Leita í fréttum mbl.is

Smölun hafin í Þýskalandi

USS Hopper DDG-70

Mynd: USS Hopper tundurspillir Bandaríkjanna

Þýskaland

Wolfgang Munchau skrifaði á þessa leið um Þýskaland í gær: Munið þið hvernig Jeremy Corbyn tókst gegn öllum líkum að verða formaður breska Verkamannaflokksins? Þeir lengst til vinstri í þeim flokki hófu smölun ungs fólks inn í flokkinn í aðdraganda formannskjörsins. Þetta er einnig að gerast hjá þýskum sósíaldemókrötum (SPD) núna í aðdraganda flokkskosninga um það hvort flokkurinn eigi að fara í ríkisstjórn með flokki Angelu Merkel, eða ekki, að loknum formlegum viðræðum um stjórnarmyndun. Engar kröfur eru gerðar um að þeir sem kjósa hafi verið flokksmeðlimir í lengri tíma en til dæmis einn dag fyrir þann dag sem flokksforystan ákveður samkvæmt eigin höfði að sé síðasti dagur til að ganga í flokkinn fyrir kosningar um málið. Die Welt segir að í gangi sé massíft innflæði af nýjum meðlimum í flokkinn frá því að þingkosningar fóru fram, sem er í hlægilegri mótsögn við þá verstu útreið sem flokkurinn þar hlaut frá stríðslokum. Þetta gæti styrkt hinn óvinsæla Martin Schulz formann flokksins í sessi og innaustur af lengst til vinstrimönnum gæti jafnvel komið því um kring að SPD losni við Angelu Merkel fyrir fullt og allt, með því að fella stjórnarsamstarf, sem þýða myndi nýjar þingkosningar í haust. Samkvæmt skoðanakönnun Spiegel eru 51 prósent Þjóðverja mjög neikvæðir eða neikvæðir í garð slíks stjórnarsamstarfs SPD, en einungis 16 prósent segjast ánægðir, ef af því verður

Bretland

Gengi breska sterlingspundsins gagnvart Bandaríkjadal er nú á svipuðu róli og það var þegar Bretar kusu í júní 2016 í þjóðaratkvæði að yfirgefa Evrópusambandið. Og stærsta hlutabréfavísitalan stendur 25 prósent hærra en þá

Bandaríkin

USS Hopper stýriflaugabúinn tundurspillir bandaríska sjóhersins sigldi fyrstu sjófrelsis- og hafréttar siglingu ársins inn á það hafsvæði sem Kínverjar segja að sé nú innan landhelgi þeirra, umhverfis gervieyjar í Suður-Kínahafi sem þeir hafa dælt upp með sanddælum og staflað eldflaugum ofan á. Sigling bandaríska flotans þykir koma mun fyrr en gera mátti ráð fyrir, en hún var sigld 17. janúar. Taívan og Filippseyjar gera einnig tilkall til hafsvæðisins. Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna hefur skilgreint Kína sem mikilvægustu ógn er steðji að vestrænum lifnaðarháttum og þar með fyrst og fremst Bandaríkjunum. En einnig er búist við að Bandaríkin herði varðstöðu sína gagnvart Evrópusambandinu og sérstaklega Þýskalandi, vegna yfirþyrmandi ójafnvægis í viðskiptum þeirra við heiminn utan -og jafnvel innan- Evrópusambandsins. Mörg evrulönd eru að þar að þrotum komin

Fyrri færsla

Þegar gamla Sovétið átti að verða stærst. Í dag er það Kína


Bloggfærslur 24. janúar 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband