Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Endurskoðað "minnisblað fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kraganum" [u]

Vilborg Hansen hefur innt prófkjörs-frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í því sem kallað er Kraginn —utan um hvað veit ég ekki— eftir afstöðu þeirra til þess hvort leggja eigi fullveldi og sjálfstæði Ísland niður og sem sagt; hvort skríða eigi með þessi fjöregg 18. stærstu eyju veraldar í einum hangandi poka um kraga þess inn í Evrópusambandið að eilífu.

Einföld spurning Vilborgar til frambjóðendanna var þessi:

Hver er afstaða þín til inngöngu Íslands í ESB?

Þess ber að geta að á tvennum vefsíðum hafa menn þegar flokkað svörin sem Vilborg hefur fengið; hér og hér.

Að mínu mati er svar Ragnars Önundarsonar sérstakt ósvar og því ranglega flokkað. Það er ekki flokkað í réttan flokk því það er svona;

 

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur; "Innganga er ótímabær. Hagsveiflur kæmu fram í atvinnuleysi. Íslenska hagkerfið þarf að verða áhættudreift orkuhagkerfi áður.“

 

Prófkjörsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og sem hérlendis varaði við bankabólunni, virðist vera fylgjandi afsali Íslands á fullveldi og sjálfstæði Lýðveldisins yfir til Evrópusambandsins, þegar verðið sé rétt. Honum finnst —að mínu mati— að salan á frelsinu, fullveldinu og sjálfstæðinu sé hins vegar ekki "tímabær" núna (þannig orðar hann það), og þá vegna þess verðs sem nú fengist fyrir fjöreggin þrjú, sem pólitíska skiptimynt inni á kauphallargólfi hins pólitíska hagkerfis ESB, sem orðið er svo tröllrisavaxið um alla Evrópu, að sovétið það nálgast.

Ragnar Önundarson virðist því bíða eftir verðhækkunum. Bíða eftir því að búið sé að breyta hagkerfinu þannig að atvinnuleysi komi ekki út úr því sem hann kallar hagsveiflur og að áhættudreifing í "orkugeiranum" verði meiri (stærri snjóþrúgur til að ganga gjaldþrota á).

Skoðið öll svörin hér á opinni vefsíðu Vilborgar; Afstaða frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Kraganum til inngöngu Íslands í ESB. 

Ég var djúpt snortinn af svari Elínar Hirst, því ég ER fyrst og fremst mannleg tilfinningavera. Ekki vara. Hennar svar er svona;

 

Ísland á ekki að fara inn í ESB. Ástæðan er fyrst og fremst sú að við viljum ekki missa fullveldi okkar sem við börðumst fyrir en sjálfstæðisbarátta okkar var erfið en skilaði loks árangri 1918 þegar við fengum fullveldi. Við misstum fullveldið í hendur Noregskonungs árið 1262, í kjölfar Sturlungaaldar, eða borgarstríðs, og fengum það ekki aftur fyrr en tæpum 700 árum síðar. Þá fór Íslands loks að blómstra eftir margra alda eymd. Fullveldið er okkur verðmætara en nokkuð annað og verður í raun ekki metið til fjár. Síðan má nefna margar aðrar ástæður, eins og til dæmis ástandið innan ESB, en þetta er sú mikilvægasta.“

 

Þegar hingað er komið í sögu þessari, höfum við áður fengið serveraðan ískaldan hagsmunamat —reyndar gaddfreðinn— og svo var æla borin á borð fólksins í eftirrétt og því sagt að kyngja henni. 

"In case of doubt, attack."

- George S. Patton 

 

Uppfært; Jón Baldur L'Orange hefur nú birt súgþurrkaðan lista yfir til-prófs-frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Kraga þessum, sem áður hét Suðvesturkjördæmið á Íslandi; og þar úr varð ekki allt að heyi í harðindum þessum. Hafi hann þökk fyrir.

Í Suðvesturkjördæmi er mér nú sagt að í séu sveitarfélögin: Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Álftanes, Kópavogsbær, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær, Kjósarhreppur og ef til vill Tímabær.

Fyrri færsla

To be, or not to be, in that sal 


To be, or not to be, in that sal

 
Það er þýðingarmikið, það er lífsspursmál, að slíkir menn séu til í þessum sal núna. Ef þeir finnast ekki hér, er réttast að taka undir með Sr. Sigvalda, að nú sé kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér.

 
To be, or not to be: that is the the question. Og hún mun verða æ áleitnari fyrir þjóðríkið
 
 
Fyrri færsla
 

Merck stöðvar afhendingu á krabbameinslyfi til grískra sjúkrahúsa

Þýska lyfjafyrirtækið Merck KGaA vill ekki lengur afhenda krabbameinslyfið Erbitux til sjúkrahúsa í opinberum rekstri í Grikklandi. Þetta segir talsmaður fyrirtækisins úr aðalstöðvum þess í Darmstadt í dag. Sjálfur yfirmaður fjármála hjá Merck KGaA, Matthias Zachert, segir enn fremur í samtali við Kauphallartíðindi Þýskalands, að sjúkrahús í opinberum rekstri í Suður-Evrópu-Evrópusambandsins séu þau sjúkrahús sem verst fara út úr evruupptöku Evrópusambandsins. Hann segir að Grikkland sé enn sem komið er eina landið í heiminum sem fyrirtækið neitar að afhenda lyfið til. Spánn sleppur enn sem komið er, en naumlega, fyrir horn forstjórnar Merck KGaA í sameinuðu Þýskalandi.

Grikkland gekk í Evrópusambandið árið 1981 —fyrir 31 ári síðan— og hefur á því tímabili þegið 97 miljarða evra af styrkjasukki frá aðalstöðvum Evrópusovétsambandsins í Brussel. Þeir áttu að byggja samfélag Grikkja upp.

Þann 1. janúar 1999 var evru-sogrörs-mynt Evrópusambandsins hleypt af stokkunum úr skipasmíðastöð ECB-aukaseðlabanka Þýskalands, eftir misheppnuðustu ríkjasameiningu veraldarsögunnar. Tilgangur myntarinnar af Þýskalands hálfu frá upphafi, var að bjarga rústuðum efnahag sameinaðs Þýskalands sem þá hét hinn sjúki maður Evrópu, á kostnað annarra ríkja heimsálfunnar.

Aðalefnafræðingur sameinaðs Þýskalands nú, er frú Angela Merkel. Hún er þess utan að upplagi og mennt stórefnafræðingur frá Austur-Þýskalandi kommúnista; DDR.

Tvær krækjur

FT: Merck halts supply of cancer drug to Greek hospitals

Der Spiegel: Wolfgang Munchau on why German unification was a historical mistake 

Fyrri færsla

Dynkur, marr, hvarf


Dynkur, marr, hvarf

Þar sem ég er ekki meðlimur í hinu lokaða intraneti dottið kom af intraneti Facebooks - og verð það aldrei - þá leyfi ég mér að gera athugasemd við pistil Frosta Sigurjónssonar hérna á því er nefnist Internetið.

Frosti skrifar;

Árið 2012 er staðan sú að seðlabanki landsmanna skapar aðeins 5% af peningamagninu en eftirlætur einkabönkum að skapa þau 95% sem á vantar. Bönkum sem eru að mestu í erlendri eigu sem þýðir að allur arður af peningaútgáfu* rennur þjóðinni úr greipum.

Æi; dynkur, marr, hvarf;

Altså minn kæri Frosti. Þjóðin getur ekki misst af neinu er varðar rekstur Seðlabanka Íslands og peningakerfisins, því hann ER þjóðin. Þannig eru ekta seðlabankar ekta ríkja með ekta mynt.

Fjármálakerfið er ekki Seðlabankinn því Seðlabankinn er þjóðin. Það er eins gott að það sé þannig áfram því þjóðin! ætlar EKKI að verða gírkassi fjármálakerfisins - þar sem 5 prósentin óku út um heiminn allan gíruð upp í áttugasta gír, eins og til dæmis Deutsche Bank gerði á sig í bókum sínum er kreppan skall á árið 2008 - og hangir því nú sem útrúlluð drepsótt um alla hálsa Evrópu. Fjármálakerfið er EKKI peningakerfið.

Síðan er þetta hér, fyrst við erum á annað borð að þessu: Stjórnmálamenn sem loka sig af inni á Facebook —sem krefst aðildar— ættu að skoða Internetið. Það er opið öllum. Fyrir allar kosningar í Lýðveldi okkar Íslendinga ætla ég ekki að skrá mig þar, því ég kem með vegabréfið mitt á kjörstað. Ég er nefnilega í Þjóðinni. Í stóra félaginu. ÞAR er ég skráður, en ekki á Facebook.

Svo ef formaður Sjálfstæðisflokksins kann á tölvu þá ætti hann fyrst og fremst að getað birst kjósendum sínum á Internetinu —og þar með öllum þeim sem í stóra félaginu eru— þar sem ALLIR geta lesið hann; án aðildar-skráningar. Nema að þetta sé lokað home-party hjá honum.

Það er hallærislegt að þurfa að segja þetta. En nú er það sagt. 

Takk

 

Var klárt í farsímum þegar árið 2007 f.h. - þ.e.a.s áður en gírkassi fjármálakerfisins bræddi úr sér

Svona

 


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband