Leita í fréttum mbl.is

Stefnuræða forsætisráðherra

Ég hlýddi á stefnuræðu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra Íslands og umræður í kjölfar hennar, við upphaf þessa 147. löggjafarþings Alþingis Íslendinga. Sjálfs þjóðþings okkar, en ekki einhvers "samfélagsþings" eins og stundum mætti halda að þingmenn úr firrtum undirheimum múgsefjandi samfélagsmiðla haldi að þjóðþing okkar sé. Alþingi er þjóðþing Íslendinga og engra annarra!

Bjarni forsætisráðherra blikkaði með stóra vasaljósinu og var sá eini sem gerði það. Hann var sá eini sem minntist á fullveldi þjóðarinnar og hve hart forfeður okkar börðust fyrir þjóðfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Það gerðu þeir með því að viðhafa þjóðarstefnu (e. national-ism). Og þau öfl sem svo gerðu, voru kölluð hin frjálslyndu öfl. Og þau öfl eru enn hin einu sönnu frjálslyndu öfl

En hann Bjarni Benediktsson er í afar vondum málum með Viðreisn í ríkisstjórn, því sá flokkur er þjóðfjandsamlegur okkar þjóð. Það fer ekki á milli mála

Bjarni þyrfti að hafa stöðugt kveikt á stóra ljósinu. Geri hann það, en sé ekki að fela það, þá þarf hann ekki að óttast kosningar, heldur hlakka til þeirra samfellt og endalaust alla ársins daga

Þingmaður Framsóknarflokksins talaði um að Bjarni væri "ástríðulaus". Það má vel vera. En dómsmálaráðherrann okkar minntist einmitt á það mál með því að minnast á þrískiptingu valds. Þeirri skiptingu var komið á til þess einmitt að leggja bönd á ástríður og ástríðufulla valdagræðgi pólitískra skemmtikrafta eins og til dæmis Steingríms J. Sigfússonar, sem varð fremsti kosningasvikari Íslandssögunnar er hann stóð frammi fyrir því að hafa hemil á valdagræðgi-ástríðum sínum eða ekki. Þessi maður varð því auðvitað háværasta skemmtiatriði kvöldsins. Steingrímur ætti að íhuga stöðu í leikhúsi í stað löggjafarþings Íslendinga. En það sem hann þó benti á í sambandi við bændur, er nú samt rétt. Bjarni, þú verður að koma böndum á þetta mál í þinni ríkisstjórn, því það er í fyrsta lagi nátengt fullveldi þjóðarinnar og í öðru lagi hið ömurlegasta mál. Algerlega nátengt því og ömurlegt

Katrín formaður VG minntist á þjóðtunguna, íslenskuna. Það fór henni mjög vel. Undir tilvistarlegt mikilvægi þess máls ættu allir að geta tekið, þó svo að VG hafi dæmt sig til útlegðar með krónísku rauðgrænu kommakukli og kosningasvikum

Ég hrósa dómsmálaráðherranum okkar fyrir að minnast á skiptingu valds. En 300 árum áður en Montesquieu var uppi, var annar maður uppi sem hét Sir John Fortescue, sem meira hefði verið áríðandi að minnast á. En mest áríðandi af öllu hefði þó verið að minnast á þá skiptingu valds sem Gamla testamenti Biblíunnar kom til skila til síðari kynslóða, og þar á meðal okkar, sem einum af hornsteinum Vesturlanda; þ.e.a.s. skiptingu valds í Ísraelsríki hinu forna. Þar varð skipting valds til. Og einnig landamærin, sem búa til lögsöguna og koma í veg fyrir að ríki þenji sig út fyrir þau til að gleypa alla veröldina í sig, já þau koma líka úr Gamla testamenti Biblíunnar. Það sama gildir um hina grunnpólitísku einingu sem myndar veröld manna; þjóðirnar og þjóðríki þeirra.

Ritningarnar boða þá (laga)heimspeki að enginn megi stjórna heiminum, heldur eiga þjóðirnar að stjórna sér sjálfar. Allt sem til dæmis minnir á eða kallast getur "alþjóðasamfélag" í dag, er einungis dulbúin tilraun og samsæri gegn þjóðfrelsinu, í formi nýs umboðslauss heimsveldis með lymskulegum umbúðapappír utan um, til þess auðvitað að hengja þjóðirnar í og gera þær að þrælum

Mér finnst þingmenn Pírata vera orðnir frekar gamlir, lúnir og gráhærðir. Ef þeir hefðu til dæmis teflt átta til tíu ára stúlkubörnum fram í ræðistól Alþingis, þá hefði kannski verið hægt að hafa eyrun opin og hlusta. Ekki gat þetta kjörna fólk Pírata sem röflaði, og sífellt röflar um reglur, haldið sig við einfaldar reglur um ræðutíma. Ekki frekar en þeir héldu sig við geimferðaáætlun flokksins til Evrópu

Kjólafyrirsæta vina sinna í Lundúnum úr flokki sem kallaði sig Bjarta framtíð, nennti ég ekki að hlusta á. Þá var algerlega nóg komið og ekki síst þegar kvenkyns þingmaður úr pjötluflokki kom og skammaði íslensku þjóðina fyrir að viðhafa lýðræði í landinu með því að þeir flokkar sem kosnir eru til valda séu við völd, en ekki þeir flokkar sem kjósendur hafna

Það sem stóð upp úr á þessi kvöldi var hversu ömurlegur söfnuður af innantómu þvaðri tíndist upp úr ruslatunnum smáflokkanna. Þeir eiga ekki langt eftir. En stóra fullveldisljósið hans Bjarna Benediktssonar og íslenska krónan hans lýstu þó sál mína mest upp og var það uppörvandi tilfinning

En Bjarni minn góður: Númer eitt) Hafa stanslaust kveikt á stóra ljósinu þínu, og númer tvö) boða stórfelldar skattalækkanir fyrir næstu kosningar. Þú einn getur gert það og þér einum trúir fólk til þess. Og númer þrjú) þvo bændaútrýmingarstimpilinn af flokknum. Það verður að gerast!

Gangi þér og xD þingflokknum vel

Fyrri færsla

Fyrsta kynslóð ónýtra Hörpu-forseta lætur úr Reykjavíkurhöfn


Fyrsta kynslóð ónýtra Hörpu-forseta lætur úr Reykjavíkurhöfn

Harpan nær ekki upp í rekstur pizzu-hrings

Næstum engar tekjur, eins og allir máttu vita; en útgjöld algerlega massíf

Tapsfjöll Reykjavíkur eru nú orðin svo stór að þau ógna byggð í borginni. Hin lekandi pólitísku hóruhús Harpan og Okurveitusveppurinn, eru einungis tilraunasprengdur taps forgrunnurinn undir komandi borgarlínu (omg!), sem svæla mun loks flesta íbúana burt af núverandi höfuðborgarsvæði Íslands

Í gær birtist einnig fyrsta kynslóð ónýtra forseta í Alþingshúsinu, til að grenja þar yfir eigin vangetu. Þurrkaði hann henni yfir á þjóðina, eins og von og vísa er þeirra sem almenningur fjármagnað hefur of mikið frá fæðingu. Hann verður aldrei betri en það sem hann er, sama hvaða þurra plagg hann fær á afturendann

Vona ég svo sannarlega að hann, já hann, verði ekki endurkjörinn. Helst ætti hann að segja af sér vegna skorts á launalausu gulu hári. Þjóðin hefði átt að kjósa Davíð, sem hvorki er kommúnisti né bleyjubarn. Sú staðreynd er að verða heldur betur ískyggilega greinileg

Jafnvel skattpíningar-forsætisráðherrann frá xD virðist ekki geta gert upp við sig hvort hann er Kommi eða Maóisti, því varla getur hann verið Sjálfstæðismaður. Hann er að verða jakkafötin tóm. Enginn veit hvort hann þekkir true north eða ekki, eða hafi yfir höfuð neinn áhuga á að komast þangað. Hvers vegna ætti fólk að kjósa þann sem það veit ekki hvert ætlar að fara. Ég spyr, því ekki getur hann lengur staðið þar sem hann er, sem enginn veit hvar er. Hvað með að blikka nokkru sinnum með vasaljósinu, svo við vitum hvar þú ert. Eða áttu kannski ekkert vasaljós?

Fyrir andvirði einnar Hörpu hefði íslensk þjóð getað gætt loftrýmis landsins með eigin fljúgandi landhelgisgæslu í orrustuþotum út frá þremur landsfjórðungum, og þar með sloppið við að koma með sótsvartan betlistaf af skömm á NATO-fundina. En nei, tapfjallið úr sprengigígum hins opinbera skal stækkað við listrænan undirleik og neistaflug allsherjar peningabræðslu hins opinbera, sem brátt telur hálfa þjóðina. Þvílík skömm, þvílík skömm

Allar tekjur hins opinbera koma frá atvinnurekstri. Engar aðrar tekjur eru til. Og þið stundið ekki atvinnurekstur, heldur eyðið þið því sem aflað er. Þið eruð peningabræðslan

Krækja: Hvað er Íhaldsmaður ?

Fyrri færsla

Þýskaland í gíslingu Tyrklands


Bloggfærslur 13. september 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband