Leita í fréttum mbl.is

Trúverðugleiki Trumps og Fed-seðlabankans

Bandaríski seðlabankinn útskýrði stýrivaxtaákvörðun sína í gær og svaraði spurningum. Histeríukast braust út á mörkuðum

****

MUNKAMÁL

Tungumál seðlabanka er eins konar sérgrein munka sem búa utan við hagkerfið í klaustrum. Þegar þeir tala eins og til dæmis Fed-seðlabankastjórinn Powell gerði í gær, þá leggja allir við hyldjúpar hlustir og reyna að afþýða, þýða og túlka það sem tunga seðlabankans segir - venjulega án nokkurrar ábyrgðar. Enginn myndi þó kjósa þessa munkana til neins. Þeir eru allir skipaðir af stjórnmálamönnum og sækja umboð sitt til fólksins sem heldur þeim uppi. Seðlabanki Bandaríkjanna er í vösum fólksins og hann á að vera það, eins og hershöfðingjar landsins eru það. Stofnanalegt sjálfstæðisgagg um seðlabanka er flott á pappír, en þeir verða að kunna að hlusta. Aldrei hefur komið til greina að færa hershöfðingjum í lýðræðisríkjum stofnanalegt sjálfstæði frá fólkinu sem þeir eiga að vernda. Svo kallað sjálfstæði seðlabanka þarf að skoðast í því ljósi. Það er flott á pappír

TUNGUMÁL

Þegar Trump tók saman stýrivaxtaákvörðun sína í kosningabaráttunni um það sem er að gerast með heiminn sem Bandaríkin byggðu frá og með 1945; þá sá hann Þýskaland enn vaðandi í peningum Bandaríkjamanna með hæsta viðskiptahagnað nokkurs lands í heiminum og í vösum Rússlands sem Bandaríkin eiga að verja það gegn. Fall Sovétríkjanna hrærðist ekki saman í nýtt rússneskt Harward, blómlegt býli né gott ríki fyrir borgara þess. Það varð að svartri steypu, þrátt fyrir aðstoð Bandaríkjanna áraum saman og Rússneski herinn æfir ekki lengur saman með þeim bandaríska, heldur réðst hann inn í Georgíu, Úkraínu og Krím. Trump sá nýtt Evrópusamband sem framlengdan og nýjan umboðslausan arm heimsvaldasinna meginlandsins með þjóðir þess sem plokk-nýlendur. Hann sá flest NATO-löndin í ESB níðast á Bandaríkjunum, neitandi að standa við sáttmála-skuldbindarar sínar. Hann sá að Kína myndi bara alls ekki verða neitt annað en nýtt Sovétríki fyrir alla peningana sem Bandaríkin hafa ausið í það. Hann sá að 60 þúsund verksmiðjur Bandaríkjanna hafa verið fluttar þangað og til fjarlægra landa og að Bandaríska þjóðin -nema glóbalistarnir sem græddu á þessu- hafði verið skilin ein eftir á fjóshaug alþjóðavæðingar glóbalismans. Hann sá að hin pólitíska valdastétt í Washington var komin með hærri laun en þeir í Kísildalnum -þ.e. bandaríska atvinnulífið- í fyrsta skiptið í sögu landsins. Og hann sá að friðurinn sem Bandaríkin hafa haldið í heiminum frá og með 1945, leiddi til þess að hin pólitíska stétt var komin með ákvörðunarlömunarveiki og þorði engu því hún hafði veitt sjálfri sé risavaxin réttindi og fríðindi sem leitt hefur til þess að hún var orðin huglaus, getulaus, hugsjónalaus, og sljó sem langtímadópisti á róandi lyfjum. Vitið þið hvað summan af þessu öllu heitir í huga Trumps? Jú hún heitir "a bad deal" sem fóðrar rakettumenn. Vesalingar!

"A mess"

Febrúar 2017

"A BAD DEAL"

Þetta var niðurstaða byggingameistarans Tumps. "A bad deal" og "a mess!" Fólkið kann þetta tungumál. En munkarnir í seðlabankanum skilja hins vegar ekkert. Auðvitað hefur kjafturinn á Trump áhrif á þá, því þeir eru jú bara menn. Þjóðkjörinn forseti sem heldur ekki seðlabanka landsins við efnið og á tánum er bara vesalingur af embættismannaætt sem aldrei hefur byggt neitt

- Glóbalismi er útópísk stjórnmálahreyfing af sósíalismakyni imperíalista. Hún inniheldur lofthitaisma og alþjóðaisma

Fyrri færsla

Macron kominn niður í Sjálfstæðisflokk


Bloggfærslur 20. desember 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband