Leita í fréttum mbl.is

ESB: Spánn, ţjóđ međal ESB-ţjóđa í örvćntingu

Hvenćr skyldi Ţýskaland yfirgefa sökkvandi skipiđ?
Spánn sem gekk í Evrópusambandiđ áriđ 1986 er nú á barmi örvćntingar og hugsanlegs ţjóđargjaldţrots. Aldarfjórđungur í Evrópusambandinu hefur skilađ Spáni á endastöđ ţjóđanna; á kaf í evrusvađiđ.

Á árunum frá 2002-2008 eyđilagđi seđlabanki Evrópusambandsins efnahag Spánar međ ţví ađ stilla raunstýrivexti landsins á neikvćtt gildi. Slík efnahags- og peningastefna leggur ţjóđarhag ríkja í rústir. Börn vita ţađ. 

Á Spáni var atvinnuleysi 19,7 prósent í apríl. Atvinnuleysi hjá ungu fólki undir 25 ára aldri var á sama tímabili heil 40,3 prósent. Ungt fólk á ţví afar svarta framtíđ fyrir sér í ţessu Evrópusambandslandi. Flest ţessara ungmenna myndu eflaust kjósa ađ flytja til Íslands ef ţau mćttu ţađ og ćttu peninga fyrir farmiđanum.   

Konur á Spáni vilja ekki fćđa börn inn í ţađ sem eftir er af ţjóđríki Spánar í Evrópusambandinu. Frjósemishlutfall innfćddra kvenna er ađeins 1,33 fćtt barn á ćfi hverrar konu. Ţetta er stórslys fyrir Spán og mun leggja landiđ ađ velli á nćstu 50-150 árum. Svona hefur ţetta veriđ allar götur frá ţví ađ landiđ gekk í Evrópusambandiđ áriđ 1986.

Eftir 24 ár í Evrópusambandinu vill enginn fćđa börn á Spáni. En ţađ vill heldur enginn lána Spánverjum peninga. Fjármálakerfi landsins hefur nú veriđ sparkađ út úr samfélagi alţjóđabanka og útaf millibankamarkađi ţeirra. Mynt Spánar er evra og er hún líklega um 50-70% of hátt metin fyrir spćnskt atvinnulíf. Ţess vegna eru allir atvinnulausir á Spáni. Of fáir vilja kaupa af ţeim of dýrar vörur í of dýrum evrum. Spánn er full stopp. Börn vita ađ svona fer ţegar gjaldmiđillinn er ţjóđinni ónytjungur. 

Spánn getur ekki losnađ úr ţessu fangelsi ţjóđarinnar. Engin leiđ er til önnur fyrir Spán en sú ađ drepast sem ţjóđ međal ţjóđa í kirkjugarđi ríkisstjórna í Evrópu ţ.e. í evrukirkjugarđinum. 

Spánn var einu sinni land og ţjóđ. Nú er landiđ bara hluti af evrusvađinu. 
 
Fyrri fćrsla
 

Bloggfćrslur 25. júní 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband