Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Þeirra eigin orð í ESB; George Papandreou á kosningaaðventunni 2009

Særðir þjóðfélagsþegnar í Evruríkinu Grikklandi; Mynd; Kathimerini

Mynd; Grikkland 10 ár í evrum og 30 ár í ESB

Salaried workers will not pay for this situation

Núverandi ríkisstjórn Grikklands, undir forsæti George Papandreou sem einnig er forseti alþjóðasambands sósíalista, var kosin til valda — eins og Samfylkingin og Vinstri grænir — vegna þess að hún hafði lofað kjósendum betri opinberri þjónustu og meiri velferð í kosningabaráttunni sem leiddi hana til sigurs í þingkosningunum í október 2009

Í desember, aðeins tveimur mánuðum síðar, sagði þessi nýi forsætisráðherra Grikklands eftirfarandi um ESB-vandamálin sem upp voru komin í Grikklandi og þar með einnig í Brussel;

Launa- og verkafólk mun ekki þurfa að gjalda fyrir þessa stöðu mála; við munum ekki koma með frystingu launa, launalækkanir né niðurskurð. Við vorum ekki kosin til valda til þess að rífa niður velferðarsamfélagið

 

Við sama tækifæri í desember 2009 skrifaði ég þetta

Nú velta menn streituþjáðum vöngum yfir því hvernig þetta mál verði leyst, ef það þá verður leyst. Evans-Pritchard segir að myntbandalagið hafi lokkað Grikkland í gildru. Stýrivextir voru alltof lágir í Grikklandi, Portúgal, Spáni og á Írlandi. Þetta sogaði þessi lönd inn í eigna- og launabólu. Seðlabanki Evrópusambandsins brást hlutverki sínu til þess eins að geta komið þunglyndu Þýskalandi í gegnum efnahagslega armæðu og vesöld. Bankinn hélt stýrivöxtum undir 2% fram í desember 2005. Þetta þýddi ofhitun og bólumyndun í hagkerfum suðursins og svo á Írlandi.

Í greininni segir einnig að "hinn djúpi sannleikur sem enginn fæst til að ræða í evrulandi er sá, að myntbandalagið er varanlega gagnslaust fyrirbæri fyrir alla - og þar með talið fyrir Grikkland og Þýskaland". Evans-Pritchard segir að það verði ESB sem kikni fyrst í störukeppninni. Það verður ekki Grikkland sem bliknar fyrst; Telegraph

Niðurstaða 2011

Þingkosningar í Evrópusambandinu eru bæði tilgangs- og gagnslausar því þjóðríki sambandsins hafa varpað fullveldi landa sinna fyrir róða yfir til Brussel. Svona er að vera í Evrópusambandinu. Sambandið og tilvist þess hefur eyðilagt lýðræðið í Evrópu. Brátt fáum við Brusselska útgáfu af herra Adolf.

Fór ríkisstjórn Íslands á námskeið í Evrópusambandinu?

Með þessum orðum endar þessi pistill og ég sendi góðar kveðjur sjóveginn yfir landhelgi Íslands og yfir til Bessastaða. Þar virðist fullveldi Íslands búa, eins og er, eftir að handjárn Steingríms J. Sigfússonar voru lögð á þjóðkjörna þingmenn svo klára megi niðurlögn fullveldis Íslands fyrir Samfylkinguna. Kosningasvikarinn sá. 

77 

 


Rökunum rakað saman

Italía 5 ára ríkisbréf 20 okt 2011

Hann er orðinn absúrd þessi ESB leiðangur Samfylkingarinnar

  • Ríkisfjárhagur margra evrulanda liggur í rústum
  • Bankakerfi flestra ESB landa liggja í rústum eða öndunarvélum og geta ekki gengt hlutverkum sínum
  • Fjármagnskostnaður evrulanda og lánskjör eru að verða þau verstu í heiminum
  • Myntbandalag ESB liggur alveg rústað
  • Sjálfur tilvistargrundvöllur ESB og evru liggur sem gjall í rústum stjórnmálamanna
  • Rétt- og lögmæti bæði ESB og evru liggur í rústum massífs atvinnuleysis sem varað hefur áratugum saman. Fátæktin eykst og eykst 
  • Ekkert nema svartnættið blasir við Erópusambandinu um langa langa framtíð
  • Regluverk ESB og myntbandalagsins liggur í rústum
  • Spillingaröfl hafa sjaldan eða aldrei verið eins sterk í ESB eins og nú
  • Öfgaöfl nærast á öfgum Evrópusambandssinna
  • Afskipti ESB af ríkis- og sveitastjórnun hafa heltekið meginlandið og eru að eyðileggja það
  • Heil 5 ESB lönd eru í meðferð hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum; Grikkland, Lettland, Írland, Portúgal, Ungverjaland
  • Allt Evrópusambandið er komið í meðferð hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og betlað er um björgunarhring hjá Bandaríkjunum
  • Í 20 mánuði hefur heimurinn staðið á öndinni yfir þessu allsherjar klúrði Evrópusambandsfíkla sem gengu einni myntinni og 500.000 regluverka-blaðsíðum of langt í valdagræðgi

Þetta á eftir að verða eitt helsta hættusvæðið í heiminum um langa ókomna tíð.

France, Germany May Lose AAA Rating Grant Says

Þegar vinir Jacek Rostowski fjármálaráðherra Póllands segjast vera að sækja um græna kortið til flutnings yfir til Bandaríkjanna vegna þess að þeir eru sannfærðir um að styrjöld brjótist út á meginlandi Evrópu innan næstu 10 ára, þá segir það sína sögu. Pólland þekkir meginland Evrópu mjög vel. Löng og ströng er evrópsk reynsla þess lands. Það er ekki eins heppið og Ísland að hafa hálft Atlantshaf á milli sín og brjálæðinga

Uppfært: Óh, á meðan ég man. Jörðin okkar hefur nú náð að snúast einn hring um sjálfa sig í viðbót við þá snúninga sem þegar voru komnir í almanakið í gær. Og á þeim tíma, já á þeim 24 tímum, tókst að boða til enn eins neyðarfundarins í Brussel. Þetta er þá líklegast 38. aðalfundur í skiptaráði Neyðarevrópu. Það sem gerðist var það að neyðarfundinum sem átti að halda á sunnudag var frestað, aftur. Stærsta tímasprengja veraldar, evrusvæðið, tifar áfram.

Uppfært aftur; neyðarfundurinn á sunnudag verður víst haldinn segja nýjar véfréttir úr ýmsum áttum, aðallega úr humáttum og hurðargáttum. Síðan er hálfleikur og svo eru framhaldsneyðarfundir í boðinu í næstu viku. Passar þetta? Það veit ég ekki.  

Vaxtakostnaður Ítalíu fóru langt upp úr því sem íslenska ríkið þurfi að greiða um daginn fyrir 5 ára lán á alþjóðamörkuðum; Vextir Ítalíu fóru upp í 5,73 prósent í gær, fimmtudag á fimm ára lánum. Sjá mynd að ofan; BB.

Myndskeið Bloomberg; France, Germany May Lose AAA Rating, Grant Says


Klukkan er 23:44 og 37. neyðarfundur Sovétstjórnar myntbandalags ESB fer að hefjast

Önnur sunnudags hugga myntbandalags Evrópusambandsins og AGS

Nú hlýtur þetta að fara að koma. Enn einn neyðarfundurinn um neyðina sem íslenskir evrusértrúarmenn segja að sé ekki neyð — og alls ekki myntinni að kenna — fer að hefjast á loft einhvers staðar á evrusvæðinu bráðum.

Neyðin er þannig innréttuð að eftir dagsins Frankfurt-fund þeirra Merkel & Sarkozy leiðtoga Evrópu, sem enginn kaus nema í einu landi af tuttugu og sjö, birtist sú fregn að allt myndi bráðna til grunna í Evrópu ef ekki næðist samkomulag um málið — sem er ekki neitt og einvörðungu íslenksu krónunni hans Davíðs Oddssonar um að kenna — áður en sólin hnígur örþreytt niður eftir að hafa starað á evrusvæðið allan daginn fram að kveldi sunnudags næstkomandi. Sólris í Asíu á mánudag myndi þá líklega taka við, segja sérfróðir. En ekki er það nú víst þar sem um sjálft evrusvæðið er að ræða. 

Það flotta við stöðuna — segir grískur hagfræðiprófessor — er það að evran sem er mynt 17 landa gæti átt á hættu að leysast upp á einum sólarhring þegar Grikkland tekst á loft og flýgur úr vöggu lýðræðisins í ESB og yfir í drökmu myntina sína á ný. Altså, einn sólarhringur. Uno. Sá tími sem það tekur jörðina að snúast einn hring um sjálfa sig og boða til næsta neyðarfundar um neyðina sem er ekki neyð á evrusvæðinu.

Samma sekund som Grekland drar sig ur eurosamarbetet startar nedräkningen för hela eurozonen. Inom ett dygn faller flera euroländers ekonomier. Det spår den grekiske domedagsprofessorn Yanis Varoufakis i en intervju med Sveriges Radio. 

Krækjan; Grekisk professor varnar för grekiskt euroutträde  

Jacques Delors gengur til liðs við hugveitu sambandsríkissinna

Þessi maður sem frægur varð fyrir "einn peningur - einn markaður", hefur gengið til liðs við hugveituna Spinelli Group til að berjast fyrir stofnun Bandaríkja Evrópu upp úr ESB sambandinu sem sumir halda jafnvel enn að sé bara "kíkja í tollabandalag". Í gær sagði Delors í viðtali við franska dagblaðið Le Monde að Brussel þyrfi að yfirtaka hlutverk ríkissjóða og ríkisstjórna evrulanda og að koma þyrfti upp útspörkunarhurð út úr evrunni með því að meirihluti ráðstjórnarráðs Brussels gæti kosið um að sparka löndum út úr evrumyntinni frægu í gegnum þá hurð sem kíkt hafði verið upphaflega inn um.

Krækjan: Jacques Delors dénonce le "coup de poker" de Sarkozy et Merkel og Foreign Policy um sama mál. 

Það góða við tímann er það að á meðan ég skrifaði þessa hurðarstafi þá kom Standard & Poor's og læknaði lækkaði lánshæfnismat Slóveníu sem er evruland. Bankakerfi landsins er of veikt því ríkisfjármálin eru of versnandi og veik vegna skulda og þar af leiðandi versnandi horfum í hagkerfi Slóveníu í heild, því bankarnir áttu upphaflega að lána fé til atvinnustarfsemi í landinu. Það geta þeir ekki því Slóvenía er með evrur og er evruríki. Slóvenía fylgir í lækkunnarkjölfar evrulandanna Kýpur, Ítalíu, Spánar, Portúgals, Írlands og Grikklands á þessu ári; BB

Manifesto hugveitu Jacques Delors er þetta:

Today things are moving in the opposite direction, towards a looser instead of a closer Union, towards a more national instead of post-national Europe. Throwing the Community spirit behind, Member states let short-term national interests cloud the common vision. They favour intergovernmental solutions above European solutions. Almost to the point of breaking up the Euro, the most concrete symbol of European integration.

We oppose this backward and reactionary direction. Europe has been yet again abducted – by a coalition of national politicians. It is time to bring her back. We believe that this is not the moment for Europe to slow down further integration, but on the contrary to accelerate it. The history of the European Union has proven that more Europe, not less, is the answer to the problems we face. Only with European solutions and a renewed European spirit will we be able to tackle the worldwide challenges. 


Klukkan slær hálf Frakkland

Vaxtamismunur á milli Frakklands og Þýskalands, en nú undir sömu mynt. 10 ára ríkisbréf 18. okt. 2011

Vissir þú þetta?

Í eðlilegum hagkerfum smíða alþjóðleg vaxtakjör ríkissjóðs gólfið undir vöxtum bankakerfisins. Vextir ríkissjóðs stýra því þeim vaxtakjörum sem bankakerfið býr við. Þess vegna þýddi lækkun á lánshæfni ríkissjóðs Spánar þann 7. október að lánshæfni stærstu banka landsins var einnig lækkuð nokkrum dögum síðar. Og aftur lækkaði lánshæfnismatið á ríkissjóði Spánar nú klukkan 23:00 á þriðjudagskvöldi. Um tvö þrep af Moody's.  
 
Þetta þýðir að vextir í spænska bankakerfinu eru að hækka. Erfiðara verður fyrir bankakerfið að sækja peninga í lækinn nema að borga enn meira fyrir fjárvatnið. Sem þýðir að lán til fyrirtækja og einstaklinga minnka, því arðsemi fjárfestinga getur ekki staðið undir svona hækkandi vöxtum - og það í miðri tilvistarkreppu þeirrar myntar sem spænska hagkerfið nú pissar á sig í. Þar með munu útlán til fyrirtækja og einstaklinga verða færri og færri og umsvifin og sköpunargleðin í hagkerfi Spánar minnka. Af þessu leiðir að hagvöxtur minnkar og hagkerfið dregst enn meira saman, sem aftur mun þýða enn lægra lánshæfnismat, enn hærri vexti og enn minni umsvif og enn meiri töp og að lokum þorna tekjulindir ríkissjóðs upp því þær koma allar frá atvinnustarfsemi. Síðan fer ríkissjóður í gjaldaþrot því allir eru orðnir nokkuð atvinnulausir. Enginn ostur, engin pylsa - og hagkerfið sagar af sér hausinn. Full atvinna er forsenda velmengunar og framfara. Á Spáni ríkir nú 21,2 prósent atvinnuleysi. Það er 46 prósent hjá ungu fólki. Þetta er svona vegna þess að Spánn á enga mynt. Það getur ekki sett nýjan verðmiða á vörur sínar í útstillingarglugga heimsins. Getur ekki aðlagað gengi gjaldmiðils þess sem landið hefur til láns frá Þjóðverjum. 

Í óeðlilegum hagkerfum sem búa við mynt sem búist er við að annað ríki beri ábyrgð á, er í vissan tíma hægt að blöffa fjárfesta til að lána ríkissjóði alþjóðlega peninga á fölskum forsendum. Þetta gerðist á evrusvæðinu og þar með á Spáni. Spánn bjó einnig við neikvæða raunstýrivexti árum saman og þeir sprengdu efnahaginn í tætlur. 

En nú hafa fjárfestar fattað að það er enginn sameiginlegur skattgreiðandi á bak við sameiginlegu myntina. Enginn sameiginlegur ríkissjóður. Það vantar Ríkið á bak við evruna. Og herinn helst líka. Þetta þarf að stofna í einum grænum. Lánskjör ríkissjóðs Spánar eru orðin verri en ríkissjóðs Íslands undir krónu. Fjáfestar hafa loksins fattað að Spánn er ekki lengur fullvalda ríki, á öngva mynt og getur ekkert gert, nema að reka þá sem vinna í búðinni sem framleiðir vörurnar sem standa á kolröngu verði í búðarglugga landsins sem snýr að umheiminum. En það þýðir heldur ekki neitt, þvi þá reka Þjóðverjar bara enn fleiri úr sinni búð.

Og nú hefur gauksklukka tilvistarkreppu evrunnar náð að slá hálf tíma í Frakkland. Leita þarf aftur til ársins 1992 eftir hlutfallslega meiri vaxtamismun á milli lánskjara ríkissjóðs Frakklands og hins vegar Þýskalands, eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Klukkan er farin að slá óþægilega mikið 1992 á evrusvæðinu á ný; Það ár hrundi gjaldmiðlasamstarf Evrópusambandsins (ERM/EMS) svo að segja til grunna. Það eina sem stóð eftir var óbreytt gengi á milli mynta Hollands og Þýskalands. Ferillinn var svona;
  • 14 nóvember 1991: Finnska markið er fellt með 12,3%
  • 08. september 1992: Finnland gefst upp á einhliða ERM bindingu
  • 17. september 1992: Bretland gefst upp á gagnkvæmri ERM bindingu, pundið flýtur aftur
  • 17. september 1992: Ítalía gefst upp á ERM bindingunni, líran flýtur aftur
  • 17. september 1992: Spánn gefst uppá þröngri ERM bindingu
  • 19. nóvember 1992: Svíþjóð gefst upp á einhliða ERM bindingu eftir að hafa hækkað stýrivexti í 500% til að verja bindinguna.
  • 23. nóvember 1992: Spænski peseta og portúgalski escudos eru felldir um 6%
  • 10 desember 1992: Noregur gefst upp á einhliða ERM bindingu
  • 02. ágúst 1993: aðeins Þýskaland og Holland halda uppi +/- 2.25% gagnkvæmri bindingu ERM.
Hér hafa menn ekkert lært.

Í Svíþjóð gerðist eftirfarandi árið 1992;
  • 10. janúar - fjárlög Svíþjóðar kynnt og reynast vera með  71 SEK milljarða halla
  • 26. ágúst - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 16 prósent
  • 8. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 24 prósent 
  • 9. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 75 prósent
  • 16. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 500 prósent
  • 23. september - Sænska ríkisstjórnin gefur út ábyrgð fyrir alla banka í landinu, "enginn banki má verða gjaldþrota"
  • 30. september - enn einn áfallapakkinn frá ríkisstjórninni kynntur
  • 19. nóvember - klukkan 14.28 er einhliða fastgengi sænsku krónunnar gagnvart EMS-gjaldeyrisbandalagi EB lagt niður, og á augnabliki fellur sænska krónan 10 prósent
 
Í Svíþjóð lærðu menn heldur betur af þesari geðsjúku reynslu. Svíar ætla aldrei aftur að fikta við fast gengi né myntsamstarf. Þeir taka aldrei upp evru, því hún er heimsins hættulegasta mynt. 
 
Hlutabréfaeign Ríkisútvarpsins (RÚV) í Evrópusambandinu hefur orðið fyrir áfalli. En hvað gerir stofnunin þá? Jú hún er eins — eða jafnvel enn verri — og greiningardeildir bankanna voru. RÚV heldur áfram að selja ESB-boðskapinn til að bjarga pólitískri fjárfestingu sinni því RÚV er alls ekki hlutabréfalaust? Ekki hlut-laust. En RÚV átti samt að vera það, samkvæmt lögum. Þetta sannar að pólitísk græðgi er oft enn verri en efnahagsleg græðgi. Evran var byggð á pólitískri græðgi og engu öðru. 

Vissir þú að ríkissjóður lands sem skuldar í annarri mynt en þeirri sem landið ræður yfir og getur sjálft prentað, má helst ekki stofna til eins mikilla erlendra skulda eins og þau ríki sem skulda alfarið í sinni eigin mynt. Klukkan kallar evrusvæði-ESB ding dong. Þar á enginn sína eigin mynt og það vita fjárfestar nú. En stofnað var hins vegar til allra of-miklu skuldanna á þeim forsendum að öll löndin ættu þá mynt sem skuldir þeirra liggja í. Skuldasöfnun landanna stjórnaði að hluta til seðlabankinn frægi, ECB. Þetta gerðist allt á hans vakt og undir lófaklappi hans.  
 
Sjá ítarefni; FT í dag (French bond blow-out, chart du jour) og nótur seðlabanka Bandaríkjanna í New York um árið 1992 (Historical echoes)
 
Þriðjudagskvöld í evrulandi; Spain’s Rating Cut to A1 by Moody’s

Jóladagatal ESB í Grikklandi - næstu 4 evrudagar

Mánudagur í evrum
 
Í dag eru ríkisfjölmiðlar í verkfalli og verða svo þar til á fimmtudag. Lögfræðingar hins opinbera halda áfram í verkfalli sínu þar til á miðvikudag. Engar ferjur sigla fyrr en á miðvikudag vegna verkfalla. Tollverðir ganga frá vinnu í 24 klukkustundir. Skattheimtumenn landsins sem heimta inn skattinn sem senda á til Frankfurt og Brussel eru í 48 klukkustunda verkfalli. Sömu sögu er að segja um almannatryggingar og bæjarstjórnir. Þetta er jú Evrópusambandið ESB.

Þriðjudagur í evrum
 
Járnbrautarstarfsmenn hefja þriggja daga verkfall. Engar samgöngur verða til flugvalla þannig að ESB getur ekki flúið land þann veginn. Þetta gildir sem sagt einnig um marga sporvagna. Blaðamenn hefja verkföll. Hafnarverkamenn hefja 48 stunda verkföll.    

Miðvikudagur í evrum
 
Stærstu verkalýðsfélög Grikklands hefja 48 klukkustunda verkföll. Er Gylfi með? Spennandi. Engin flug verða né akstur leigubifreiða. Bankar og sparisjóðir ætlaðir til afnota fyrir almenning verða lokaðir og læstir, enda ekkert í þeim. Verslanir verða einnig lokaðar vegna verkfalla.

Fimmtudagur í evrum
 
Ekkert flug og öngvir leigubílar. Almenningssamgöngur verða að hluta til lamaðar. ESB-jólin nálgast í evrum. 

Þessar aðgerðir eru taldar auka landsframleiðslu fjárlagaherdeildar Brussels í Grikklandi um miklu minna en ekki neitt. Atvinnuleysi í Grikklandi mælist nú 16,7 prósent og 43 prósent meðal ungs fólks.

Föstudagur í hverju?
 
Bylting? Evrópuherinn frá Frankfurt og Brussel í fjármálaráðuneytinu leystur af hólmi með nýrri grískri herstjórn? Hver veit. ESB er svo spennandi.
 
Með kveðju
Friðarbandalagið ESB
Kommissar Ímat Úrmat, friðarstjóri
 
Krækja

Nokkuð satt - og loksins rétt

"Evrusvæði Evrópusambandsins er lokað hagkerfi sem samanstendur af 17 litlum opnum hagkerfum. Summan af 17 litlum opnum hagkerfum er eitt stórt og lokað Evrópusamband." Þetta segir hann. 

Enn fremur segir hann að Evrópusambandið og svo kallaðir leiðtogar þess hafi gert þessa tifandi púðurtunnu að heilu sveitamennsku-heimsveldi og fullkomnu meistaraverki forheimskunnar. Og að allir þeir hagfræðingar sem þetta sautjánda settvirki asna ESB notast við, séu svo heimskir að þeir gætu ekki án aðstoðar opnað tómatsósuflösku án blóðbaðs. Þetta segir hann líka, en óbeint. 

Did I think they were morons, he asked?
 
Þetta eru bein og óbein orð eins fremsta Evrópusambands- og evrufíkils meginlandsins, Wolfgang Munchau, sem ritar þetta brennandi ástarljóð sitt til ESB í Financial Times í dag. Hann er orðinn svo hræddur um að stofnun Bandaríkja Evrópu glutrist niður vegna fyrirþvælings 17 sveitamanna sem koma þarf samstundis fyrir kattarnef, að hann, já hann, er að tryllast af hræðslu við þessi 17 þjóðkjörnu fyrirbæri.   

Já. Þetta var svo frábær hugmynd, þetta myntbandalag. Maður tekur fullveldið af 17 ríkjum í peninga- vaxta- og myntmálum. Læsir þau svo saman í járnföstu gengisfyrirkomulagi við hvort annað í gegnum hina sameiginlega mynt sem allt er að drepa. Svo hendir maður lyklinum burt og lætur þau um að kála hvort öðru í endalausri innbyrðis efnahagslegri styrjöld og í kapphlaupi við hvort annað niður á botn samfélaganna - í krafti regluverka sem virka ekki - og gegnum eilífar innvortis gengisfellingar árhundruðum saman. Og þetta halda jafnvel sumir að enn sé hægt að lagfæra.

Svona fer þegar heilabúi frammámanna er varpað fyrir róða. Þá verður það að utanborðsmótor heimskunnar, eins og þeim sem nú knýr ríkisstjórn Íslands áfram inn í hið stóra og lokaða hagkerfi heimskingja; Evrópusambandið sjálft. Apabúr plánetunnar.
 
Krækja
 

Merkilegt

Á rúmlega fjórtán árum hefur myntin evra og myntbandalag hennar sannað sig sem lýðræðislegt, samfélagslegt og þjóðhagfræðilegt hryðjuverkavopn. Eins konar kjarnakljúfur sem notaður hefur verið á efnahag, fullveldi og lýðræði þjóðríkja Evrópu. Íslenskir menntamenn og "sérfræðingar" í efnahagsmálum hafa flestir tilbeðið fyrirbærið allan þann tíma er kveikt hefur verið á vopninu. Þeir vaða nú um í rústunum, skoða málið, en sjá ekki neitt.

Á sama tíma hefur Kanadadalur sannað sig sem ein besta mynt veraldar. Fyrir fjórtán árum var hún dæmd sem ónýt mynt af íslenskum sérfræðingum í efnahagsmálum. Ónýt og of lítil til að geta staðið ein, alveg sama hvað gert væri heima í Kanada. 

Þetta segir mér að íslenksa krónan eigi eftir að verða álitin sem verandi ein besta mynt veraldar þegar fram í sækir.
 

100 prósent ESB-PONZI tap fjárfesta á Grikklandi evrusvæðisins

UBS_Greece
 
Enn er Evrópusambandið að skuldsetja Grikkland fram á hinsta tár. Landið er svo örkumla eftir 30 ár í Evrópusambandinu og 10 ár í myntbandalagi þess að ef lækka ætti skuldabyrði ríkissjóð Grikklands niður í 50 prósent af landsframleiðslu, já, þá munu þeir fjárfestar sem lánuðu gríska ríkinu peninga með því að kaupa af því ríkisskuldabréf, tapa þeim alveg öllum. 100 prósent hárklipping er skalli. Þetta segir svissneski stórbankinn UBS í nýrri skýrslu. 

Restin, eða helmingur af landsframleiðslu Grikklands, eru forgangskröfur þeirra sem nú stjórna landinu frá útlöndum; a) ECB-seðlabanki Evrópusambandsins, b) fyrirmikilmenni óspurðra skattgreiðenda í öðrum evrulöndum og c) Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn.

FTD vofa evrunnar
Þetta þýðir að það er alveg sama hvað Grikkland gerir innan evrusvæðisins; landinu mun alfarið verða stjórnað af yfirvöldum annarra ríkja um alla framtíð. Eina leiðin til að losna undan dópgjöf ECB-bankans og evrulanda, er að yfirgefa myntsvæðið, fara í ríkisþrot, taka upp drökmu, fella gengi hennar og neita að borga neitt nema AGS. Aðeins þannig er hægt að bjarga lýðveldi Grikklands og koma lífsnauðsynlegum hagvexti af stað á ný. 
 
Skuldatryggingaálagið á evruaðild evruríkja er nú að verða það versta mögulega í heimi þróaðra ríkja. Mikið versnandi lánskjör og lánveitingar úr bankakerfum evrulanda má lesa út úr þessum versnandi tölum.
 
A worrying Eurozone bank murmur? For the past week the figures have signalled that something is amiss
 
Evruland Frakkland: 183 punktar (+6,63p bara í dag)  
Evruland Portúgal: 1156 punktar
Evruland Spánn: 380 punktar (+6,89p bara í dag)
Evruland Ítalía: 454 punktar
Evruland Belgía: 319 punktar
Evruland Austurríki: 170 punktar
Evruland Grikkland: 5887 punktar 
Evruland Írland: 762 punktar
 
- svo eru hér tvö lönd sem hafa sína eigin mynt
 
Svíþjóð: 59 punktar
Ísland: 291 punktar
 
Vissir þú að 30 prósent af hagkerfi Eistlands er talið vera svart og neðanjarðar. ESB er svo gott.
 
Krækjur
Fyrri færsla
 
 

Atvinnuleysi er að aukast á Íslandi, ekki minnka

Oftar en ekki gleypa menn hrátt það sem sagt er. Sagt var í gær að atvinnuleysi væri að minnka á Íslandi. En er það rétt?

Nei, það er ekki rétt. Það sem hefur minnkað er sú traffík sem menn leggja á sig til að skrá sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun því þeir eiga ekki rétt á neinu. Sem sagt; dregið hefur úr vinnu þeirra sem vinna við að skrá fólk sem á rétt á einhverju atvinnulaust. Það er allt og sumt. 

Þeim sem eru atvinnulausir - fólk án atvinnu - hefur hins vegar fjölgað, þrátt fyrir fólksflóttann. Og hér eru einnig mældir þeir sem eiga ekki rétt á bótum. Þessi tala stækkar - og stækkar. Og vinnustundum í hagkerfinu fækkar. Og atvinnuþátttaka minnkar. Og hagvöxur, hvar er hann? 

Atvinnuleysi: 

  • Árið 2008; 3,0%
  • Árið 2009; 7,2%
  • Árið 2010; 7,6%
  • Árið 2011; 7,8 % (1.ársfj) og 8,5% (2.ársfj)

Atvinnuþátttaka:

  • Árið 2008; 82,6%
  • Árið 2009; 80,9%
  • Árið 2010; 81,1%
  • Árið 2011; 79,2% (1.ársfj) og 83,0% (2.ársfj)

Vinnutími:

  • Árið 2008; 41,6t
  • Árið 2009; 39,6t
  • Árið 2010; 39,5t
  • Árið 2011; 39,5t (1.ársfj) og 40,0t (2.ársfj)

Ekkert gengur árfam. EKKERT! Fólkið dettur bara út af bótaskrá og missir kaupmátt enn frekar.

Tölur Hagstofu Íslands, vinnumarkaðsrannsóknir; Laun, tekjur og vinnumarkaður

Þetta er líklega mesta atvinnuleysi á Íslandi síðan mælingar hófust! Að minnsta kosti síðan AGS fór að fá tölur frá Íslandi. Hvorki meira né minna. Og það mun aukast enn frekar í vetur.

Þetta er óbærilegt atvinnuleysi á íslenskan mælikvarða. Uppskriftin að fátækt og áframhaldandi skattahækkunum. Tekjur ríkissjóðs koma allar frá atvinnustarfsemi og þær eru mun minni en gert var ráð fyrir. Svo skiptir einnig höfuðmáli við hvað fólk vinnur, enda sést það á hagvaxtarhryllingnum.

Þetta er stórfellt atvinnuleysi, alveg sama hvað gerðist árið 2008. Og árið 2012 er að ganga í garð eftir rúma tvo mánuði.

Fjárfestingar og einkaneysla að aukast? segið þið. Nei. Þetta er bara hið klassíska dead cat bounce sem þið sjáið; dauði kötturinn sem hoppar 3,2 prósent upp í lofið þegar hann skellur líflaus á steinsteypunni. That's all.

Með þessu áframhaldi verður kreppan kannski búin eftir 50-100 ár


Vitsmunalegur stöðugleiki væri ágætur

Þetta byrjar svona; Vitsmunalegur stöðugleiki elur af sér pólitískan stöðugleika sem elur af sér efnahagslegan stöðugleika sem svo elur af sér fjármálalegan stöðugleika. Skorti hið fyrsta þýðir ekkert að kljást við það sem á eftir kemur.
 
Árið 1997 skrifaði þessi sami hagfræðingur sem skrifað er um í fréttinni hér að neðan;
 

"Kanada hefur frá 1987 verið með staðfasta peningastefnu og verðbólgu á svipuðu róli og gerist í Bandaríkjunum, en það gildir einu. Landið er lítið og fylgdi áður óstöðugri gengisstefnu og á gjaldeyrismarkaði er gjaldmiðli þess aldrei treyst, sama hversu góðri efnahagsstjórn er fylgt. Kanadamenn greiða nú um 1 % hærri í vexti en Bandaríkjamenn, sem er e.k. aukaálag fyrir þann munað að slá sína eigin mynt. Þannig er einungis sá ávinningur sem felst í lægri vöxtum um-talsverður fyrir utan það hagræði að fá gjaldmiðill sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar"

 
Sem sagt Kanadadalur er ónýt mynt. Of lítill til að standa einn. Zap. Núna segir hagfræðingurinn eftirfarandi (samkvæmt frétt Morgunblaðsins hér að neðan), sem er hreint ótrúlegt, ef satt er;
 
"Ísland hefði í raun glatað efnahagslegum stöðugleika þegar landið skildi við Danmörku með stofnun lýðveldis á Þingvöllum fyrir 67 árum. Þá væru 30% neikvæðir raunvextir á sjöunda áratugnum dæmi um þá efnahagslegu óstjórn sem hér hefði viðgengist á lýðveldistímanum" 
 
Ef Ásgeir Jónsson hagfræðingur á við að Ísland hafi glatað efnahagslegri stöðnun sinni með stofnun lýðveldis Íslendinga á Þingvöllum árið 1944, þá er það alveg rétt. Sem betur fer. Það sem á eftir kom var eins konar breytinga- eða umbyltingarhagkerfi (e. transitional economy) sem óhjákvæmilega kemur þegar nýlendur fá frelsi sitt, því þá hefst uppbyggingin eftir allt svartnættið.  
 
En neikvæðir raunstýrivextir eru ekki góðir. Það er alveg rétt hjá Ásgeiri Jónssyni. Þeir eru helsta orsök þess að Grikkland er að verða ríkisgjaldþrota nú því raunstýrivextir hafa verið þar neikvæðir síðan landið tók upp evru. Sömu sögur er að segja um Írland og Spán og líklega Portúgal einnig. Illt er þar í efni. Og bankahrun eru þar þegar orðin. Ísland er ekki eina landið þar sem slíkt gerist. Það skemmtilega við náttúrufyrirbærið tímann er það að hann kemur í veg fyrir að allt gerist á sama tíma alls staðar. Við eigum eftir að sjá margt í þeim efnum gerast í ESB.  

Hér er 30 ára langt póstkort úr danska raunveruleikanum. Ég upplifði hann á eigin líkama. Og ég sakna hans ekki. 
 
Stýrivextir, verðbólga og atvinnuleysi í Danmörku 1978-2008
 
Hvernig þætti þér lesandi góður að búa við vaxtastig og lánskjör sem eru ekki í neinu samhengi við hinn efnahagslega raunveruleika í því þjóðfélagi sem þú býrð í, starfar eða rekur fyrirtæki? Hvorki í samhengi við verðbólgustig, atvinnustig, eftirspurn, framboð né gengi gjaldmiðils þíns? Eina samhengið sem þú gætir fundið við raunveruleikann væri eitt orð á blaði – „fastgengi“. Þetta gerðist í Danmörku árið 1982. Þá var ákveðið með einu pennastriki að afnema hinn efnahagslega raunveruleika, ef svo má segja, og taka upp efnahagsstjórn sem mætti líkja við það að aka bifreið án útsýnisglugga. Þeir gangandi vegfarendur sem yrðu á vegi manns yrðu keyrðir miskunarlaust niður. Öðru hverju myndi maður stoppa til að athuga hvort maður væri á réttri leið samkvæmt stöðu á staðsetningartæki í bifreiðinni . . . 
 
. . . áframhaldið má lesa hér; Seðlabankinn og þjóðfélagið
 


mbl.is Umræða um hrunið á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband