Leita í fréttum mbl.is

Hver er munurinn á viðbrögðum Bretlands og Berlín-Brussel við efnavopnaárás?

Stutta svarið er; gas og orka. Bretland er ekki háð Rússlandi í orkumálum. Berlín-Brussel er háð Rússlandi í orkumálum

Lengra svarið er það; að Lundúnir líta öðrum augum á Moskvu en Berlín-Brussel, vegna þess að Lundúnir nota ekki sama kíkirinn á utanríkismálin og þann sem meginlandið notar. Kíkir meginlandsins er blindur á öðru auganu gagnvart Moskvu á meðan kíkirinn í Lundúnum sér hlutina með báðum augum, þ.e. eins og þeir eru

Lundúnir sjá það sama í kíkinum og Washington sér nú, eða frá og með 2008, þegar heimurinn sem búinn var til 1945 og 1991, hrundi til grunna og Moskva byrjaði að flæða út yfir landamæri sín. Nokkuð sem stjórnarskrá Gamla testamentis Biblíu Vesturlanda bannar. Og sem merkilegt nokk gerðist þegar Rússland flæddi inn í Georgíu aðeins fjórum vikum áður en banki Lehmansbræðra féll og hélt Vesturlöndum uppteknum við hrun alþjóðavæðingar og Evrópusambands. Þar samstilltust utanríkismála-sjónaukar engilsaxneskra manna og eru samstilltir enn

Lincoln forseti gefur Grant hershöfðingja fyrirmæli

London ætlar ekki að sökkva til botns með Evrópusambandinu og Donald J. Trump er kominn í stað glóballar í Hvíta húsið og hefur kveikt þar á glóðarperum Edisons aftur. Þaðan koma nú glóbellir fljúgandi út um gluggana, með glóbalista-merkið þrykkt fast á afturendann, með þrus prenttækni Trumps. Utanríkisráðherra Tillerson kom út um norðurgluggann í fyrradag og þrír aðrir glóbellir komu upp um skorsteininn sem Lincoln notaði áður en Grant hershöfðingi, standandi við hinn sama arin, en þá forseti, gerði þá skyssu árið 1871 að óska Þýskalandi til hamingju með vegferðina upp á "veginn til lýðræðis", en sem endaði hins vegar með engu lýðræði, heldur með 150 milljón manna líkhúsi meginlands Evrópu, undir lúmskum formerkjum stjórnarfarslegrar alræðisástar, þar sem stjórnmálin eru þjóðnýtt, eins og þegar hefur gerst í Evrópusambandi og Rússlandi. Hin, að því er virðist, erfðafræðilega arfleið stór-meginlands Evrópu og rugludalla þess í "stjórnmála-vísindum" virðist vera orðin óafturkallanleg stökkbreyting á Evrópu, sem er næst minnsta heimsálfa veraldar og skagi út úr tröllauknu meginlandi Rússlands

En Skotar kusu sem betur fer að halda afturendanum á Bretlandi lokuðum og Lundúnir þurfa því ekki að óttast um líf sitt vegna samninga Skota við glötun úr austri. Slíka samninga geta Skotar ekki gert svo lengi sem Bretland er stjórnarfarslegt heimsveldi Anglo-American-arfleiðar Íhaldsmanna. Og svona til að kilta forvitni þeirra sem eitthvað muna, þá gerðu Stóra-Bretland og Pólland með sér varnarsamning um síðustu jól kristinna manna, eftir að DJT hafði blessað Varsjá og tekið sér sæti undir Hamrinum. Í leiðinni og til frekari útskýringar er hægt að geta þess að Kanada fær að vera sjálfstætt ríki vegna þess að afturendinn á því er lokaður með Monró úr ís. Annars væri það land hluti af Bandaríkjum Norður-Ameríku. Og Québec fær leyfi til að tala frönsku vegna þess að Bandaríkin eru með afturendann á Kanada lokaðan. Annars væri Québec á ensku

Pútín Rússakeisara vantar nú bráðnauðsynlega sem flesta óvini sem líta út fyrir að vera að eyðileggja komandi kosningar þann 18. þessa mánaðar. Þar verður Pútín endurkjörinn, eða næstum því sjálfkjörinn. En hann vantar þó lífsnauðsynlega sjálfa kjörsóknina. Hann vantar alveg lífsnauðsynlega að geta sýnt fram á vissa lágmarks kjörsókn fyrir sig og einnig þá sem fyrirfram ákveðið er að tapa muni kosningunum. Því án kjörsóknar á Pútín á hættu að vissir menn í Vestri geri grín að kosningunum með því að segja að hann sé ekki lögmætur keisari Rússlands. Fregnir um að nemendum hafði verið mútað með hærri einkunnum ef þeir kjósi, berast til dæmis frá Tatarstan

Kjörsókninni má þoka upp með því að sýna kjósendum, svo ekki verður um villst, hvað gerist með þá sem kjósa alls ekki. Að því leytinu koma fregnir af efnavopnaárás á þá sem svíkja, sér vel. Með þessu er ég ekki að fullyrða að keisarinn standi að baki árásinni á Bretlandseyjar, það veit ég ekki með vissu. En hún kemur sér óneitanlega vel. Moskva hefur þegar gefið út yfirlýsingar um að engilsaxneskir séu að reyna að eyðileggja komandi endurkjör rússneska keisarans

Rússland Pútíns stendur afar veikt núna. Efnahagurinn er slæmur og keisarinn ræður þar litlu um, því söluverð orkunnar er svo lágt á heimsmarkaði og hernaðarútgjöldin eru að sliga rússneska ríkið í þeim aðstæðum. Það var einmitt þessi baneitraða blanda sem dró Sovétríkin til dauða. Og þegar Sovétríkin féllu, þá féll um leið sovéski-múrinn gegn vestrænum áhrifum og lýðræði, frá Balkanskaga til Indlands. Við bráðnun þess múrs fór íslam yfir í eins konar jökulhlaup og er þar enn. Ferðalag rússneska keisarans Pútíns til Sýrlands var því sett á svið sem Potemkin-alþjóðlegur áhrifamáttur Rússlands fyrir kosningar á heimavelli. Það var gert til að reyna að halda rússneskum kjósendum við þá mikilvægu hugsun að atkvæði þeirra skipti enn máli í kosningunum næstkomandi sunnudag. Þetta er svona, því keisarinn og hirð hans óttast ekkert meira en þann hrylling að kjósendur missi trúna á hið pólitíska kerfi Rússlands. Og ef þeir kjósa ekki, þá þýðir það að kjósendur hafa misst trúna á hina pólitísku hugmynd sem heitir Rússland. Síðast þegar það gerðist þá féll keisarinn og kommúnistar komust til valda og gerðu byltignu. Þetta gerðist svo aftur þegar þeir misstu völdin vegna þess að fólkið hafði ekki lengur trú á hinni pólitísku hugmynd sem hét Sovétríkið. Kjörsóknin er því aðalatriðið hér. Hana verður að pína upp, því annars er allt og meira til í stórkostlegri hættu fyrir Rússland sem ríki

Gerist þetta aftur núna, eða á næstu árum, sem er alls ekki ólíklegt, þá getur rússneska þjóðin þó enn leitað til Rétttrúnaðar-kirkju Krists, því hún er þjóðkirkja og gufar ekki upp eins og keisari og Sovétríki. Og vert er að geta þess að á bréfsefni patríarks hennar stendur enn prentað heimilisfangið Konstantínópel, sama hversu hátt og mikilvæg Moskva gnæfir yfir öllu

Þetta er staðan núna. Stórríki í upplausnarferli með fimmtán þúsund kjarnorkuvopn innanborðs, er lítið til að hlægja að

Fyrri færsla

Hverjir fengu best borgað fyrir að sjá inn í framtíðina?


Bloggfærslur 15. mars 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband