Leita í fréttum mbl.is

ESB hefur þrjá daga til að forðast viðskiptastríð

Donald Trump er þessa dagana að hlusta á vol og væl sendinefndar Þýskalands með Brussel-hatta á höfðunum í betliferð til Washington. Óðir hattarar ESB hafa nú þrjá daga til að komast hjá viðskiptastríði við Bandaríki Norður-Ameríku

Þýskaland er með 9 prósent af landsframleiðslu í viðskiptahagnað við umheiminn. Það er stærsti hagnaður í heiminum í krónum og aurum talið og klafi á bæði heiminum sem og öðrum esb-ríkjum, og langt fyrir ofan það sem sáttmálar esb heimila. Nema á Rússlandi. Þar er smá útflutningsplús fyrir Rússland vegna rússnesku orkunnar sem Þýskaland er algerlega háð. En útflutningur Þýskalands til Rússlands hefur samt og þrátt fyrir svo kölluð "höft" vaxið svo að hann er nú á pari við það sem var árið 2007. Þessi útflutningur Þýskalands til Rússlands tryggir að sérhver samstaða Þýskalands með Stóra-Bretlandi og Bandaríkjunum er aðeins í orði, en ekki á borði. Enda er rúmur meirihluti Þjóðverja hlynntur frekari nálgun Þýskalands við Rússland, á sama tíma og 82 prósent Þjóðverja hræðast Donald Trump, en aðeins 44 prósent segjast hræðast Pútín hinn Góða

Ef ESB gengst ekki að tollaáformum Trumps á stál og ál og þrengingum að Kína, þá skellir hann tollum á alla bílaframleiðslu ESB-ríkjanna. Og ef Donald Trump á yfirhöfuð að skoða hinn afar slæma málstað ESB-landanna, þá þurfa þau fyrst að leggja skothelda áætlun á borðið fyrir framan hann, yfir hvernig þau sem NATO-ríki ætla að mæta NATO-sáttmála-skuldbindingum sínum um að þau leggi tvö prósent af landsframleiðslunni af mörkum til varnamála. Bandaríkin borga 70-75 prósent af varnarútgjöldum NATO, en meginland Evrópu næstum ekkert

Þetta geta ESB-ríkin auðvitað ekki, því þau eru ófullvalda efnahagslegir krypplingar og færu í þrot ef þau ættu að verja sig sjálf. En kannski Rússland geti aðstoðað Þýskaland við að klæða sig í svona eins og einn drullusokk eða svo. Hver veit. Hver veit hvenær Þýskaland tryllist á tollunum og reiknar sig aftur austur. Svar: það veit enginn

Þeir sem trúa ekki eiturefnaárás upp á Rússland, eru annað hvort með hlátursgaslögn í heilann eða sjá sýnir, þó svo að rjúkandi sannanir skorti. Það er bara ein ástæða fyrir því að Vladímír Pútín er forseti Rússlands núna; 1a. hann er hvorki væskill að nafni Mikhail Sergeyevich Gorbachev, né 1b. volæðingurinn Boris Nikolayevich Yeltsin. Pútín er það sem menn óttast. Og þess vegna er hann einmitt forseti Rússlands. Hann er það sem rússneska fólkið óskar sér; Varðstöðumaður Rússlands sem menn taka mark á. Fjórar innrásir úr vestri gleymast ekki svo hratt. Rússland er ekki hvaða ríki sem er og verður það aldrei. Það verður aldrei eins og menn í vestri óska sér að það sé. Eins gott er að horfast í augu við þá staðreynd og standa sig á verðinum gagnvart Rússlandi, því annars fer illa. Þeir einu sem staðið geta þá vakt eru Bandaríkin, saman með vissum löndum Austur-Evrópu

En eins og er, hefur Rússland aðeins efni á lyklaborðs-aðgerðum, hersýningu í Sýrlandi og pólitískum púðurdósamat. Ef olíuverðið hefði ekki hrunið, þá hefði Rússland nú þegar haft efni á Úkraínu. En efnahagsstaðan núna er sú, að það er rétt svo að Rússland hefur efni á að niðurgreiða olíuna til Hvíta-Rússlands um 2,5 milljarða dali á ári, undir heimsmarkaðsverð. Og meira að segja rússneskt dagblað kvartar yfir því "tekjutapi" rússneska ríkisins

Fyrri færsla

Spái Sjálfstæðisflokknum 34 prósent fylgis í næstu kosningum


Bloggfærslur 20. mars 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband