Leita í fréttum mbl.is

Síđasta skip frá Kína í smíđum [u]

Uppfćrt: Tímamótarćđa Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna um Kína, hinn 4. október 2018, sem haldin var á međan leikskólaveldi fjölmiđla voru önnum kafin viđ slúđur og falskar fréttir

****

Nú eru ekki nema örfá ár ţar til ađ Kína kemst aftur á bak viđ ţađ járntjald sem kínversk stjórnvöld elska svo heitt. Ađ halda ađ kommúnistískt Kína geti haldiđ áfram ađ vera kommúnistískt Kína nema innan veggja síns eigin múrs, var ávallt svo skrýtin hugsun ađ í dag er hún farin ađ virka sem móđgun viđ skynsemi ţeirra sem yfir höfuđ höfđu bara smáskammt af slíku í sínum höfđum. Ađeins útópískar nálastungur af 1991-árgangi náđu svo langt inn í heilabú manna á Vesturlöndum ađ formalíniđ sem í ţeim var, steypti heilabú of margra Vesturlandabúa föst í ólćknandi kratisma eins og sést svo víđa á ţeim vestrćnu stjórnmálaflokkum sem eru hnignandi flokkar í dag, en sem ćttu bara alls ekki ađ vera ţađ, heldur ćttu ţeir flokkar ađ vera ađ styrkjast. Dómgreindarskortur og pólitískt hug- og getuleysi er ţađ sem rćđur hnignunarför slíkra flokka inn í smjattpattísk grasker

Kína er ţví ađ lćsast inni í sjálfu sér eins og náttúrulögmál og Bandaríkin munu varla hleypa ţví út aftur eins og ţađ er. Ekki verđur hlustađ á vćl bandarískra fyrirtćkja, né heldur á vol og vćl ţeirra bandamanna sem byggja ţjóđaröryggi sitt á efnahags- og hernađarlegu heilsufari Bandaríkjanna

Flokksrústir Demókrata í Bandaríkjunum eru ţví akkúrat núna ađ byrja ađ skríđa upp úr gígaröđ eigin sjálfskaparvíta og leita hćlis hjá ţeim sem sem halda höfđi. Fyrst ađ Rússlands-harka var demókratísk dyggđ, ţá hlýtur ný Kína-stefna Trumps og Pence ađ ţýđa nýtt pólitískt himnaríki fyrir sanna Demókrata. En til ađ komast ţangađ verđa ţeir ađ styđja eđa kjósa Repúblikana. Annars er ţađ bara hin gamla gígaröđ ţeirra sjálfra til helvítis, sem bíđur

Nýr kafli í endalokum evrunnar er nú ađ hefjast. Vaxtaálagiđ á dauđvona ítalska ríkiđ er orđiđ slíkt ađ ítalskir ríkispappírar eru viđ ţađ ađ týna húsbónda sínum fyrir fullt og allt. Beđiđ er međ öndina í hálsinum eftir nćstu lćkkun lánshćfnismats ítalska ríkisins. Og ef matsfyrirtćkin setja mínus fyrir aftan nýtt og lćgra mat, sem ţýđir neikvćđar horfur, ţá er nćsta ţrep ţar fyrir neđan, ruslatunnan sjálf

Á međan dunda S.ţ sér viđ nýjustu súperstrengja-kenningar ţeirra "vísindamanna" sem ţá misstu vinnuna - og ćruna. Viđ skulum ekki minnast á alla ţá sem misstu vinnuna ţegar súperstrengja-kenningar vísindamanna peningamála fuđruđu upp áriđ 2008 og urđu ađ loftslagi

****

Svo hér ađ lokum, eitt gott mix eftir einn Kanadamann, frá sumrinu 2003, eiginlega eina mixiđ sem ég hef haldiđ upp á. En ţá reyndu ýmsir menn ađ skapa eitthvađ nýtt á tónlistarsviđinu. Ţessum tókst ţađ ágćtlega

Bein krćkja: Crystal Tokyo | Allt međ Masaki

Fyrri fćrsla

Hćstiréttur Bandaríkjanna aftur á réttri leiđ


Bloggfćrslur 9. október 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband