Leita í fréttum mbl.is

Forseti Frakklands alvarlega veikur á geði ?

Eitt lag enn: Hér má hlusta á hana bresku Jan Johnston í teknó-trance-laginu "ég kalla nafn þitt". Þetta er frá árinu 1999, eða á fyrstu árum teknó-poppsins á netinu. Þá sögðu "sérfræðingar" að heimurinn myndi hætta að virka á miðnætti gamlársdagskvölds. Þarna sló Davíð Oddsson taktinn óaðfinnanlega öruggt og fast sem forsætisráðherra Íslands og Sjálfstæðisflokkurinn var afar vinsæll stjórnmálaflokkur í hans öruggu og takföstu höndum. Í dag segja "sérfræðingar" hins vegar að heimurinn sé að farast í tölvulíkönum yfir lofttegund og Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið óvinsælli flokkur né með hug- og duglausari forystu en nú - og Ísland orðið háskattaland. Þetta helst auðvitað í hendur. Sem sagt: "ég kalla nafn þitt" frá 1999

****

FRAKKLAND

Ég skrifaði um Emmanuel Macron forseta Frakklands í síðustu viku og sagði frá því sem sagt er um heilsufar þessa óvinsæla manns sem virðist vera einhverskonar ofvaxið barn og sem aðeins 20 prósent Frakka eru ánægðir með

Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 tilkynnti svo fréttastofan Agence France-Presse (AFP) að franski forsetinn segi að "Evrópa" (lesist Evrópusambandið) verði að byggja upp her til að verjast Rússlandi, Kína og (já hér kemur það) - já verjast Bandaríkjunum! Kva?

"We have to protect ourselves with respect to China, Russia and even the United States of America," Macron told Europe 1 radio

Þetta sagði Emmanuel Macron í tilefni þess að á sunnudaginn eru hundrað ár liðin frá því að Fyrri heimsstyrjöldinni lauk og var forsetinn staddur þar sem Vesturvígstöðvarnar voru í norðaustur Frakklandi, en þar gáfu 15.034 bandarískir hermenn líf sitt í annarri lotu orrustunnar um Somme, sem stóð yfir frá 8. ágúst til 11. nóvember 1918. Þar létu þeir líf sitt við að verja Frakkland gegn útþenslustefnu þýska keisaraveldisins

Alls létu 116 þúsund bandarískir hermenn lífið við að verja Frakkaland í þeirri styrjöld. Hin nýlegu Bandaríki Norður-Ameríku sendu þarna tvær milljónir manna frá Nýja heiminum yfir í Gamla heiminn. Án þessa liðsafla hefði Frakkland varla orðið frjálst land á ný

En það voru dýr mistök að fara ekki alla leið til Berlínar og hernema ekki Þýskaland og að fylgjast ekki í 100 ár með því að það kyngdi Weimarlýðveldinu, eins og John J. Pershing hershöfðingi Bandaríkjahers á Vesturvígstöðvunum vildi. Því stuttu síðar kom sósíalistinn Aldolf Hitler kanslari og bakkaði Þýskalandi út úr lýðveldi og inn í imperíal heimsveldi á ný, því Hitler hataði þjóðríkið, þjóðir og lýðveldi þeirra sem stofnanir

Frá og með 1945 hafa Bandaríkin varðveitt friðinn á meginlandi Evrópu, næstum alfarið fyrir eigin reikning og eru þar enn með hátt í 70 þúsund manns. Og nú segir Emmanuel Macron forseti þessa sama Frakklands að hann þurfi öflugan her til að verjast Bandaríkjunum! Hvað er Frakkland þá að gera í NATO, spyr ég

Ekki skal neinn undra að svo kallaðir "greinendur" velti geðheilsufari franska forsetans fyrir sér. Það hlýtur að verða virkilega erfitt fyrir Macron að taka á móti Donald J. Trump forseta Bandaríkjanna á sunnudag, nema að hann sé maður laus við samvisku. Gleðistund verður það varla. Það þarf engan greinanda til að segja mér að franski forsetinn á við djúpstæð geðræn vandamál að stríða

Fyrri færsla

Skáldaði upp sögu um að dómarinn hefði nauðgað sér


Bloggfærslur 7. nóvember 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband