Leita í fréttum mbl.is

Vírusvörnin sem reyndist njósnahugbúnaður

Vegna þess að stýrikerfið Microsoft Windows er stórgölluð vara frá fæðingu, þá hefur notendum þess frá blautu barnsbeini verið kennt að það þarfnist lækna- og hjúkrunarliðs úti í bæ í formi vírus-, svika- og bragðavarna, sem í daglegu tali er kallað "vírusvörn". Windows þolir ekki notkun og er hannað til að bregðast

Sú vörn skannar hvaða gögn og hugbúnaður er á tölvum og segir þær "sýktar" ef hugbúnaðurinn finnur hlut sem til er í minnisbók hjúkrunarliðsins sjálfs um þekktar óværur. Ef óværan stendur ekki í minnisbókinni og er þar með henni "óþekkt", þá finnur hjúkrunarliðið ekkert, sama hversu sneisafull tölvan er af banvænum forritum og tortímingargögnum. Og hjúkrunarliðið finnur að sjálfsögðu ekki sig sjálft, því það er fyrirfram bólusett við sjálfu sér, þó svo það sé tölvunarlegur svartidauði fyrir alla aðra

Nú er komið í ljós að vírusvarnarfyrirtækið Kaspersky er sennilega njósnafyrirtæki og að hugbúnaður þess situr á 400 milljón tölvum um allan heim. Þetta segir í Wall Street Journal á laugardaginn í greininni; How Kaspersky’s Software Fell Under Suspicion of Spying on America

Þingnefnd í Bandaríkjunum hefur tekið málið fyrir því hugbúnaður Kaspersky, sem er rússneskt hugbúnaðarfyrirtæki, hefur setið á tölvum starfsmanna ríkisins. Bandarískir sérfræðingar segjast ekki myndu vilja hafa þennan hugbúnað á sínum tölvum lengur. Þessi grein er stórmerkileg lesning

Forstjóri fyrirtækisins, Eugene Kaspersky, var menntaður í KGB-styrktri dulkóðunarstofnun Sovétríkjanna sem hét Institute of Cryptography, Telecommunications, and Computer Science og útskrifaðist þaðan 1987

Hér heima

Í gær kom í kvöldfréttum DDRÚV íslenskur einfeldningur á vegum "gagnavers" hér á landi. Hann hafði þar með boðið öllum heiminum í heimsókn í gagn- og gamansver sitt og auðkennt fyrir öllum heiminum hvar öll gögn íslenska ríkisins í vissum málum sitja í byggingu hans - og á hvers gerðar tölvunarplatformi þau eru vistuð, höfð og unnin. Gjörið svo vel heimur

Þarna fenguð þið að sjá tölvunarheiminn í hnotskurn. Hann er fullur af svona sakleysingjum og bjartsýnismönnum. Enginn með fullu viti býður heiminum í heimsókn í alvöru gagnaver. Þangað fær engin inn að koma og allra síst fjölmiðlar

Þegar svo allt bregst, veldur skaða og kostar jafnvel mannslíf þá er kallað á svartsýnismennina með hóflega ofsóknarbrjálæðið og þeir látnir um að elta glæpagengi og hryðjuverkamenn uppi, því bjartsýnismennirnir finna þá aldrei og eru bara gjaldþrota heima í sófa, klórandi sér í hausnum. Þeir eru sérfræðingarnir

Fyrri færsla

Ný iðnbylting krefst auðvitað byltingar


Bloggfærslur 8. janúar 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband