Leita í fréttum mbl.is

Vírusvörnin sem reyndist njósnahugbúnađur

Vegna ţess ađ stýrikerfiđ Microsoft Windows er stórgölluđ vara frá fćđingu, ţá hefur notendum ţess frá blautu barnsbeini veriđ kennt ađ ţađ ţarfnist lćkna- og hjúkrunarliđs úti í bć í formi vírus-, svika- og bragđavarna, sem í daglegu tali er kallađ "vírusvörn". Windows ţolir ekki notkun og er hannađ til ađ bregđast

Sú vörn skannar hvađa gögn og hugbúnađur er á tölvum og segir ţćr "sýktar" ef hugbúnađurinn finnur hlut sem til er í minnisbók hjúkrunarliđsins sjálfs um ţekktar óvćrur. Ef óvćran stendur ekki í minnisbókinni og er ţar međ henni "óţekkt", ţá finnur hjúkrunarliđiđ ekkert, sama hversu sneisafull tölvan er af banvćnum forritum og tortímingargögnum. Og hjúkrunarliđiđ finnur ađ sjálfsögđu ekki sig sjálft, ţví ţađ er fyrirfram bólusett viđ sjálfu sér, ţó svo ţađ sé tölvunarlegur svartidauđi fyrir alla ađra

Nú er komiđ í ljós ađ vírusvarnarfyrirtćkiđ Kaspersky er sennilega njósnafyrirtćki og ađ hugbúnađur ţess situr á 400 milljón tölvum um allan heim. Ţetta segir í Wall Street Journal á laugardaginn í greininni; How Kaspersky’s Software Fell Under Suspicion of Spying on America

Ţingnefnd í Bandaríkjunum hefur tekiđ máliđ fyrir ţví hugbúnađur Kaspersky, sem er rússneskt hugbúnađarfyrirtćki, hefur setiđ á tölvum starfsmanna ríkisins. Bandarískir sérfrćđingar segjast ekki myndu vilja hafa ţennan hugbúnađ á sínum tölvum lengur. Ţessi grein er stórmerkileg lesning

Forstjóri fyrirtćkisins, Eugene Kaspersky, var menntađur í KGB-styrktri dulkóđunarstofnun Sovétríkjanna sem hét Institute of Cryptography, Telecommunications, and Computer Science og útskrifađist ţađan 1987

Hér heima

Í gćr kom í kvöldfréttum DDRÚV íslenskur einfeldningur á vegum "gagnavers" hér á landi. Hann hafđi ţar međ bođiđ öllum heiminum í heimsókn í gagn- og gamansver sitt og auđkennt fyrir öllum heiminum hvar öll gögn íslenska ríkisins í vissum málum sitja í byggingu hans - og á hvers gerđar tölvunarplatformi ţau eru vistuđ, höfđ og unnin. Gjöriđ svo vel heimur

Ţarna fenguđ ţiđ ađ sjá tölvunarheiminn í hnotskurn. Hann er fullur af svona sakleysingjum og bjartsýnismönnum. Enginn međ fullu viti býđur heiminum í heimsókn í alvöru gagnaver. Ţangađ fćr engin inn ađ koma og allra síst fjölmiđlar

Ţegar svo allt bregst, veldur skađa og kostar jafnvel mannslíf ţá er kallađ á svartsýnismennina međ hóflega ofsóknarbrjálćđiđ og ţeir látnir um ađ elta glćpagengi og hryđjuverkamenn uppi, ţví bjartsýnismennirnir finna ţá aldrei og eru bara gjaldţrota heima í sófa, klórandi sér í hausnum. Ţeir eru sérfrćđingarnir

Fyrri fćrsla

Ný iđnbylting krefst auđvitađ byltingar


Bloggfćrslur 8. janúar 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband