Leita í fréttum mbl.is

Fundur með Bjarna Benediktssyni framfaramanni á Hvanneyri

Fálkamerki Sjálfstæðisflokksins

- SÍMSKEYTI TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA

Bjarni Benediktsson, Haraldur Benediktsson, Óli Björn Kárason og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins komu á fund með okkur Sjálfstæðismönnum Borgarfjarðarsýslu og víðar, þriðjudagskvöldið 10. október. Var fundurinn svo ákafur og líflegur að þrír tímar entust varla. Þórdís Kolbrún ráðherra stýrði

Húsfyllir var, bændur, búamenn og íbúar fjölmenntu. Þetta var umræðufundur. Hann snérist um hugmyndavinnu Sjálfstæðismanna í byggða- og landbúnaðarstefnu undir slagorðinu Allt Ísland blómstri, ásamt aðhaldsglímubrögðum frá fræknum fálkum flokksins sem halda þingmönnum hans við efnið. Merki flokksins er enda íslenski fálkinn, en ekki rauð stjarna, fallin sigð og hamrar í haus

Þingmennirnir Haraldur bóndi hjér og Óli Björn að norðan, hafa um tíma verið að vinna að því að móta hugmyndir sem stutt geta undir framtíðarstefnu sem heitir Allt Ísland blómstri. Þar var margt gott fyrir Íslendinga og allar byggðir landsins. Góðar hugmyndir. Þetta starf þingmannanna hóst áður en Björt framtíð og Viðreisn hófu kapphlaupið úr eldhúsinu inn í kynlausa sjálfsmorðsstofuna þar sem á þær stökk fullur trúnaður með uppreisn frá miðju

Leist mér vel á flest en sagði þó að varanlegri hryggsúlu viss hvatakerfis þyrfti að skjóta undir, til að bera blómstrandi Ísland uppi í hvaða veðri sem er. Núna ríkir nefnilega góðviðri. Svo mun ekki alltaf verða og það vita allir. Þannig er það alltaf og verður alltaf. Það vissu Abraham, Jakob, Móses og Davíð af því að þeir voru allir fjárhirðar. Bjarni kom til að halda hjörð sinni saman. Hann veit að það er alltaf fyrsta boðorðið; að halda þjóðinni saman

Margir komu með sín daglegu vandamál og sögðu frá. Og sum þeirra eru hrein tilvistarvandamál. Við vitum öll að það er skandall að bændastéttin sé orðin lægst launaða stétt á Vesturlöndum og við vitum að svo mun einnig fara fyrir landbúnaði og ferðaþjónustu ef slíkri þróun verði ekki mætt með skynsemi áður en hún skýtur hér algerlega föstum rótum. Sú láglaunaþróun Vesturlanda í tveim greinum -annarri þeirra meira að segja grunnatvinnuvegi- má ekki ná að verða til hér eins og úti í hinum æ meira vesæla heimi lágra launa meðal þjóða sem hent hefur verið á fjóshaug hins heilaga líberalisma John Locke (krata-vinstri-ESB og víðar). Vandamál sauðfjárbænda þarf að stöðva strax, það var öllum ljóst. Strax!

Ljóst finnst mér að úr flokknum eru flestar stuttbuxur nú foknar og nálastrípuð jakkaföt að mestu farin úr tísku. Þetta er Sjálfstæðisflokkur með jarðsamband. Fálkaflokkurinn

Bjarni Benediktsson sagði ESB-reglugerða farganinu, sem veltur yfir allar byggðir Íslands, allsherjar stríði á hendur. Hann sagði að við ættum að vera hundrað sinnum harðari á því sviði, já harðari, og það væri hneyksli hvernig því fargani Evrópusambandsins er kyngt hér þegjandi og hljóðalaust. Skar hann upp mikið klapp og fögnuð við þá yfirlýsingu. Og hann sagði líka að það væri skandall að peningar vegna umhverfismála fari úr landinu okkar og endi á skrifborðum í fjarlægum skrifstofuveldum án þess að nokkuð kæmi út úr þeim. Ísland hefur ekki efni á að halda slíku batteríi skriffinna uppi, sagði hann

Bjarni vill einnig lækka tekjuskatt á launafólk, enda kominn tími til. Því ber að fagna. Þetta er rétti tíminn til slíkra kjarabóta án þess að brenna tún þjóðarinnar af með ofburði. Við erum fullvalda og frjáls þjóð en ekki nýlenda ESB. Við Íslendingar ráðum slíkum málum hér í okkar landi, svo lengi sem hjörðinni er haldið saman. Rífa vill hann líka stórgripapeninga út úr bankakerfinu og dreifa þeim yfir landið í innviði. Vegi og brýr, meðal annars. Bankakerfið er of féstórt miðað við stærð hagkerfisins, sagði hann - og þar á ríkið mikið fé

Kjötþúfan sem blásin var upp í fjall meðal þeirra sem fara hefðu átt frekar til óstarfa sinna í sendiráð í Mongólíu, samkvæmt fálkanum frækna hér að ofan, sagði Bjarni að væri fáránlegur málflutningur. Það er og hárrétt rétt hjá honum. Peningafjall bankanna er því það sem Bjarni vill minnka, en ekki kjötþúfuna sem ein verslun selur á ári, eins og hann benti á

Miklar umræður spunnust og líflegar. Bjarni formaður og fullveldissinni stækkar og stækkar og hann herðist og herðist, því meira sem mótlætið er. Það er mér orðið ljóst. Hann og flokkinn allan ætla ég því kjósa. Upp með fánann og fálkann og niður með ótíðindi

Þakka ég fyrir mig

- FULLT STOPP

Fyrri færsla

Tökum næturfrost út úr hitavísitölunni


Bloggfærslur 11. október 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband