Leita í fréttum mbl.is

Repúblikanar ađ vakna upp viđ 1984-ástand?

Donald J Trump

Mynd: Forseti Bandaríkjanna, Donald J. Trump

****

Flestum ţótti sögulega öruggt ađ ţar sem Repúblikanar hafa Hvíta húsiđ, ađ ţá myndu ţeir ekki hafa mikinn áhuga á ţingkosningum núna í nóvember. Ţetta öryggi virđist nú vera ađ slettast á vegg og gufa upp. Vegna 1984-legra tilrauna vinstrisinnađra fjölmiđla og Demókrata til ađ myrđa persónu tilnefnds manns í stöđu hćstaréttarfdómara án dóms og laga, eru Repúblikanar ađ vakna upp viđ vondan draum og segjast í mun meira mćli hafa áhuga á ađ mćta á kjörstađ og kjósa til ţings í nćsta mánuđi. Ţetta segir ný NPR/PBS NewsHour/Marist könnun sem kom út í gćrkvöldi. Full 80 prósent Repúblikana segja nú ađ kosningarnar séu mikilvćgar. Ađeins 68 prósent ţeirra sögđu ţađ sama í júlí. Hjá Demókrötum er hlutfalliđ 82 prósent núna -og munurinn á flokkunum ţví vel innan fjögurra prósenta skekkjumarka- en ţađ var hins vegar 78 prósent í júlí. Tölfrćđilegur munur á flokkunum tveimur er ţví enginn, samkvćmt könnuninni

Repúblikönum líst sem sagt ekki á blikuna lengur. Ţeir sjá stjórnmálaflokk Demókrata í rúst eftir forsetatíđ Barack Obama. Og sú rústun hefur reitt nćstum alla stćrri fjölmiđla í Bandaríkjunum til reiđi, ţví ţeir eru flest allir vinstrisinnađir. Og ţar sem flokkur ţeirra er getulaus (mamma biluđ), ţá hafa ţeir allar götur frá sumrinu 2015, háđ kosningabaráttuna fyrir Demókrataflokkinn, vegna hinna miklu skemmdarverka sem Barack Obama vann á honum. Ekki nóg međ ţađ ađ Obama skilađi flokknum af sér í rúst, heldur var flokkurinn svo kyrfilega eyđilagđur undir honum ađ enginn nema allra lélegasti forsetaframjóđandinn, Hillary Clinton, hafđi séns á ađ sigra, ţví hún var nćstum jafn lélegt forsetaefni og Obama. Flokkurinn og fjölmiđlar hans fyrirlitu hana og allt ţađ sem Obama hafđi gert flokknum. Svo ţađ sem viđ sjáum núna, er vinstrisinnađ fjölmiđlaveldi Bandaríkjanna í kosningabaráttu

Ţađ voru sem sagt ekki fjölmiđlar sem bjuggu til kosningasigur Donalds J. Trump, eins og margir hafa haldiđ fram. Ţađ var Barack Obama sem eyđilagđi stjórnmálagrundvöll Demókrata og gerđi öllum ţeim sem á eftir honum komu ómögulegt ađ halda merkjum flokksins á lofti međal bandarísks almennings. Vinstrisinnađir fjölmiđlar tóku ţví viđ keflinu og sú sundrung sem viđ sjáum í dag, er einmitt kosningaherferđ ţeirra. Og hún er ekki beint glćsileg, eins og sést. Hún er fullur Obama-pakki pólitískt sundrandi auđkenna

Eini forsetaframbjóđandinn sem skildi allt ţađ fólk Bandaríkjanna sem ekki bjó í ţremur glóbalista-stórborgum landsins, var Donald J. Trump. Hann var eini framjóđandinn sem yfir höfuđ gat sigrađ á landsvísu

Wall Street Journal skrifar í morgun ađ Hvíta húsiđ hafi eftir ađ sjöundu rannsókn FBI á Kavanaugh dómara er lokiđ, ekki fundiđ neitt sem styđur nýlegar ásakanir á hendur honum. Máliđ fer ţví hina réttu bođleiđ áfram til öldungadeildarinnar

Fyrri fćrsla

Angela Merkel nálgast fylgi Sjálfstćđisflokksins


Bloggfćrslur 4. október 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband