldeyrisviðskiptafærslum í heiminum eru í Bandaríkjadölum. Umfangið er 5,1 billjón dala á dag, segir í grein Wall Street Journal í dag

Tveir þriðju allra forða seðlabanka heimsins eru í Bandaríkjadölum

Evran hefur sem forðamynt seðlabanka fallið úr 28 prósentu hlutfalli niður í 20 prósent eftir að í ljós kom að hún leiðir þau lönd sem tóku hana upp frekar inn í þjóðargjaldþrot, en til hagsældar

Hin kínverska mynt undralands á leið í japanskt hrun er 1,2 prósent af gjaldeyrisforðum seðlabanka heimsins og hún er notuð í 1,6 prósentum af greiðslum. Það undraland ásamt Íran bindast nú samtökum um að skáka Bandaríkjadal. Með hverju, veit ég hins vegar ekki

Fyrir evrulöndin snýr málið með evruna þannig að þeim var kastað á bál pólitísks rétttrúnaðar. Á því báli er efnahag evruríkja fórnað svo að pólitísk elíta í ESB-klaustrum geti baðað sig í ösku þeirra við bál rétttrúnaðar, og pískað sig daglega með evrum. Sjálfspyntingar í nafni rétttrúnaðar eru enda evrópsk sérfræði

Næsta skref evrulanda niður til botns er þegar tekið. Heimilum evrulanda var rústað svo að stærstu evruríkin gætu flutt út. Eru þau nú svo útflutningsháð að troll alþjóðavæðingar sem verið er að draga inn, áður tog þess tekur togaraflota heimsins niður, mun koma ESB endanlega fyrir sem hinum nýja þriðja heimi evruríkis. Evrusvæðið sjálft er í trollinu. Ekkert efnahagssvæði veraldar er eins fast í vösunum á viðskiptavinum sínum eins og evrusvæðið. Bara smávægileg pólitísk stefnubreyting í alþjóðaviðskiptum hefur afgerandi áhrif á evrusvæðið

Hinn svokallaði "innri-markaður" ESB var hættuleg tálsýn

Og það sem er enn verra, er að nýjustu rannsóknir á hinum svokallaða innri-markaði Evrópusambandsins (EU-single-market, og þar með einnig EES), sýna að efnahagslegur ávinningur við sameiginlegt markaðsvæði hans er í mesta lagi 1,2 prósent aukning landsframleiðslunnar í heild fyrir þau ríki sem gerðust aðilar að honum fyrst. Hér er átt við uppsafnaðan ávinning. Og fyrir þau ríki sem gerðust aðilar síðar, er ekki um nein jákvæð áhrif að ræða - og í sumum tilfellum eru áhrifin neikvæð. Sem sagt: sé tekið tillit til skekkjumarka er hægt að segja að hinn innri markaður Evrópusambandsins hafi ekkert jákvætt haft í för með sér. Og ef efnahagsleg einangrun í rústum Evrópusambandsins og útflutningsfíkn eru afleiðingar hans, þá hefur svæðið frekar málað sig út í horn heimsins, heldur en hitt

Það dýrmætasta sem til er í heiminum í dag er eftirspurn. Hana hefur Evrópusambandið ekki, því henni var fórnað á altari ESB-trúar. Sambandið er krónískt háð eftirspurn ríkja utan sértrúarprestakalls evrunnar og esb. Og þau segja stopp

Á fullu við að reikna sig í hel

Nú er hinn auglýsingaháði hluti tæknigeira veraldar sennilega á fullu við að reikna sig í hel. Alphabet (Google) kom með uppgjör sitt í fyrrakvöld og þar var kostnaðaraukningin svo hrikaleg að Wall Street sendi virði fyrirtækisins samstundis 5 prósent norður og niður. Þeim ofbauð. Kostnaður í gagnaverum og strengjum til að reikna út gagnslausa taugaveiklunarkippi manna við skjáinn -kallað stórgögn- er sennilega að rekast á vegg tækninnar sem getur ekki lengur fylgt taugaveiklun fólks með mús og fingur eftir. Þessi svo kölluðu tæknifyrirtæki sem byggja alla sína afkomu á auglýsingum eru að reikna sig í hel:

Auglýsingaháð (hlutfall tekna frá auglýsingum)

Google: 86%
Facebook: 98
Twitter: 86
Yelp: 90
Snap: 97
Pandora: 73
Zillow: 71

Ekki auglýsingaháð

Apple: 0%
Netflix: 0
Dropbox: 0
Amazon: 2,6
Microsoft : 7
Spotify: 10
Bookings: 6,6

En bitakeðjan (e. blockchain) er samt verst

Það sama er að gerast í gagnavera-bransa rafmynta. Ekki nóg með að virðisgeggjun rafmynta er orðin verri en túlípana-geggjunardellan var á 17. öld, þá hafa glöggir menn einnig komist að því að sú tækni sem kölluð er bitakeðja er í sjálfri sér enn verri en sjálf hugmyndin um rafmynt, og sem byggir á; jú geðbilun! Og allt bendir til að niðurstaða útreikninga á rafbílum verði sú sama. Þar er allt að verða kolsvart, en ekki grænt, undir húddinu

Fyrri færsla

Alvöru kona fer í framboð


Bloggfærslur 26. apríl 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband