Leita í fréttum mbl.is

Snúiđ Ameríku-bak ţetta. En er ţađ svo?

Wall Street Journal 2018-11-06 - special US defence outlay Europe

Mynd, WSJ: Ţróun sérstakra beinna útgjalda Bandaríkjanna til varnar Evrópu, ofan í allt annađ, frá ţví ađ Donald J. Trump tók viđ forsetaembćtti. Eins og sést snýr hann baki viđ, ekki Evrópu, heldur stefnu Barack Obama

****

CAESAR, NAPÓLEON, HITLER ... BRUSSEL

Í fyrradag héldu Bandaríkin upp á og minntust ţess ađ vera ţađ ríki frjálsra manna sem lifađ hefur lengst í allri sögu mannkyns sem frjálst land frjálsra manna er stjórna sér sjálfir án kónga, keisara og einrćđisherra. Bandaríkin eru eina landiđ í mannkynssögunni sem bćđi er frjálst og öruggt samtímis. Ţau eru eina ríkiđ í heiminum sem státađ getur af slíkum árangri. "Viđ fólkiđ", eins og fyrstu tvö orđ bandarísku stjórnarskrárinnar segja, treystum til dćmis á Guđ, ţví hin heilaga ritning Vesturlanda, Biblían, er ađ mjög mörgu leyti hornsteinn Bandaríkjanna

Ţegar gerđar eru kröfur til tveggja stćrstu ESB-ríkjanna í Evrópu um ađ standa loksins viđ NATO-sáttmálaskuldbindingar sínar, ţá rís í ţýska kansleríinu dulbúin gáfumenna-deild Angelu Merkels upp međ rassaköstum og hótar heiminum ađ smíđa kjarnorkuvopn. Hvorki meira né minna. Ţannig hefur Ţýskaland ávallt hagađ sér ţegar ađrir krefja ţađ um ađ uppfylla lágmarksskyldur sínar. Ţađ tryllist. Á sama tíma mergsýgur ţađ önnur lönd og fer međ ţau eins og nýlendur. Ţessi sér-evrópski andađur andi smitar svo um sig í nýja ESB-keisaradćminu og kallar forseta Frakklands fram á svalirnar ţar sem lýst er yfir smíđi hers sem verja á hina ESB-ađframkomnu sukkstofnun Evrópu gegn Bandaríkjunum - á sama tíma og Frakkland gjaldfellur í NATO og neitar ađ borga. Er ţetta ekki geđsjúkt og geđvillt! Verja Evrópusambandiđ gegn Bandaríkjunum. Ţvílíkt lýđskrum af allra verstu sort! En viđ nánari athugun er ađ sjálfsögđu átt viđ ađ Evrópusambandiđ ţurfi ađ verjast frelsi og fullveldi sjálfstćđra ríkja međ stofnun nýs terror-yfirríkis, sem ađ sjálfsögđu verđur nýmóđins Sovétríki - og er nú ţegar á góđri leiđ međ ađ verđa ţađ. Ţýski kanslarinn frá DDR, heimtađi ţví í gćr á fundi í Konrad Adenauer stofnuninni, ađ ESB-ríkin yrđu ađ vera reiđbúin ađ láta fullveldi sitt af hendi. Enginn kjósandi í neinu ESB-landi hefur veriđ spurđur ađ neinu

"Ţađ voru ţjóđernissinnar sem björguđu Evrópu í tvígang," segir sagnfrćđingurinn og bóndinn Victor Davis Hanson í grein sinni: The Mad, Mad Meditations of Monsieur Macron

Ísland verđur aldrei frjálst OG öruggt svo lengi sem ţađ er međ annan fót sinn fastan í Evrópu. Viđ erum minna frjáls og minna fullvalda núna en viđ vorum áđur en viđ gerđum samning viđ hiđ ömurlega Evrópusamband um EES. Og viđ erum minna örugg núna en ţá, vegna EES-samningsins, ţrátt fyrir Kalda-stríđs sigur Bandaríkjanna yfir Sovétríkjunum! Viđ höfum ekki haldiđ nógu vel á spilunum. Viđ ţurfum ađ brenna EES-bátana sem fyrst. Ţeir bátar eru vondir bátar. Viđ verđum ađ halda fyrst og fremst tryggđ okkar viđ ţađ eina frjálsa og örugga ríki sem til er í ţessum heimi: Bandaríki Norđur-Ameríku. Nýja heiminn! Annađ er tálsýn og ömurleiki

Fyrri fćrsla

Orkupakki ESB: Beinlaus og bitlaus Sjálfstćđisflokkur?


Bloggfćrslur 24. nóvember 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband