Leita í fréttum mbl.is

Mun ESB loksins skaffa Evrópu nýjan Hitler?

Wolfgang Munchau spurði athyglisverðrar spurningar í gær:

Er (CDU) Kristilegi Demókrataflokkur Angelu Merkel íhaldsmannaflokkur?

Hann segir að öndvert við bæði Bandaríkin og Bretland, sé aðeins einn íhaldsmaður til í gjörvallri þýsku pressunni og að sá maður sé Jasper von Altenbockum á FAZ (Frankfurter Allgemeine Zeitung). Það sem gerir hann athygliverðan í okkar augum, segir Munchau, er það að hann sér flokksátökin innan CDU með skarpari augum en allir aðrir sem við höfum fylgst með

CDU leikur aðalhlutverkið í þýskum stjórnmálum eins og er, segir Munchau. En það er fyrst og fremst vegna þess að þýskir sósíaldemókratar liggja nú þegar dauðir á gólfinu. CDU er ennþá frekar stór flokkur, hann mælist enn með rúmlega 30 prósent fylgi, en sem er á hraðri niðurleið. Altenbockum, segir Munchau, spyr hvers vegna CDU bregðist með svo miklu ofnæmi við því áliti að flokkurinn sé, eða ætti minnsta kosti að vera, flokkur íhaldsmanna

Altenbockum segir að í þröngum skilningi séu allir stjórnmálaflokkar Þýskalands íhaldsflokkar. Þeir vilja allir halda fast í það sem skiptir þá máli; markaðshagkerfið, velferðarkerfið og gott heilbrigði skóga landsins. Viðhorf þeirra eru með öðrum orðum hin dæmigerðu viðbrögð flestra við frönsku byltingunni 1798, og í þeim þrönga skilningi er CDU íhaldsflokkur

En CDU er ekki íhaldsmannaflokkur í hinum djúpa og breiða skilningi sem bandarískir Repúblikanar eru, né heldur í þeim breiða og altumfaðmandi Ensk-Ameríska-arfleiðar skilningi sem Breski íhaldsmanaflokkurinn er. Þeir flokkar þekja bæði í dýpt og breidd allt hið pólitíska litróf hægri vængsins (og hugmyndafræði þeirra er massíf og ritningalega klassísk, GR)

Og skörp augu Altenbockum sjá þetta; AfD-flokkurinn (Valkostur fyrir Þýskaland) hefur ekki bara fyllt þetta pólitíska tómarúm CDU-flokksins upp með sinni stefnu, heldur hefur AfD einnig þrýst CDU enn frekar inn á hina pólitísku miðju stjórnmála (þar sem þýskir sósíaldemókratar liggja nú í valnum, GR). Altenbockum endar röntgenlýsingu sína á Þýskalandi með þessum orðum: Hið pólitíska lykilmál í Þýskalandi í dag er ekki efnahagsmál, heldur innflytjendamálið, þar sem Þjóðverjum finnst þeir vera orðnir útlendingar í sínu eigin landi

*****

Það er nefnilega það. Og þar sem síðasti Hitler Evrópu var sósíalisti og jafnvel sósíaldemókrati og sem þjóðnýtti stjórnmálin í landinu (þau máttu aðeins snúast um einn málstað; útþenslustefnu sem var sú að gleypa helst allan heiminn og hreinsa Gyðinga og annað "óæskilegt" úr honum), þá er vert að minnast þess að í dag hefur Evrópusambandið einnig þjóðnýtt næstum öll stjórnmál álfunnar, því þau mega aðeins snúast um einn málstað; sameiningu Evrópu. Öll önnur stjórnmál eru því sem næst bönnuð. Það sést ágætlega á þrotlausum bardaga Bretlands við hin nýju alræðisöfl ESB yfir Evrópu, þessi árin, og sem eru að reyna að búa svo tryggilega um ESB-rimlana, að enginn annar reyni nokkru sinni við þá aftur

Angela Merkel er nú á fullu við að útnefna "eftirmann" sinn í CDU-flokknum, sem er á leið í hrúguna á gólfinu. Og sennilega vegna þess að hún er alin upp í kommúnistaríki, þá lítur hún svo á að flokkurinn sé hennar eign. Að hún en ekki flokksmenn viti hvað flokknum er fyrir bestu varðandi næsta mann í brúnni. Þessu hafa sumir núið Davíð Oddssyni um nasir, sem aldrei virðast nógu stórar fyrir allt vont úr beinlausu nefi svo margra. Að hann gerði ekki eins og keisari Merkel gerir, heldur lét flokksmenn ráða í sínum flokk

Við vitum vel að með Angelu Merkel við einræðisstjórn í hvaða flokki sem er, hefði Donald Trump aldrei komist á blað sem "eftir-maður" eins né neins. Því fer fjarri. En mannkynssagan sjálf er hins vegar að skrifast sú, að það er einmitt þess vegna að tímatalið mun ekki bara segja fyrir og eftir Krist, heldur einnig fyrir og eftir Donald Trump og Brexit á nýöld manna - sem svo margir menn virðast bara alls ekki ráða við

Og það virðist Sjálfstæðiflokkurinn bara alls ekki gera. Hann er því á leið í hrúguna, nema að ég sé sá sem ekkert sér. Leiðir Íhaldsmanna og Líberalista eru að skilja. Þeir eru ekki lengur ein og sama skepnan og voru það aldrei

Þeir sem vilja vita hvað hin Ensk-Ameríska hefð Íhaldsmana er og um hvað hún snýst, ættu að lesa þá merku sögu frá og með brautryðjendum hennar, sem eru Sir John Fortescue (dæmi: Praise of the Laws of England) 1394-1479 og John Selden (dæmi: no taxation without representation) 1584-1654, og fram til dagsins í dag; sem er Donald J. Trump og Brexit. Sú merkilega saga er eftir Ofir Haivry og Yoram Hazony, og hún er hér: Hvað er Íhaldsstefna?. Þetta verða sem flestir Sjálfstæðismenn að vita ef þeir ætla að lifa af. Annars geta þeir ekki með góðum árangri glímt við neitt mál sem miklu skiptir á nýöld okkar manna í dag. Án þessa skilnings enda Sjálfstæðismenn ekki á söguloftinu mikla, heldur í kústinum á sögugólfinu stóra

Fyrri fræsla

Loftið byrjað að síga úr Gorgeir Íslandus


Bloggfærslur 28. febrúar 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband