Leita í fréttum mbl.is

Ónýtar stjórnarskrár: Annar hluti spænsku stjórnarskráarinnar

Sú stjórnarskrá er árgerð 1978: Þar segir:

****

Þýðing: "Stjórnarskráin er byggð á ósundrandi einingu spænsku þjóðarinnar, opinberu og ósundrandi landi allra Spánverja; hún viðurkennir og tryggir sjálfsstjórnarrétt þjóða/þjóðerna héraðanna sem hún samanstendur af og samstöðunni meðal þeirra allra"

Enska: Section 2. "The Constitution is based on the indissoluble unity of the Spanish Nation, the common and indivisible homeland of all Spaniards; it recognizes and guarantees the right to self-government of the nationalities and regions of which it is composed and the solidarity among them all."

Vandamálið hér að að þjóð samanstendur ekki af öðrum þjóðum. Sú þjóð sem samanstendur af öðrum þjóðum er ekki þjóð. Hún er ekki þjóð. En þjóð er hins vegar þjóð; punktur

Sem sagt: spænska stjórnarskráin segir fyrst að Spánn sé ein sameinuð þjóð. Í næstu línu segir hún að það sé þeirrar þjóðar að tryggja sjálfsákvörðunarrétt þeirra þjóða sem sem mynda þjóðina. Auðvitað hefur Spáni hér mistekist að taka margar þjóðir og reyna að búa til úr þeim eina þjóð. Það er ekki hægt, vegna þess að þjóð er þjóð og margar þjóðir eru margar þjóðir

Hefðu menn flett upp í Gamla testamenti Biblíunnar þá hefðu þeir svart á hvítu séð að þetta gengur ekki upp, því þar stendur:

"þitt fólk er mitt fólk og þinn Guð er minn Guð"

****

Hér er einn eitt dæmið um vonlitlar stjórnarskrár þeirra landa sem mynda Evrópusambandið, ásamt sjálfri yfirstjórnarskrá sambandsins sjálfs, sem er sovésk klessa

Franska stjórnarskráin hefst á enn verri mótsögn og sem kostað hefur fimmtán nýjar stjórnarskrár og fjögur ný lýðveldi ofaní það fyrsta. Um er að kenna því sem næst banvænu sósíalistísku líberalisma-sprautuverki John Locke og félaga

Þetta er sama liðið og sífellt ræðst á stjórnarskrá okkar Íslendinga; Kommar, kverúlantar; sossar og stjórnleysingjar

Nú bíður maður bara eftir því að Evrópusambandið í Brussel fagni þjóðaratkvæði Katalóníubúa. Það segi ég vegna þess að Evrópusambandið fagnaði ákaft þegar aðeins 29 prósent kjósenda ákváðu að Króatía skyldi afsala sér sjálfstæðinu og ganga í Evrópusambandið til að í bitum að afhenda því einnig fullveldið. Þetta gerðist svo seint sem 22. janúar 2012

Evrópusambandið varð sjálfstætt yfirríki yfir öllum löndum sambandsins með Maastricht-sáttmálanum árið 1992

Nú hlýtur einnig Gíbraltar að hafna því að deila fullveldi sínu með Spáni eftir sýninguna í gær. Svo líklegt er að Gíbraltar verið áfram hluti af Stóra Bretlandi, en ekki Spáni

Og svo eru það spænsku bankarnir. Já bankarnir og skjálfandi Royalbúðingurinn evran

Fyrri færsla

840 særðir í átökum vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði


Bloggfærslur 2. október 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband