Leita í fréttum mbl.is

Brjéf til: Hćstvirtrar Janet L. Yellen formanns seđlabanka

Bréf Patrick McHenry til Janet L Yellen

Mynd; Brjéfiđ

31. janúar 2017

Kćri stjórnarformađur Yellen:

Ég skrifa ţér vegna ítrekađrar ţátttöku seđlabanka Bandaríkjanna, Federal Reserve, í alţjóđlegum samkundum um reglugerđir fyrir fjármálastarfsemi. Ţrátt fyrir ađ Donald Trump forseti hafi sent skýr skilabođ um ađ hagsmunir Bandaríkjanna í alţjóđlegum samningaviđrćđum hafi forgang, ţá virđist seđlabankinn halda áfram ađ semja um reglur fyrir fjármálastarfsemi viđ alţjóđlega skriffinna í fjarlćgum löndum, án gagnsćis, ábyrgđarskyldu og heimildar til ađ gera svo.

Ţetta er óásćttanlegt.

Áframhaldandi ţátttaka í alţjóđlegum samkundum eins og Ráđgjafarnefndar um fjármálastöđugleika (FSB), Baselnefndinnni um bankastarfsemi og eftirlits ţess (BCBS) og svo í Alţjóđasamtökum vátryggingaeftirlita (IAIS) grundavallast á ţví ađ ná fram markmiđum hinnar nýju ríkisstjórnar. Hún mun líklega krefjast yfirgripsmikillar endurskođunar á ţegar gerđum samkomulögum sem á ósanngjarnan hátt refsa bandaríska fjármálakerfinu á sviđum eins og kröfum til eiginfjár, tryggingum, afleiđum, kerfislegri áhćttu og eignastýringu.

Hina leynilegu skipan ţessara alţjóđlegu samkunda verđur einnig ađ endurmeta. Samkomulag eins og Basel III samkomulagiđ um fjármagn var gert og samţykkt af seđlabanka Bandaríkjanna međ lítilli vitneskju bandarísks almennings og ţćr voru niđurstöđur ógagnsćs ákvarđanatökuferlis. Alţjóđlegu stöđlunum var síđan snúiđ yfir í innlenda reglugerđ sem ţvingađi bandarísk fyrirtćki af ýmsum stćrđum til ađ hćkka verulega eiginfjárţarfir sem leiddi til lakari hagvaxtar hér í Bandaríkjunum.

Ţađ er skylda og ábyrgđ allra eftirlitsstofnana ađ styđja viđ bandaríska hagkerfiđ, og ađ gegnumlýsa og rannsaka alţjóđleg samkomulög sem eru ađ drepa bandarísk störf. Ţar af leiđandi verđur bandaríski seđlabankinn ađ stöđva allar tilraunir til ađ semja um bindandi stađla sem íţyngja bandarísku atvinnulífi ţar til ađ Trump forseti hefur haft tćkifćri til ađ útnefna embćttismenn sem veita bestu hagsmunum Bandaríkjanna forgang.

Einlćglega
Patrick McHenry
Varaformađur
Fjármálaţjónustunefndar bandaríska ţingsins

****

Já ţađ er nú ţađ. Er ţetta kannski upphafiđ á endinum fyrir svo kallađ "sjálfstćđi seđlabanka"? Ţetta er ađ minnsta kosti ekki upphafiđ á "sjálfstćđi herafla", ţar sem hershöfđingjar eru algerlega látnir einir um herinn međ ţeim rökum ađ fulltrúum fólksins sé ekki treystandi til ađ hafa vit á hermálum og ađ ţeir skađi "trúverđugleika" hersins. Ef ađ menn eru hrćddir um svo kallađan "trúverđugleika seđlabanka" í höndum fulltrúa fólksins, ţá er hćgt ađ leysa ţađ mál međ ţví ađ skipa tölvu sem seđlabankastjóra, ţví eins og allir vita, ţá hafa tölvur óendanlegan trúverđugleika, ekki satt. Náttúrlega algerlega galiđ

Verđur "sjálfstćđi seđlabanka" átlitin samskonar firra eftir 20 ár? Já ţađ getur bara vel veriđ. Ţađ getur bara vel hugsast

Seđlabanki Bandaríkjanna er peningakerfis- og greiđslustofnun sem ţingiđ bjó til og sem á sig sjálf án ţessa ađ eiga sig sjálf og hún skal skila rekstrarhagnađi, en ekki rekstrartapi. Seđlabanki Bandaríkjanna starfar í umbođi bandarísku ţjóđarinnar. Enginn á seđlabanka bandaríkjanna en ţjóđin á umbođ og hlutverk hans og hann starfar í ţágu hennar

Fyrri fćrsla

Trump kominn í Obama-stöđu


Bloggfćrslur 5. febrúar 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "samfélags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband