Leita í fréttum mbl.is

Evran er fallin um tæp 20 prósent. Bæði kaupmáttur og vinsældir hennar fjara út

 
Frjósemishlutfall - atvinnuþátttaka kvenna
Frá 26. nóvember síðastliðnum hefur hinn pólitíski myntvafningur elítu og embættismanna Evrópu fallið um tæplega 20 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Þetta þýðir að einn Bandaríkjadalur - með framtíðina fyrir sér - kostar nú um það bil 24 prósent meira, ef maður borgar fyrir hann í evrum sem eru að hverfa eins og mynt Sovétríkja og keisaradæma.

Þetta er í annað skiptið á 11 árum sem evrunni er ekki treyst sem gjaldmiðli. Í fyrra skiptið gerðist það þegar henni var þröngvað upp á íbúa evrusvæðis, gegn vilja þeirra. Þá féll hún 30 prósent vegna vantrausts (sjá: Ónýtir gjaldmiðlar

Fallið hjálpar þó fáum löndum evrusvæðis því þjóðirnar eru innbyrðis hlekkjaðar á sömu galeiðu innvortis viðskipta. Evrulönd eru því að verða framfaralega úrkynja gegn vilja þegnanna. Embættismenn og elíta Evrópu stjórna þessu. 

Það er ömurlegt að búa við svona lélega mynt og 10-50 prósent atvinnuleysi evrulanda áratugum saman. Þarna er framtíð ungs fólks kolsvört. Enda neita konur í evrulöndum að eingast börn inni í þeim skápum sem þær eru geymdar í afdölum karlpunga evrulanda.
 
Fyrri færsla
 


Bloggfærslur 4. júní 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband