Leita í fréttum mbl.is

Tölvunarbransinn kominn í dauðastríð

US Exports of Crude Oil - Thousand Barrels per Day - October 2017

Mynd: hráolíuútflutningur Bandaríkjanna í október 2017

Eitt öruggt merki um að eitt tímabil sé að líða undir lok og að annað sem enginn veit enn hvað er, er að hefjast, er þegar örvænting verður helsta söluvaran. Þá hefst sá tími er örvænting nær tökum á þeim sem þykjast vinna við smíði nýrrar framtíðar, en sem þeir vita samt ekki hver né hvar er

Segja má að allur tölvunargeirinn sé að líða undir lok sem sú þekkta stærð sem hann áður var. Hann var hnífseggin sem skar okkur leið inn í framtíðina sem einungis tækifyrirtæki sáu, vegna þess að þau voru einmitt tæknifyrirtæki

En nú er sú framtíð sem sá geiri sá, fyrir langa löngu hingað komin og alla leið niður í maga neytenda og jafnvel enn lengra. Enginn í bransanum veit hvað gerist næst og örvæntingin grípur um sig, vegna þess að það er hlutverk tækifyrirtækja að vita hver framtíðin er og hvar hún er

Bransinn er því byrjaður að tryllast vegna þess að hann hefur ekki minnstu hugmynd um hvað gerist næst né hvaða nýja tímabil er að hefjast á meðan því gamla sem hann kunni svo vel, er að ljúka. Bransinn er því að tryllast. Hann reynir að troða tækni sinni inn í til dæmis ísskápa og hrærivélar og tengja þau við veraldarvef, sem jafnframt einnig er að komast í þrot. Og hann reynir líka að troða sér inn í ökutæki. Þetta er merki um mikla örvæntingu. Að láta þakrennur vökva stofublóm, er nú eins og það er

En svæsnasta merkið um örvæntingu bransans eru svo kallaðar rafmyntir. Þegar þær takast á loft þá veit maður að bransinn er við það að byrja að falla saman undan eigin þunga. Hann veit í reynd ekki hvað hann á að taka sér fyrir hendur næst, því hann veit ekki enn að tímabili tölvunarbransans í núverandi mynd er lokið - og hann veit ekki hvað kemur næst. Það veit ég ekki heldur. En það verður ekkert af því sem nú glymur hæst í tómri tunnu

Tölvunartæknibransinn mun ekki bylta ökutækjabransanum, heldur mun tölvunartæknibransanum verða umbylt af hinum óþekktu. Bransinn stendur ekki lengur undir nafni. Hann er ekki lengur tæknibransi, nema að litlu leyti. En það verða sem sagt ekki bifreiðar, ótengdar hrærivélar né fáránlegar starfrænar rafmyntir sem leysa tilvistarvanda tölvunarbransans

En hitt veit ég, að hráolíuútflutningur Bandaríkjanna sló öll met í október. Hann var 1,73 milljón tunnur á dag. Take that Mr. Putín. Take that

Það styttist í rússnesku ragnarökin. Þau kínversku eru hins vegar þegar mætt á staðinn. Þau heita stórhert einræði og ekki að ástæðulausu. Kína er að falla saman. Tekst honum herranum að soppa það? Það veit ég ekki. Eitt er að segja en annað er að gera. Að gera, er alltaf það erfiða

Fyrri færsla

Ég óska öllum gleðilegra jóla


Bloggfærslur 30. desember 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband