Leita í fréttum mbl.is

Heimsendir: hringdi í sex bankastjóra

Myndskeiđ: Allar 135 ferđir STS geimskutla NASA á 30 árum. Lítiđ nema húmbúkk hefur gerst á ţeim fronti síđan ţá. Fátt merkilegt gerist nema ađ Bandaríkin geri ţađ. Og svo mun verđa um aldir enn. STS = Space Transportation System

****

Á Ţorláksmessu voru ţađ sex síma hringingar Steven Mnuchin viđskiptaráđherra Trumps, til sex bankastjóra, sem hringdu heimsendi inn, ţví ţann daginn voru markađir önnum kafnandi á settinu viđ ađ gera stórt. Helgina ţar á undan varđ einnig heimsendir er varnarmálaráđherra Bandaríkjanna sagđi af sér vegna ţess ađ hann sjálfur passađi ekki inn í stjórnmálaprógramm forsetans og kosningaloforđ hans

Í dag voru markađir hins vegar í hysterísku sólskinsskapi og hráolíuverđ steig upp úr heimsendinum um 9,6 prósent vestanhafs og 8,8 austan atlantsála. Naz-bykkjan fór upp um tćplega sex prósentur, SPX um ţađ sama og Dow um tćplega fimm. Allt saman methćkkanir á einum degi. Reyndar er ţetta í fyrsta skiptiđ í mannkynssögunni sem ađ Dow-vísitalan hćkkađi um ţúsund stig á einum degi

Ţetta og margt fleira úr sömu skúffum er til marks um ţá miklu ringulreiđ sem ríkir í heiminum. Síđustu 30 árin hafa hamrar stjórnmálahreyfingar glóbalista bariđ svo á heiminum sem settur var upp áriđ 1945, ađ hann er ađ enda. Jacob Riis á ađ hafa sagt:

"When nothing seems to help, I go look at a stonecutter hammering away at his rock perhaps a hundred times without as much as a crack showing in it. Yet at the hundred and first blow it will split in two, and I know it was not that blow that did it, but all that had gone before."

Ţađ er ekki síđasta hamarshöggiđ sem klýfur steininn. Ţađ eru öll hin höggin sem dundu á honum ţar á undan. Ergo: ţađ voru hvorki Brexit né Trump sem klufu heiminn í uppnámum glóbalista. Síđustu krampaköst stjórnmálahreyfinga glóbalista spila sig um ţessar mundir út sem örvćntingarfull marxísk lofthita-hystería á rauđu torgi. Ţeir eru hrćddir viđ ađ missa vinnuna - og ćruna

Já. Heimurinn er ađ enda, ţví nýr er í smíđum. Mikli ólga er framundan og ófriđur. Framtíđin er hins vegar alltaf fjárfestanleg, ţrátt fyrir 50 milljarđa dala ryksugun bandaríska seđlabankans á mánuđi. Kína er búiđ ađ vera. Ţađ á ađeins eftir ađ falla saman. Og ESB er ađ verđa hćttulegasti viđskiptafélagi Vesturlanda. Nýr heimur er ađ myndast. Enginn veit ţó enn hvernig hann mun líta út. En ţegar hann er kominn, ţá segja allir: "ađ sjálfsögđu, ţetta vissi ég allan tímann"

Á međan lítiđ er enn ljóst og skýrt um hinn komandi heim, verđum viđ ađ láta okkur nćgja herra heimsendi annan hvern dag og konu hans frú hysteríuna, ríđandi ver-öldinni sundur og saman, en ţó mest á miđilsfundum í fjölmiđlum

Fyrri fćrsla

Heimsendir: varnarmálaráđherra segir af sér


Bloggfćrslur 26. desember 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband