Leita í fréttum mbl.is

Ógeðfellt samsæri gegn Ísrael

Ef Ísraelsmenn leggðu niður vopn, þá yrðu þeir drepnir og þeim útrýmt. Ef Palestínumenn og bandamenn þeirra leggðu hins vegar niður vopn, þá yrði friður

Þessar tvær algerlega andstæðar niðurstöður þannig gjörða, útskýra í hnotskurn þá stöðu sem búið er að koma Ísraelsríki í. Sú staða hefur meðal annars orðið til fyrir tilstuðlan svo kallaðra "alþjóðlegra stofnana". Og það er virkilega ógeðfellt að aðildarríki stofnunar Sameinuðu þjóðanna skuli voga sér að fjalla um málefni Ísraelsríkis án beinnar aðkomu þess að því sem verið er véla um. Já þetta er ekkert annan en vélabrögð sem viðhöfð eru í þeirri samkundu sem hér er að verða sér algerlega til skammar. Hún á ekki langt eftir sú stofnun, skal ég segja ykkur

Það hefur fyrir löngu verið ákveðið að engin alþjóðleg stofnun eða samkunda skuli nokkru sinni blanda sér í málefni Ísraelsríkis án beinnar aðkomu þess að málum. Það er sú lágmarkssiðmenning sem hægt er að fara fram á þegar staðan fyrir það ríki er sú, að ef það leggur niður vopn, þá mun þjóð þess verða útrýmt; þ.e. henni slátrað

Ég skil því vel að Bandaríkin ætli sér að taka niður nöfn og heimilisföng á þeim ríkjum sem vinna að því að grafa undan tilvist þjóðar Gyðinga í sínu eigin landi. Það eru lágmarksviðbrögð. Og að skúfa fyrir þróunaraðstoð til þeirra er algerlega sjálfgefið, því þau sanna þar með að þeir peningar fara einungis í vanþróunaraðstoð þeim til handa. Það var aldrei tilgangurinn með að rétta öðrum hjálparhönd, að þeir vanþróuðust fyrir þær sakir

Fari þau ríki norður og niður sem haga sér þannig, því þannig hegðun átti að vera algerlega liðin tíð. Ég skil vel að Gyðingar flýi til Ísraelsríkis. Þar er einu vörnina gegn hatrinu á þeim að finna. Og þeir flýja í tugum þúsundum frá Evrópu núna, meira að segja á hverju einasta ári! Stór hluti Evrópu er hér gera sig að heimsskömm, einu sinni enn

Fyrri færsla

Talar ekki eins og þið og efnir kosningaloforð


Bloggfærslur 21. desember 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband