Leita í fréttum mbl.is

Macron kominn niður í Sjálfstæðisflokk

2018-12-07 vinsældir Trumps

Mynd: Burðarstólpi fullveldis vestrænna ríkja, Donald J. Trump

****

Vinsældir Emmanuels Macron forseta Frakklands mælast nú á pari við vinsældir Sjálfstæðisflokksins, eða 23 prósent. Í Morgunblaðinu í dag er frétt um að formaður Sjálfstæðisflokksins sé að hugsa um hvað hann ætti að hugsa í sambandi við rafmagn. Vinsælasti leiðtoginn á Vesturlöndum í dag er líklega Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, með 50 prósentur. Hann virðist vera einna best tengdur við þjóð sína og land

Bandaríski flotinn mun að líkindum hætta að koma í höfn í Haifa í Ísrael vegna þess að kínverska Shanghai International Port Group (SIPG) fyrirtækið í meirihlutaeigu kommúnistaflokks Kína, keypti meiri hlutann í höfninni árið 2015

Hafnareigandinn mun geta fylgst náið með bandarískum skipaferðum. Hann mun einnig geta fylgst náið með bilana- og viðgerðaferlum og því hvað fer um borð og frá borði skipa, og líka því sem fer til og kemur frá viðgerðarstöðum inn í landi. Hafnareigandinn mun einnig geta fylgst með, haft samskipti við og aðgang að áhöfnum okkar til langs tíma, sagði Gary Roughead hershöfðingi og fyrrverandi yfirmaður aðgerða Bandaríkjaflota á ráðstefnu í háskólanum í Haifa

Flotaforinginn fyrrverandi sagði einnig að upplýsinga- og innviðakerfi hafnarinnar með þar af leiðandi möguleikum á njósnakerfum og netverkshættum geti skaðað öryggi bandaríska flotans. Þjóðaröryggisráði Ísraels er mjög svo brugðið og er það að taka málið fyrir, en kaupsamningurinn gerir ráð fyrir að kínverski kommúnistaflokkurinn taki við hafnarrekstrinum árið 2021, í gegnum SIPG

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði þann 1. júlí 2015: „Það gerðist bara á nokkrum sólarhringum, þegar átti að fara að loka stofnskránni og mikill fjöldi annarra bandamanna okkar en Bandaríkjamenn ákvað að vera með, að við ákváðum að vera með,“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær"

Segja má að sjálfstæðisþætti formanns Sjálfstæðisflokksins hafi þarna verið komið fyrir á kínverskri örflögu með grúppupressu. Hann átti að vita betur. Bandaríkin lögðust eindregið gegn því að NATO-ríkin létu leiða sig í þessa gildru. En þrátt fyrir það, ákvað Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að Ísland skyldi verða stofnaðili að AIIB fjárfestingabanka kínverska kommúnistaflokksins. Skaðinn hér af fyrir þjóðarhagsmuni okkar Íslendinga gæti orðið mikill. Þann 4. mars 2016 var það svo staðfest að Ísland er aðili að fjárfestingabanka kínverska kommúnistaflokksins

Nord-stream-2 gasleiðslan frá Rússlandi til Þýskalands tifar nú eins og tímasprengja undir þýskum stjórnvöldum og hefðbundnum stjórnmálaflokkum landsins. Og einræðistilburðir kanslara Þýskalands með Evrópusambandið í vasanum, hafa í sumum löndum sambandsins í austri, haft þau áhrif, að þau horfa til Rússlands með ferskari augum en áður. Það var aldrei meining þeirra með inngöngu í Evrópusambandið, að aðild að því þýddi nýjar árásir á nýfengið fullveldi þeirra. Þannig var það líka með EES og Ísland. Allt sem tengist Evrópusambandinu tærist og rotnar

Bandarískar hagvaxtarhorfur hafa verið skrifaðar upp vegna aukins styrks einkaneyslu í landinu. Líkan bandaríska seðlabankans í Atlanta bendir því eins og er á 3 prósent hagvöxt. Í gangverandi veðmáli fjárfesta (kallaðir svo þegar hið opinbera vill fá fé þeirra að láni, en spákaupmenn þegar ríkið vill helst ekki borga það til baka) á að kreppa (e. recession) sé yfirvofandi í Bandaríkjunum, er þrýst lengra inn í framtíðina. Efnahagsuppsveifla Donalds J. Trump virðist ekki vera að enda, þvert á móti

Þær fréttir heyrast nú, að það samkomulag elíta Sameinuðu þjóðanna um flótta- og farandfólk sem Ísland gekkst undir að því er virðist (samkvæmt "skiptir-ekki-máli, þýðingarlaust og bara-sí-svona, ekkert mál") að óþörfu í síðustu viku, sé lagalega bindandi og vitnað er til orða þýska kanslarans yfir ESB í þeim efnum. Því hefur verið haldið fram að samkomulagið væri ekki bindandi. Því er hér með haldið fram að logið hafi verið til um það. Ekki ætla ég að leggja dóm minn á það, en S.þ elítan er hins vegar að verða plága alþjóðaelíta sem herjar á það fullveldi ríkja sem haldið hefur uppi bærilegum þjóðfélagsfriði á Vesturlöndum og á milli þeirra

- Gunnar er Íhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum 

Fyrri færsla

"Going Full Yellow Jacket . ." - gulu vestin


Bloggfærslur 17. desember 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband