Leita í fréttum mbl.is

Myntin sem krefst að kosningar séu helst bannaðar

Hinn peningalegi Frankenstein Evrópusambandsins, evran, er komin í þá stöðu að helst þyrfti að banna kosningar í öllum löndum Evrópusambandsins ef hún á að lifa af. Sú er staðan á þessu minnismerki sérfræðingaveldis esb-elíta í dag

Menn spyrja: heldurðu að evran lifi kosningarnar í Frakklandi af? Eða - mun gereyðingarmáttur hennar koma þriðju borgarastyrjöld Evrópu af stað? Hvort mun gerast á undan, efnahagsleg gereyðing Grikklands eða Ítalíu?

Einn þriðji hluti gríska hagkerfisins er horfinn. Heimsmet í efnahagslegri misþyrmingu fer þar fram undir fána og merkjum evrunnar og esb

Enginn talar lengur um að evran átti að lækna það sem menn segja nú að þurfi að læknast til að hún lifi af. Enginn spyr hvers vegna það þurfi að drepa sjúklinginn svo að lyfið við honum skemmist ekki

Það verður spennandi að fylgjast með málum þegar teymi Donalds J. Trump sest í stjórnarsæti sín í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Það verður fróðlegt, svo ekki sé minna sagt

Fyrri færsla

Tilboð Bandaríkjanna um passlegt NATO


Bloggfærslur 17. febrúar 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "samfélags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband