Leita í fréttum mbl.is

Ný iðnbylting krefst auðvitað byltingar

Work Done in 1930 original

Verktakafyrirtækið Inc. auglýsir: "Unnin verk okkar á árinu 1930". Donald J. Trump er að sjálfsögðu verktaki. Borgarastyrjöldinni í Bandaríkjum lauk árið 1865, en aðeins 50 árum síðar framleiddu Bandaríkin helming alls þess sem framleitt var í heiminum. Kína er landfræðilega rústuð rauðspretta

****

Engin iðnbylting hefst á öskuhaugunum. Í síðustu viku var heiminum gert ljóst að svo alvarlegir gallar eru í öllum örgjörvum er knýja næstum alla tölvun í heiminum, að vonlaust er að bæta úr svo gott sé nema með því að henda þeim á haugana. Og þetta er einungis byrjunin á því sem koma skal og stýrikerfi tölvunar eru einnig ónýt. Það er þetta drasl sem misvitrir stjórnmálamenn nútímans eru að nota í pólitískum áróðri sínum, eins og þeir gerðu þegar þeir sögðu okkur að dísilvélar í bifreiðum væru nýr guð. Nýjasti guðinn þeirra átti hins vegar að vera sjálfkeyrandi. Keyrt hefur hann sig nú í þessa klessu

Tölvunar-koncept sem byggir á því að öll núll og allar eittur séu eins, á litla framtíð fyrir sér. Þannig tölvur geta ekki vitað hvor þær eru að drepa eiganda sinn eða þjóna honum. Og þannig eru tölvur í dag: þær geta ekki vitað hvort þær eru að keyra vírusa og glæpi eða ekki. Þær munu aldrei skilja á milli löglegra og ólöglegra aðgerða. Líkami okkar lifir af því að hann veit hvað hann má og má ekki samþykkja sem góðar og gildar bakteríur og veirur

Ný iðnbylting krefst einnig þess, ef hún á að byggja á tækni, að þénusta hennar byggist ekki á ódýru vinnuafli hinumegin á hnettinum. Þrælahald er ekki bylting og alþjóðavæðing er hvorki bylting né framfarir. Hún er afturför

Nýju föt keisarans taka á sig ýmsar myndir. Allt frá túlípönum til dot.com og sjálfkeyrandi battería - með ónýtri tölvunartækni. Það er að segja:  Sjálfsmorðið H/F

Fyrri færsla

Donald J. Trump gerbyltir heilbrigðiskerfum Vesturlanda


Bloggfærslur 7. janúar 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband