Leita í fréttum mbl.is

Ímyndaða "iðnbyltingin" eyðileggur framleiðni Vesturlanda

Grein FT: Productivity and the crisis of attention

Þessu varpar Dan Nixon fram á vef stefnudeildar breska seðlabankans. Reyndar heitir bankinn Englandsbanki eða Bank of England. Hann gefur líka út sterlingspund

Uppfært: (bein krækja á færsluna hjá BoE: Bank Underground blog)

Bein tengsl eru líklega á milli fallandi framleiðni í þróuðum hafkerfum og innleiðingu stafrænnar tækni, sérstaklega snjallsíma, segir í skrifum seðlabankamannsins

Þetta er ansi áhugaverð tilgáta hjá Nixon. Ég hef alltaf sagt að það ætti að banna tölvur í grunnskólum (og snjallsíma, þeir eru tölvur)

Og ég hef líka alltaf sagt að forðast ætti fyrir alla muni galopin skrifstofurými. En það verður náttúrlega ekki gert fyrr en að fyrirtækin fara á hausinn. Það er ekki hægt að hugsa í þannig umhverfi. Enda hugsaði enginn neitt og hrunið skall bara á sérfræðingum sameinuðu opnu skrifstofuveldanna. Eitt púff og allt var farið

Og svo kórónar Nixon getverk sitt með því að vera mér sammála um að "Big Data" sé líklega algerlega útúr-tilgangslaus heilaspuni og bara enn ein kenningin veidd upp úr salerni, eða búin til hjá sérfræðingum í opnum skrifstofurýmum, nema hvað. Músasmellirnir og önnur notendaviðbrögð eru mest suð frá taugaveiklun og skorti á einbeitingu. Það er það sem "big data" er. Betra hefði verið að taka snjókorn upp á disk og kalla þau "big data" - stór-gögnin miklu

Þannig var það með "nýja hagkerfið", sem um tíma seldist vel. Síðasti söludagur þess reynist þó vera 1. janúar árið 2000. Þá sprakk það

Mamma mamma!, allir eru að iðnbylta sér, má ég ekki líka. Jáh, allir eru..

Fyrri færsla

Taparar virðast ætla að snúa bökum saman


Bloggfærslur 29. nóvember 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband