Leita í fréttum mbl.is

Á xD að verða pólitísk þreskivél fyrir VG?

Því er ekki hægt að neita að mögulegir samstarfsflokkar í ríkisstjórn eru allir mannanna verk og sumir þeirra jafnvel orðnir pólitískir óverknaðir

Fari Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn með Vinstri grænum þá myndi hann virka sem pólitísk þreskivél fyrir VG, þar sem VG myndi uppskera vegna rekstraröryggis Sjálfstæðisflokksins

Þetta myndi hins vegar slíta hinni pólitísku vél Sjálfstæðisflokksins og bitna á honum í næstu kosningum, þar sem VG mætti til leiks með fangið fullt af afurðum sem xD hefur komið heim í hlöðu með burðarþoli og þrauki. xD myndi fá skammirnar og uppserka lítið

Níska er leiðinleg en öræti er skemmtilegt. En enginn ætti hins vegar að láta troða á sér og nudda sig niður bara af því að hann heldur að eina vandamál lífsins séu naglar. Þannig hugsa hamrar allt sitt einfalda líf. Stundum ættu naglar að fá að standa svo aðrir geti rifið sig á þeim. Ég óttast að ríkisstjórn xD með VG myndi slíta og nudda xD niður

Það sem ég skil ekki er þetta: Af hverju snýst stjórnarmyndun um Vinstri græna? Þeir eru enn sama ruslahrúgan og hundi niður úr kosningasvikum og innvortis geggjun árið 2013

Ef ekki tekst að mynda ríkisstjórn núna, þá þarf að kjósa aftur. Vonandi myndi pólitískum óverknuðum þá fækka enn frekar

Fyrri færsla

Hvað ráðleggur stjórnmálastéttin Sjálfstæðisflokknum núna?


Bloggfærslur 13. nóvember 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband