Leita í fréttum mbl.is

Róm sendir Brussel löngutöng

Ítalía

Flokkar andsnúnir pólitískum elítum ESB-aflanna komu sitjandi ríkisstjórn Ítalíu frá völdum um helgina. Allt er í steik á Ítalíu. Evran hefur rústað efnahagnum. Atvinnuleysi er enn langt fyrir ofan það sem evran særði fram 2008. Fjármála- og bankakerfið er í molum og 16 prósent útistandandi lána eru enn í öndunarvél, heimili og fyrirtæki geta ekki greitt af þeim. Engin börn fæðast. Kaupmáttur er lægri en fyrir 10 árum og borgin Róm er að verða gjaldþrota og Vatíkanið svitnar. Ríkið skuldar 130 prósent af þeirri tapsgefandi landsframleiðslu sem hægt er að kreista fram, eða 2,8 billjóna skuldaklafa í evrum sem landið ræður engu um. Atvinnuleysi meðal ungs fólks er yfir 30 prósentur. Landið er að rifna í tvennt. Norðrið vill ekki lengur "niðurgreiða" suðrið og Katalóníustemming bankar á dyr sem engar eru, því gargandi skríll og glæpasamtök á mannætustigi flæða frá hafinu yfir landið, samkvæmt 1930 Brussel-sáttmálareglum um endurtekið helvíti í Evrópu. Fóru því kosningarnar eins og þær fóru. Fólk hefur fengið nóg - og það nóg fer greinilega hratt vaxandi

Það styttist í Mexíkó, með sína níu drepna stjórnmálamenn í hverjum mánuði, samkvæmt nýlegri skýrslu Etellekt og sem því þorir ekki einu sinni að gefa upp heimilisfang sitt, en hvers áreiðanleiki hefur fengist staðfestur. Skýrslan kom út á meðan gargandi Hollywood skríll úr plasti, með 500 byssu-vopnaðan múr í kringum sig, gaf helmingi minna skít í Trump en á síðasta ári, en sem 20 prósent færri Bandaríkjamenn nenntu að fylgjast með í imbakassa bransans. Lægsta Oscars-áhorf nokkru sinni

Þýskaland

Þýskir sósíaldemókratar (SPD) samþykktu um helgina að fara í stjórn með flokki Angelu Merkel í bunker. Það gerðu þeir af ofsahræðslu við nýjar kosningar, þar sem flokkurinn myndi líklega þurrkast algerlega út úr pólitísku landslagi Þýskalands. Fylgi SPD mældist aðeins 15 prósent í síðustu viku, sem svarar til fylgis AfD, sem þar með mælist næst stærsti stjórnmálaflokkur Þýskalands. SPD hefur hrapað frá 20,5 prósent afhroði í kosningunum í september síðastliðinn, niður frá 41 prósentu fylgi á aðfararnótt evrunnar 1998 og fram til rjúkandi brunarústa hennar í dag. SPD óttast kjósendur meira en allt annað og valdi því að leita skjóls í neðanjarðarbyrgi Berlínar, þar sem endurskoðunarnefndin á því hvort að lýðræði sé nú heppilegt stjórnarfyrirkomulag, hefur aðalstöðvar sínar í dag. Kosningar eru að verða matröð fyrir þau pólitísku öfl sem komið hafa Evrópu í 1930-ástand dagsins í dag. Svo þær þarf að forðast þar til Skjaldborgar-bann við þeim óskapnaði tekur gildi á ný

Fyrri færsla

Klikkaði skaparinn, er spurt


Bloggfærslur 6. mars 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband