Leita í fréttum mbl.is

Óútreiknanlegur kuldi

Ef maður bíður aðeins, þá er sjálf biðin óútreiknanleg, en útkoman úr henni er hins vegar ávallt fyrirsjáanleg. Kuldinn kemur á ný og bítur frá sér. Hlýnunin hættir og verður að kólnun. Það er þá sem grýlukertin steypa sig sterk, til að geta stungist fastar

Sovétríkin áttu aðeins einn banvænan óútreiknanleika og hann kostaði þau lífið. Hann hét lágt olíuverð í einræðisríki, sem engu gat stjórnað um einmitt það verð, því það var utanríkislega sett. Og það sem kostaði sovéska einræðisríkið lífið, hefur nú þegar kostað Rússland svo mikið, að á næstu árum mun kostnaðurinn koma þannig fram, að sagan getur hæglega endurtekið sig á ný, en samt og að sjálfsögðu í breyttri mynd

Raunverð hráolíu er valdaklíka Leonid Brezhnevs var að festa sig í sessi var 15 dalir á tunnuna, en það náði hámarki árið 1980 þegar það var 105 dalir tunnan, á verðlagi ársins 2013. Valdaklíkan hafði þá notið þess að allar götur frá 1970 hafði olíuverð farið mjög svo hækkandi. Árið 1979, rétt áður en olíuverð hrundi, ákvað valdaklíkan að ráðast inn í Afganistan, með Brezhnev gamla heilabilaðan á fjarstýrðu skafti. Svo hrundi olíuverð ári síðar og það hrun gerði útaf við efnahag landsins og einnig pólitíska þolinmæði fólksins sem í því bjó og var þá enn á lífi. Og olíuverið hélt áfram, þrotlaust, að hrynja næstu 17 árin. En um leið og það rétti úr kútnum upp úr 1998, stökk Pútín upp til valda og reið á hækkun þess fram til ársins 2013, með fjögurra ára valdafráviki til Medvedevs, sem tók á sig alþjóðlegu fjármálahrunsdýfuna 2009. Í millitíðinni eða frá og með 2013, höfðu Bandaríkin drekkt OPEC og Pútín fann lík þess persónulega sjálfur í tómri tunnu, er hann mætti til leiks á ný. Tómri tunnu sem enn reynir að hafa hátt. Nú er allt líf hans og ríkisins bara breið brekkan niður

Olían var helsta afurð Sovétríkjanna og hún stóð fyrir allt að 70 prósentum af allri gjaldeyrisöflun. Sovétríkin voru eiginlega byggð upp í kringum olíu. Þau stóðu fyrir 70-90 prósentum af þeirri hráolíu sem CMEA-löndin notuðu og allt að 10-20 prósentum af olíuvöru- og gasnotkun Vestur-Evrópu. Verðlagning til CMEA var háð heimsmarkaðsverði, en þó með vissri seinkun

Já, lýðræðisríki eru óútreiknanleg - en einræðisríki eru það hins vegar ekki. Og fólkið í þeim skilur ekki hvort annað, eins og sést vel í dag. Rússar skilja ekki af hverju Donald Trump þarf að hlusta á fulltrúa- og öldunadeildir þingsins, dómstólana, stofnanir og allskyns "rannsóknarnefndir" (pólitískar ofsóknir). Bandaríkjamenn skilja ekki hvað það er sem heldur Sambandsríki Rússlands saman; þ.e. "öryggisstofnanir" ríkisins og peningayfirfærslur út í jaðra þess (öfugt við ESB sem mjólkar jaðrana inn til miðstjórnar með erfðafræðilega geðklofnu miðflóttaafli Þýskalands sem tortímandi lokaorgasma ESB). Rússland eins og Kína verða alltaf fátæk ríki svo lengi sem þau heita þessum tveimur nöfnum. Landfræðilegur hæstiréttur hefur dæmt þau til eilífrar fátæktar svo lengi sem þau reyna að halda sér saman sem þessi tvö ómögulegu ríki. Og það munu þau gera, því þannig gera auðvitað öll ríki, með sögulega misjöfnum árangri, svo vægt sé til orða tekið

Það eru viss vonbrigði að sjá talandi höfuð í lýðræðisríkjum tala um önnur lýðræðisríki sem óútreiknanleg. Þeir sem sætta sig ekki við óútreiknanleika lýðræðisríkja eru kannski í raun að leita sér að einhverskonar einræði. Eitthvað fast til að halda sér í. Eitthvað sem komið getur í veg fyrir til dæmis Donald Trump sem ruggar bát þeirra og þeim þykir því óútreiknanlegur. Fátt bendir til annars en að úrslit fyrirstandandi kosninga í Rússlandi verði algerlega fyrirsjáanleg. Talandi lýðræðishöfuð stöðugleikans hljóta því að gleðjast ákaft

Í einræðisríkjum er flest fyrirsjáanlegt: sá sem faglega forhertastur er kemst til valda; þar með hefjast úthreinsanir og gúlögin fyllast (aðgangsorðið inn í þau heitir "spilling"). Þar næst er boðað til neyðarfunda um þá ógn sem að ríkinu steðjar frá ófyrirsjáanleika hvers konar frelsis. Það er því afnumið eða fósturdrepið í fæðingum og allt fer smám saman að verða algerlega fyrirsjáanlegt

Hvenær Rússland fellur veit enginn, en það er ekki langt í það. En falla mun það og Evrópusambandið líka, ásamt Kína. Það verður hlýnun. Og henni fylgja geigvænlegar umhleypingar. Tvö kjarnorkuvopnaveldi í upplausnarferli er ekki beint stöðugleikinn frægi. Hvar enda þá þau, vopnin. Í hverra höndum

Fyrri færsla

Léttir: "Fyrirsjáanlegur" forsætisráðherra


Bloggfærslur 2. janúar 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband