Leita í fréttum mbl.is

Heimurinn lćtur ekki "upplifa" sig

VERÖLDIN

"Upplifđu heiminn og ferđastu", var slagorđiđ áratugum saman. En ţetta gekk ekki upp. Fólk upplifđi ekki heiminn eins og hann er, ţví ađ hann er svo stór og flókinn ađ einn mađur getur ekki náđ ţví ađ setja sig inn í bara eitt land og líf ţjóđar ţess, nema međ ţví ađ búa í ţví ađ minnsta kosti í 25 ár og deila kjörum međ ţjóđinni og ţar međ ađ greiđa ţá skatta og skyldur sem hún ţarf ađ búa viđ. Ţetta ţýđir ađ hver mađur getur í mesta lagi náđ ađ "upplifa" tvö til ţrjú lönd heimsins á ćvinni. Og ef hann nćr ekki tökum á fćđingarlandi sínu fyrst, ţ.e.a.s. á fyrstu 35 árum ćvinnar, ţá fer hann fótalaus út í hinn stóra heim og glatast. Skammtafrćđi Niels Bohrs sagđi ađ ţađ vćri ekki hćgt ađ mćla smćstu einingar heimsins, ţví ţćr létu ekki mćla sig, upplifa sig, eins og ţćr eru, heldur myndi mćlingin hafa áhrif á ţćr og gefa ranga mynd af veruleikanum. Sé ćvinni eytt í mćlingar á heiminum međ ferđalögum í til dćmis flugvél eđa skipi og á hótelum, ţá glatast ţađ sem hann gefur manni í vöggugjöf: ţjóđarheimiliđ, sveitin fagra, bćrinn góđi, nágrannar og ţjóđfélag. Ţannig virkar glóbaliseringin á alla. Ţeir missta allt og stjórnmálamenn sína líka; algerlega úr böndunum. Viđ erum ađ horfa á ţađ núna, um víđan völl. Stjórnmálamennirnir hafa klofnađ og firrst. Ţeim er ekki treyst lengur

SAMBANDSRÍKIĐ BELGÍA

Belgíska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn um helgina vegna ţess ađ Nýja Flćmingjabandalagiđ neitar ađ hafa nokkuđ međ samkomulag Sameinuđu ţjóđanna um fólksflutninga og innflytjendur ađ gera

SVÍŢJÓĐ

Svíar mótmćltu hressilega ţví sama um helgina, og margir hverjir í gulum vestum, ţ.e.a.s áformum sćnsku ríkisstjórnarinnar um ađ skrifa undir ţennan samning. Hér má sjá mótmćli ţeirra

DANMÖRK

Lars Lřkke Rasmussen forsćtisráđherra Danmerkur er einnig kominn í vandrćđi vegna ţessa S.ţ.-samnings. Hann fćr enga ráđherra til ađ fara og skrifa undir fyrir hönd dönsku ţjóđarinnar. Sjálfur innflytjendaráđherrann og flokkssystir hans í Venstre, Inger Střjberg, hefur skipt algerlega um skođun í málinu og neitar ađ fara til Marokkó til ađ skrifa undir. Hún tók ţá ákvörđun sjálf, án samráđs viđ Lars Lřkke, enda ekki hámenntuđ. Enginn annar ráđherra í ríkisstjórninni vill heldur fara, ţví ţeir hafa fengiđ nóg af alţjóđlegum ferđatöskupyntingum á dönsku ţjóđinni, á sálfum sér og á stjórnmálaflokki sínum. Lars Lřkke, sem er búinn ađ vera, neyđist ţví til ađ fara dómgreindarlaus sjálfur. Flokkur hans Venstre, sem er á niđurleiđ, er kominn niđur í 17 prósent í könnunum um ţessar mundir, eftir ađ hafa hruniđ frá 31 prósentum í kosningunum 2001 og niđur í 19,5 prósentur ţegar kosiđ var síđast í júní 2015. Í komandi ţingkosningum í Danmörku, sem fara eiga í síđasta lagi fram nćsta sumar, gćti Danski ţjóđarflokkurinn auđveldlega tekiđ fram úr Venstre, ţví hann mćlist međ sama fylgi um ţessar mundir

ŢÝSKALAND

Úr flokki Angelu Merkel og hinnar nýju teknókratísku Kramp-Karrenbauer framlengingarsnúru hennar yfir ţýska CDU-flokknum, heyrđust ţćr raddir á landsfundi flokksins í Hamborg um helgina, ađ Merkel og lćrlingur hennar myndu gera sig sekar um landráđ međ ţví ađ skrifa undir S.ţ.-samninginn í Marokkó. Hér má hlýđa á ţá rćđu Eugen Abler á landsfundinum

FRAKKLAND

Myndir sýna ađ brynvarin ökutćki merkt Evrópusambandinu voru notuđ gegn mótmćlendum í Frakklandi um helgina. Myndirnar af ţeim munu kannski framkallast í skćrum gulum litum međal almennings í vikunni. Hver í ţeim var, veit ađ sjálfstöđu enginn, međ vissu. En Frakkar hafa nćstum örugglega gengiđ út frá ţví ađ ţar fćru Frakkar. En jafnvel ţađ er varla öruggt lengur. Er ţađ? Kannski var ţađ Parísarsamkomulag glóbal elíta sem ók ţar brynvariđ gegn fólkinu. Ađstođarmađur forsetan byrjađi hins vegar bara međ hjálm til ađ hylja sig ţegar hann barđi á mótmćlendum, ţannig ađ um stórstíga framför gegn fólkinu má kannski segja ađ hér sé um ađ rćđa - á örskömmum tíma. Jafnvel heilt afrek?

Fyrri fćrsla

Er valdataka hersins möguleg í Frakklandi?


Bloggfćrslur 10. desember 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband